Stjórnarandstæðingur segir Trudeau vanhæfan vegna ljósmyndanna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. september 2019 19:00 Bandaríska tímaritið Time birti mynd af Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, seint í gær þar sem sjá mátti Kanadamanninn málaðan mun dekkri en hann er í raun, og í grímubúning. Myndin hefur vakið töluverða reiði í Kanada og þykir afar ósmekkleg, hreinlega fordómafull. Trudeau baðst afsökunar í nótt og gekkst við því að hafa málað sig hörundsdökkan oftar. „Ég axla fulla ábyrgð á þessari ákvörðun minni. Ég hefði ekki átt að gera þetta, hefði átt að vita betur. Þetta var eitthvað sem ég taldi ekki rasískt þá en átta mig nú á því að þetta var fordómafullt. Mér þykir þetta afar leitt,“ sagði hann. Stjórnarandstaðan í landinu er allt annað en sátt við forsætisráðherrann vegna málsins. Andrew Scheer, leiðtogi Íhaldsflokksins, sagði þetta sýna fram á dómgreindarleysi Trudeaus og óheilindi. Hann væri því óhæfur forsætisráðherra. „Með því að farða sig hörundsdökkan gerir maður gys að öðrum á rasískan hátt. Þetta var alveg jafnfordómafullt árið 2001 og það er árið 2019.“Fylgi flokka í KanadaRétt rúmur mánuður er nú í kosningar í Kanada. Ekki liggur fyrir hvaða áhrif hin umdeilda ljósmynd hefur á fylgi Frjálslynda flokks Trudeaus en fylgið hefur verið að mælast áþekkt því sem Íhaldsflokkurinn hefur. Samkvæmt könnun Nanos Research frá því í gær fengi Frjálslyndi flokkurinn 35 prósent atkvæða en fékk tæp 40% árið 2015. Kanada Tengdar fréttir Trudeau biðst afsökunar á mynd frá háskólaárunum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada hefur beðist afsökunar á því að hafa á háskólaárum sínum komið fram í gerfi Aladíns og litað sig dökkan í framan. 19. september 2019 07:03 Nýjar myndir af dökklituðum Trudeau koma fram Kanadíski forsætisráðherrann hafði sagði athæfið rasískt áður en nýtt myndband af honum með andlitið svert kom fram. 19. september 2019 15:49 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Sjá meira
Bandaríska tímaritið Time birti mynd af Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, seint í gær þar sem sjá mátti Kanadamanninn málaðan mun dekkri en hann er í raun, og í grímubúning. Myndin hefur vakið töluverða reiði í Kanada og þykir afar ósmekkleg, hreinlega fordómafull. Trudeau baðst afsökunar í nótt og gekkst við því að hafa málað sig hörundsdökkan oftar. „Ég axla fulla ábyrgð á þessari ákvörðun minni. Ég hefði ekki átt að gera þetta, hefði átt að vita betur. Þetta var eitthvað sem ég taldi ekki rasískt þá en átta mig nú á því að þetta var fordómafullt. Mér þykir þetta afar leitt,“ sagði hann. Stjórnarandstaðan í landinu er allt annað en sátt við forsætisráðherrann vegna málsins. Andrew Scheer, leiðtogi Íhaldsflokksins, sagði þetta sýna fram á dómgreindarleysi Trudeaus og óheilindi. Hann væri því óhæfur forsætisráðherra. „Með því að farða sig hörundsdökkan gerir maður gys að öðrum á rasískan hátt. Þetta var alveg jafnfordómafullt árið 2001 og það er árið 2019.“Fylgi flokka í KanadaRétt rúmur mánuður er nú í kosningar í Kanada. Ekki liggur fyrir hvaða áhrif hin umdeilda ljósmynd hefur á fylgi Frjálslynda flokks Trudeaus en fylgið hefur verið að mælast áþekkt því sem Íhaldsflokkurinn hefur. Samkvæmt könnun Nanos Research frá því í gær fengi Frjálslyndi flokkurinn 35 prósent atkvæða en fékk tæp 40% árið 2015.
Kanada Tengdar fréttir Trudeau biðst afsökunar á mynd frá háskólaárunum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada hefur beðist afsökunar á því að hafa á háskólaárum sínum komið fram í gerfi Aladíns og litað sig dökkan í framan. 19. september 2019 07:03 Nýjar myndir af dökklituðum Trudeau koma fram Kanadíski forsætisráðherrann hafði sagði athæfið rasískt áður en nýtt myndband af honum með andlitið svert kom fram. 19. september 2019 15:49 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Sjá meira
Trudeau biðst afsökunar á mynd frá háskólaárunum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada hefur beðist afsökunar á því að hafa á háskólaárum sínum komið fram í gerfi Aladíns og litað sig dökkan í framan. 19. september 2019 07:03
Nýjar myndir af dökklituðum Trudeau koma fram Kanadíski forsætisráðherrann hafði sagði athæfið rasískt áður en nýtt myndband af honum með andlitið svert kom fram. 19. september 2019 15:49