Innlent

Kvartaði til um­boðs­manns Al­þingis eftir að vara­þing­maður blokkaði hann á Face­book

Sylvía Hall skrifar
381 kvörtun barst umboðsmanni Alþingis á síðasta ári.
381 kvörtun barst umboðsmanni Alþingis á síðasta ári. Vísir/Vilhelm
Í ársskýrslu fyrir árið 2018 kemur fram að 381 kvörtun barst umboðsmanni Alþingis á síðasta ári. Að þeim kvörtunum stóðu 414 aðilar, 369 einstaklingar og 45 lögaðilar. Karlar voru í meirihluta þeirra sem kvörtuðu eða 246 samanborið við 123 konur. Aðeins þrjár kvartanir bárust frá einstaklingum 20 ára eða yngri, og sú yngsta frá átta ára barni.

Flestar mál sneru að ráðuneytum eða ríkisstofnunum eða þrjú hundruð af þeim 386 málum sem bárust umboðsmanni í heildina. Því næst koma sveitarfélög en kvartanir vegna þeirra voru sextíu talsins.

Viðfangsefni málanna var fjölbreytt. Flest sneru þau að töfum stjórnvalda vegna afgreiðslu mála en alls voru 79 mál skráð vegna þess. Því næst koma kvartanir vegna opinberra starfsmanna, 44 talsins og 24 vegna almannatrygginga.

FBL/GVA
Kvörtun sem barst umboðsmanni vegna varaþingmanns sem hafði blokkað viðkomandi á Facebook féll ekki innan starfssviðs umboðsmanns. Benti umboðsmaður á að það sé ekki hlutverk sitt að hafa eftirlit með opinberri framgöngu þingmanna enda nær starfsviðið ekki til starfa Alþingis og stofnanna þess.

Starfsvið umboðsmanns Alþingis nær til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga með ákveðnum undantekningum. Þær undantekningar eru meðal annars störf Alþingis og nefnda á þeirra vegum sem háð eftirliti þings og þingforseta, starfsmenn Ríkisendurskoðunar, dómsathafna, ákvarðana og annarra athafna stjórnvalda sem falla innan sviðs dómstóla samkvæmt lögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×