Nýjar myndir af dökklituðum Trudeau koma fram Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2019 15:49 Upplitið á Trudeau var ekki djarft þegar hann ræddi við fréttamenn um myndirnar af honum máluðum svartur í framan. AP/Sean Kilpatrick Vandræði Justins Trudeau, forsætisráðherra Kanada, jukust enn í dag þegar nýtt myndband kom fram þar sem hann sést með andlit sitt litað svart. Trudeau hafði áður viðurkennt að slíkt væri rasískt eftir að gamlar myndir af honum með andlitið málað brúnt kom fram. Málið hefur hrist upp í baráttunni fyrir þingkosningar sem fara fram í seinni hluta október. Trudeau baðst í gær afsökunar á framferði sínu eftir að myndir birtust af honum með andlitið litað brúnt þegar hann var námsmaður og síðar kennari við einkaskóla í Vancouver fyrir tæpum tuttugu árum. Nýja myndbandið af Trudeau er frá því snemma á 10. áratugnum þegar forsætisráðherrann var á síðunglingsárum eða rúmlega tvítugur. Frjálslyndi flokkur hans hefur staðfesta að myndbandið sé ósvikið. Á því sést Trudeau með svert andlitið hlæja, stinga út úr sér tungunni, gretta sig og baða út höndunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.Trudeau hefur meðal annars útskýrt hegðun sína með því að hann sé meira fyrir grímubúninga en meðalmaðurinn. Hann hafi þó átt að vita betur en að sverta andlit sitt. „Þetta var eitthvað sem ég taldi ekki vera rasískt á sínum tíma en nú átta ég mig á því að það var rasískt og ég harma það innilega,“ sagði forsætisráðherrann. Farandsöngvarar í Norður-Ameríku hófu að sverta andlit sín til að líkjast blökkumönnum á 19. öld og nutu sýningar þeirra mikill vinsælda á meðal hvítra. Sýningarnar gáfu niðrandi mynd af blökkumönnum og eru taldar hafa fest í sess móðgandi og rasískar staðalmyndir af þeim. Uppákoman nú er ekki eina hneykslismálið sem hefur plagað Trudeau. Hann hefur verið sakaður um að hafa skipt sér óeðlilega að spillingarrannsókn á stóru verktakafyrirtæki. Dómsmálaráðherra í ríkisstjórn hans sagði meðal annars af sér í mótmælaskyni. Trudeau hefur því átt undir högg að sækja í skoðanakönnunum síðasta rúma árið. Kanada Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Vandræði Justins Trudeau, forsætisráðherra Kanada, jukust enn í dag þegar nýtt myndband kom fram þar sem hann sést með andlit sitt litað svart. Trudeau hafði áður viðurkennt að slíkt væri rasískt eftir að gamlar myndir af honum með andlitið málað brúnt kom fram. Málið hefur hrist upp í baráttunni fyrir þingkosningar sem fara fram í seinni hluta október. Trudeau baðst í gær afsökunar á framferði sínu eftir að myndir birtust af honum með andlitið litað brúnt þegar hann var námsmaður og síðar kennari við einkaskóla í Vancouver fyrir tæpum tuttugu árum. Nýja myndbandið af Trudeau er frá því snemma á 10. áratugnum þegar forsætisráðherrann var á síðunglingsárum eða rúmlega tvítugur. Frjálslyndi flokkur hans hefur staðfesta að myndbandið sé ósvikið. Á því sést Trudeau með svert andlitið hlæja, stinga út úr sér tungunni, gretta sig og baða út höndunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.Trudeau hefur meðal annars útskýrt hegðun sína með því að hann sé meira fyrir grímubúninga en meðalmaðurinn. Hann hafi þó átt að vita betur en að sverta andlit sitt. „Þetta var eitthvað sem ég taldi ekki vera rasískt á sínum tíma en nú átta ég mig á því að það var rasískt og ég harma það innilega,“ sagði forsætisráðherrann. Farandsöngvarar í Norður-Ameríku hófu að sverta andlit sín til að líkjast blökkumönnum á 19. öld og nutu sýningar þeirra mikill vinsælda á meðal hvítra. Sýningarnar gáfu niðrandi mynd af blökkumönnum og eru taldar hafa fest í sess móðgandi og rasískar staðalmyndir af þeim. Uppákoman nú er ekki eina hneykslismálið sem hefur plagað Trudeau. Hann hefur verið sakaður um að hafa skipt sér óeðlilega að spillingarrannsókn á stóru verktakafyrirtæki. Dómsmálaráðherra í ríkisstjórn hans sagði meðal annars af sér í mótmælaskyni. Trudeau hefur því átt undir högg að sækja í skoðanakönnunum síðasta rúma árið.
Kanada Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira