Enn ein óværan á Facebook gerir fólki lífið leitt Jakob Bjarnar skrifar 2. september 2019 15:01 Skjáskot af birtingarmynd óværunnar sem ferðast nú um Facebook á ógnarhraða. Fjölmargir sem nota samskiptaforritið Facebook, sem eru flestir Íslendingar, hafa ýmist verið merktir í færslu eða hafa séð í fréttaveitu sinni, auglýsta af miklum móð undraformúlu sem á að grenna þann sem neytir á undraskömmum tíma. Ef eitthvað hljómar of gott til að vera satt, þá er það líklega þannig; rugl, ergelsi og firra. Og svo er með þetta sem er einskonar vírus eða óværa.Standard Facebook-ormur Ágúst Jóhann Auðunsson er deildarstjóri Kerfisþjónustu Sýnar og Vísir spurði hann hvað þetta væri eiginlega? Hann sagðist ekki finna neitt staðfest um þetta tiltekna fyrirbæri, líklega væri þetta einhver óværa. „Annars væri ég alveg til í þetta undralyf ef þú kemst að öðru,“ segir Ágúst Jóhann léttur í bragði. „Líklegast er þetta standard „Facebook Ormur“ sem sækir forritsstubb við smell og póstar þá sambærilega á FB síðu viðkomandi og svo koll af kolli. Mögulega er þarna eitthvað verra á ferðinni Keylogger, vírus, botnet og svo framvegis sem er að safna og senda uppl/innslátt notenda til höfundar.“Ágúst Jóhann lætur sér hvergi bregða og hvetur til þess að fólk á samfélagsmiðlum beiti heilbrigðri skynsemi á netinu.visir/vilhelmDeildarstjórinn segir að það óþarfa að bregðast við með þeim hætti að öskra, slökkva á tölvunni og hlaupa úr húsi. „Að tilkynna til Facebook er nokkuð sem allir sem verða að gera til að almenningur eigi séns í viðureigninni við óværurnar,“ segir Ágúst Jóhann sem vill brýna fyrir mannskapnum á netinu almenna skynsemi í umgengni við óværu af þessu tagi. Þar séu engar töfralausnir í boði.Uppfæra, keyra og skannaEr vert að henda þeim af vinalista sem merkir mann í slíkum pósti? „Það er óþarfi, nema viðkomandi sé endurtekið að pósta óværum, frekar að vera með varann á varðandi öll innslög frá viðkomandi, sem og frá öllum öðrum.“Hvað er best fyrir þá sem eru að dreifa þessu að gera?„Uppfæra, keyra og skanna tölvuna með vírusvörn. Uppfæra stýrikerfi og netvafra. Stofna beiðni hjá FB vegna sýkingar. Fylgjast með næstu daga þegar betur kemur í ljós hvaða óværa þetta er, og bregðast við í samræmi við það.“ Ágúst Jóhann bendir á að menn geti sé hvað þeir hafa verið að gera með því að fara á: „https://www.facebook.com/me/allactivity Activity log“. Þar sjá menn hvort þeir séu enn þá að senda út einhverjar óværur. Þá má lesa sig nánar um vírusa hér. Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Fjölmargir sem nota samskiptaforritið Facebook, sem eru flestir Íslendingar, hafa ýmist verið merktir í færslu eða hafa séð í fréttaveitu sinni, auglýsta af miklum móð undraformúlu sem á að grenna þann sem neytir á undraskömmum tíma. Ef eitthvað hljómar of gott til að vera satt, þá er það líklega þannig; rugl, ergelsi og firra. Og svo er með þetta sem er einskonar vírus eða óværa.Standard Facebook-ormur Ágúst Jóhann Auðunsson er deildarstjóri Kerfisþjónustu Sýnar og Vísir spurði hann hvað þetta væri eiginlega? Hann sagðist ekki finna neitt staðfest um þetta tiltekna fyrirbæri, líklega væri þetta einhver óværa. „Annars væri ég alveg til í þetta undralyf ef þú kemst að öðru,“ segir Ágúst Jóhann léttur í bragði. „Líklegast er þetta standard „Facebook Ormur“ sem sækir forritsstubb við smell og póstar þá sambærilega á FB síðu viðkomandi og svo koll af kolli. Mögulega er þarna eitthvað verra á ferðinni Keylogger, vírus, botnet og svo framvegis sem er að safna og senda uppl/innslátt notenda til höfundar.“Ágúst Jóhann lætur sér hvergi bregða og hvetur til þess að fólk á samfélagsmiðlum beiti heilbrigðri skynsemi á netinu.visir/vilhelmDeildarstjórinn segir að það óþarfa að bregðast við með þeim hætti að öskra, slökkva á tölvunni og hlaupa úr húsi. „Að tilkynna til Facebook er nokkuð sem allir sem verða að gera til að almenningur eigi séns í viðureigninni við óværurnar,“ segir Ágúst Jóhann sem vill brýna fyrir mannskapnum á netinu almenna skynsemi í umgengni við óværu af þessu tagi. Þar séu engar töfralausnir í boði.Uppfæra, keyra og skannaEr vert að henda þeim af vinalista sem merkir mann í slíkum pósti? „Það er óþarfi, nema viðkomandi sé endurtekið að pósta óværum, frekar að vera með varann á varðandi öll innslög frá viðkomandi, sem og frá öllum öðrum.“Hvað er best fyrir þá sem eru að dreifa þessu að gera?„Uppfæra, keyra og skanna tölvuna með vírusvörn. Uppfæra stýrikerfi og netvafra. Stofna beiðni hjá FB vegna sýkingar. Fylgjast með næstu daga þegar betur kemur í ljós hvaða óværa þetta er, og bregðast við í samræmi við það.“ Ágúst Jóhann bendir á að menn geti sé hvað þeir hafa verið að gera með því að fara á: „https://www.facebook.com/me/allactivity Activity log“. Þar sjá menn hvort þeir séu enn þá að senda út einhverjar óværur. Þá má lesa sig nánar um vírusa hér.
Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira