Nonni kveður næturbröltið: „Við hlökkum til að snúa við sólarhringnum“ Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2019 11:24 Jón Guðnason, Nonni, hefur eldað ófáa bátana ofan í skemmtanaglaða Íslendinga. vísir/vilhelm „Það er bara kominn tími á mig að fara að breyta til og létta aðeins á vinnuálagi.“ Þetta segir Jón Guðnason, betur þekktur sem Nonni á Nonnabitum, en greint var frá því í morgun að Nonnabiti í Hafnarstræti hafi verið lokað. Búið er að selja eignirnar í Hafnarstræti, en Nonnabiti mun þó áfram starfa í Bæjarlind í Kópavogi. Nonni segir að Nonnabiti hafi fyrst opnað í Hafnarstræti 18 árið 1993. „Í friðaða húsinu. Við máttum svo ekki hrófla við neinu þar – í húsinu sem nú er búið að rífa. Staðurinn fluttist svo í Hafnarstræti 11. Svo keyptum við af honum Geira heitnum, á Goldfinger – Hafnarkrána – og breyttum henni í okkar stað. Þetta var í Hafnarstræti 9, þó að þetta heiti nú Pósthússtræti 2.“Hvað stendur upp úr á þessum árum?„Skemmtilegur tími, skemmtilegt fólk og þakklæti fyrir viðskiptin. Þetta hefur verið skemmtilegur tími. Þú værir ekki svona lengi í þessu ef þú hefðir ekki gaman af því,“ segir Nonni, en Nonnabiti í Hafnarstræti hefur verið með mjög rúman opnunartíma og verið vinsæll, síðasti áfangastaður djammara í miðbænum áður en heim var haldið.Bátarnir hans Nonna hafa notið mikilla vinsælda.Vísir/vilhelmNonni segir að þau hjónin, Jón og Björk, munu nú einbeita sér að staðnum í Bæjarlind í Kópavogi. „Sonur minn er þar og við verðum þar með honum. Við ætlum að minnka vinnuálagið, hætta þessu næturbrölti. Við hlökkum til að snúa við sólarhringnum og njóta barnabarnanna.“ Nonni segir allt vera breytingum háð og að hann sé alls ekki ósáttur með þetta. „Langt í frá. En það er auðvitað alltaf tregi ef þú ert búinn að vera lengi í einhverju og hitt allt þetta skemmtilega fólk. Tímarnir breytast hins vegar og mennirnir með.“Minnkandi viðskipti þegar rúntinum var lokað Nonni segist einnig hafa fundið fyrir minnkandi viðskiptum í miðbænum á síðustu árum. „Við fórum að taka eftir því þegar rúntinum var lokað. Meðan hægt var að keyra í miðbænum var þetta ljómandi gott. Eftir að það var lokað fór að síga aðeins á ógæfuhliðina, þannig lagað.“ Hann segist þó alveg vera vinur göngugatna. „En við búum náttúrulega á Íslandi. Við búum við veðráttu sem er ekki hliðholl göngugötum skulum við segja.“ Hann segist ekkert vilja gefa upp um kaupendur, en segist vona að þarna komi nýr veitingastaður. Það sé undir nýjum eigendum komið að kynna sitt. Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Nonnabita lokað í miðbænum Skyndibitastaðurinn Nonnabiti í Hafnarstræti hefur lokað eftir 27 ára rekstur í götunni. 19. september 2019 10:22 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
„Það er bara kominn tími á mig að fara að breyta til og létta aðeins á vinnuálagi.“ Þetta segir Jón Guðnason, betur þekktur sem Nonni á Nonnabitum, en greint var frá því í morgun að Nonnabiti í Hafnarstræti hafi verið lokað. Búið er að selja eignirnar í Hafnarstræti, en Nonnabiti mun þó áfram starfa í Bæjarlind í Kópavogi. Nonni segir að Nonnabiti hafi fyrst opnað í Hafnarstræti 18 árið 1993. „Í friðaða húsinu. Við máttum svo ekki hrófla við neinu þar – í húsinu sem nú er búið að rífa. Staðurinn fluttist svo í Hafnarstræti 11. Svo keyptum við af honum Geira heitnum, á Goldfinger – Hafnarkrána – og breyttum henni í okkar stað. Þetta var í Hafnarstræti 9, þó að þetta heiti nú Pósthússtræti 2.“Hvað stendur upp úr á þessum árum?„Skemmtilegur tími, skemmtilegt fólk og þakklæti fyrir viðskiptin. Þetta hefur verið skemmtilegur tími. Þú værir ekki svona lengi í þessu ef þú hefðir ekki gaman af því,“ segir Nonni, en Nonnabiti í Hafnarstræti hefur verið með mjög rúman opnunartíma og verið vinsæll, síðasti áfangastaður djammara í miðbænum áður en heim var haldið.Bátarnir hans Nonna hafa notið mikilla vinsælda.Vísir/vilhelmNonni segir að þau hjónin, Jón og Björk, munu nú einbeita sér að staðnum í Bæjarlind í Kópavogi. „Sonur minn er þar og við verðum þar með honum. Við ætlum að minnka vinnuálagið, hætta þessu næturbrölti. Við hlökkum til að snúa við sólarhringnum og njóta barnabarnanna.“ Nonni segir allt vera breytingum háð og að hann sé alls ekki ósáttur með þetta. „Langt í frá. En það er auðvitað alltaf tregi ef þú ert búinn að vera lengi í einhverju og hitt allt þetta skemmtilega fólk. Tímarnir breytast hins vegar og mennirnir með.“Minnkandi viðskipti þegar rúntinum var lokað Nonni segist einnig hafa fundið fyrir minnkandi viðskiptum í miðbænum á síðustu árum. „Við fórum að taka eftir því þegar rúntinum var lokað. Meðan hægt var að keyra í miðbænum var þetta ljómandi gott. Eftir að það var lokað fór að síga aðeins á ógæfuhliðina, þannig lagað.“ Hann segist þó alveg vera vinur göngugatna. „En við búum náttúrulega á Íslandi. Við búum við veðráttu sem er ekki hliðholl göngugötum skulum við segja.“ Hann segist ekkert vilja gefa upp um kaupendur, en segist vona að þarna komi nýr veitingastaður. Það sé undir nýjum eigendum komið að kynna sitt.
Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Nonnabita lokað í miðbænum Skyndibitastaðurinn Nonnabiti í Hafnarstræti hefur lokað eftir 27 ára rekstur í götunni. 19. september 2019 10:22 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Nonnabita lokað í miðbænum Skyndibitastaðurinn Nonnabiti í Hafnarstræti hefur lokað eftir 27 ára rekstur í götunni. 19. september 2019 10:22