Engin leið að keppa við ON Ari Brynjólfsson skrifar 3. september 2019 06:00 ON kaupir hleðslustöðvar og setur upp víða um land. Fréttablaðið/Valli „Það er ekki nóg með að verið sé að nota tengsl við Orkuveitu Reykjavíkur, sem í grunninn tilheyrir íbúum Reykjavíkur, Borgarbyggðar og Akraness, heldur beitir Orka náttúrunnar öllu sínu afli til að ná megninu af því fé sem ríkið úthlutar til orkuskipta í gegnum Orkusjóð,“ segir Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku. Ísorka var stofnað árið 2014 og selur hleðslustöðvar til bæði einstaklinga og fyrirtækja ásamt því að reka hugbúnað þeim tengdan. ON er opinbert hlutafélag, sem er alfarið í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. ON selur rafmagn ásamt því að setja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla og rekur nú 55 stöðvar í kringum landið. Ísorka hefur lagt fram kæru í á annað hundruð liðum til Samkeppniseftirlitsins þar sem ON er sakað um að nota markaðsráðandi stöðu sína á raforkumarkaði til að koma sér í einokunarstöðu á miðlun rafmagns til rafbíla.Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku.Kæruliðirnir snúa einnig að fyrirkomulagi útboða hjá Orku náttúrunnar. „Við höfum verið á þessum markaði síðan 2014 og eigum í heilbrigðri samkeppni við aðra sem bjóða upp á hleðslustöðvar fyrir rafbíla ásamt tilheyrandi hugbúnaði. Nú er stærsta sveitarfélag landsins mætt inn á þennan markað með miklu meira bolmagn en aðrir til að ná tangarhaldi á þessum sístækkandi markaði,“ segir Sigurður. „Ég veit hvað það kostar að setja upp hleðslustöðvar og hef því auðveldlega getað reiknað út að það er engin leið að keppa við samningana sem ON hefur gert við stóra aðila, til dæmis Landspítalann.“ ON fékk úthlutað rúmlega 110 milljónum króna úr ríkissjóði til þess að setja upp hleðslustöðvar á árunum 2016 til 2018. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur ON sótt um styrki upp á 120 milljónir úr 200 milljóna króna potti Orkusjóðs núna í ár. „Við höfum alla tíð hvatt til þess að sem flestir komi að því að byggja upp innviði fyrir rafbíla. það verða margir að koma að því verkefni ef okkur á að takast að ná okkar metnaðarfullu markmiðum um orkuskipti í samgöngum sem nauðsynlegt er að ná í glímunni við hamfarahlýnun,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Hún telur sjónarmiðin í kvörtun Ísorku ekki eiga rétt á sér. Aðspurður hvort kæran reynist ekki íþyngjandi fyrir Ísorku segir Sigurður að þetta sé rétta skrefið. „Því fylgir vissulega kostnaður í að kæra en það sé mikilvægt að fá úr því skorið hvernig reglum skal háttað á þessum markaði. Það er mikilvægt að tryggja jafnræði svo allir geti keppt á sama grundvelli.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Orkumál Samgöngur Samkeppnismál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
„Það er ekki nóg með að verið sé að nota tengsl við Orkuveitu Reykjavíkur, sem í grunninn tilheyrir íbúum Reykjavíkur, Borgarbyggðar og Akraness, heldur beitir Orka náttúrunnar öllu sínu afli til að ná megninu af því fé sem ríkið úthlutar til orkuskipta í gegnum Orkusjóð,“ segir Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku. Ísorka var stofnað árið 2014 og selur hleðslustöðvar til bæði einstaklinga og fyrirtækja ásamt því að reka hugbúnað þeim tengdan. ON er opinbert hlutafélag, sem er alfarið í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. ON selur rafmagn ásamt því að setja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla og rekur nú 55 stöðvar í kringum landið. Ísorka hefur lagt fram kæru í á annað hundruð liðum til Samkeppniseftirlitsins þar sem ON er sakað um að nota markaðsráðandi stöðu sína á raforkumarkaði til að koma sér í einokunarstöðu á miðlun rafmagns til rafbíla.Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku.Kæruliðirnir snúa einnig að fyrirkomulagi útboða hjá Orku náttúrunnar. „Við höfum verið á þessum markaði síðan 2014 og eigum í heilbrigðri samkeppni við aðra sem bjóða upp á hleðslustöðvar fyrir rafbíla ásamt tilheyrandi hugbúnaði. Nú er stærsta sveitarfélag landsins mætt inn á þennan markað með miklu meira bolmagn en aðrir til að ná tangarhaldi á þessum sístækkandi markaði,“ segir Sigurður. „Ég veit hvað það kostar að setja upp hleðslustöðvar og hef því auðveldlega getað reiknað út að það er engin leið að keppa við samningana sem ON hefur gert við stóra aðila, til dæmis Landspítalann.“ ON fékk úthlutað rúmlega 110 milljónum króna úr ríkissjóði til þess að setja upp hleðslustöðvar á árunum 2016 til 2018. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur ON sótt um styrki upp á 120 milljónir úr 200 milljóna króna potti Orkusjóðs núna í ár. „Við höfum alla tíð hvatt til þess að sem flestir komi að því að byggja upp innviði fyrir rafbíla. það verða margir að koma að því verkefni ef okkur á að takast að ná okkar metnaðarfullu markmiðum um orkuskipti í samgöngum sem nauðsynlegt er að ná í glímunni við hamfarahlýnun,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Hún telur sjónarmiðin í kvörtun Ísorku ekki eiga rétt á sér. Aðspurður hvort kæran reynist ekki íþyngjandi fyrir Ísorku segir Sigurður að þetta sé rétta skrefið. „Því fylgir vissulega kostnaður í að kæra en það sé mikilvægt að fá úr því skorið hvernig reglum skal háttað á þessum markaði. Það er mikilvægt að tryggja jafnræði svo allir geti keppt á sama grundvelli.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Orkumál Samgöngur Samkeppnismál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira