Starfslið Pence leigir sextíu leigubíla Heimir Már Pétursson skrifar 3. september 2019 18:42 Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra fundar með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, á morgun. stöð 2 Gríðarlegar öryggisráðstafanir eru vegna komu varaforseta Bandaríkjanna til Íslands á morgun. Hundruð undanfara í liði varaforsetans hafa verið hér á landi undanfarna daga og hafa meðal annars tekið á leigu tugi leigubíla. Utanríkisráðherra segir fund hans með varaforsetanum fyrst og fremst snúast um viðskiptamál en öryggis- og varnarmál verði einnig rædd gefist tóm til þess. Flugvél Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna lendir á Keflavíkurflugvelli um hádegisbil á morgun og fljótlega upp úr því heldur hann til fundar við utanríkisráðherra. Hundruð starfsmanna varaforsetans hafa verið hér á landi undanfarna daga ásamt leyniþjónustumönnum til undirbúa heimsóknina en mikil fyrirferð fylgir jafnan varaforsetanum og forsetanum á ferðum þeirra. Það er til marks um öryggisráðstafanirnar að nú þegar er búið að loka aðganginum að Höfða, þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna munu funda á morgun. Það er auðvitað engin tilviljun að þeir funda í þessu sögufræga húsi þar sem Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Mikhael Gorbatsjov leiðtogi Sovétríkjanna áttu frægan leiðtogafund í október 1986.Öryggis- og varnarmál verða rædd á fundi Pence og Guðlaugar Þórs en fyrr í vikunni lentu hér á landi flokkur herflugvéla vegna komu varaforsetans til landsins.stöð 2„Þú nefndir réttilega að varaforseti Bandaríkjanna kemur ekki hingað á hverjum degi. Bara hlutir eins og öryggismálin eru svo miklu víðfeðmari en hjá öðrum þjóðarleiðtogum sem við höfum tekið á móti,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Reikna má með að hundruð starfsmanna varaforsetans og leyniþjónustufólks sem sér um öryggi hans sé hér á landi. En samkvæmt heimildum fréttastofu hefur fylgdarliðið meðal annars leigt um sextíu bifreiðar af Hreyfli sem standa í röðum ásamt vænum bílaflota frá Bandaríkjunum fyrir utan Grand hótel þar sem liðið býr. Æðsti maður undanfaranna fundaði með embættismönnum í utanríkisráðuneytinu í dag þar sem væntanlega var verið að leggja lokahönd á undirbúning komu varaforsetans. „Það sem við erum að taka þátt í er viðskiptaþing sem snýr að tvíhliða viðskiptum Íslands og Bandaríkjanna,“ segir Guðlaugur. Þar sem íslenskir og bandarískir kaupsýslumenn ræða viðskipti landanna en undirbúningur hófst eftir fund utanríkisráðherra með Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna fyrr á árinu. Guðlaugur Þór segir öryggis- og varnarmál örugglega einnig verða rædd eftir því sem tíminn leyfi. En Bandaríkjamenn hefja bráðlega milljarða framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli sem er þyrnir í augum margra. „Ef menn eru að vísa til þess að þetta sé svipað og þegar hér var herstöð þá er auðvitað langur vegur frá. Hér er fyrst og fremst um að ræða viðhald og endurnýjun á varnarmannvirkjum. Bæði tæknin breytist og flugvélar og annað slíkt. Og því miður hefur þurft að vera meiri viðvera heldur áður. Sú þróun hófst eftir innlimun Krímskaga eins og við þekkjum,“ segir Guðlaugur Þór. Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Gríðarlegar öryggisráðstafanir eru vegna komu varaforseta Bandaríkjanna til Íslands á morgun. Hundruð undanfara í liði varaforsetans hafa verið hér á landi undanfarna daga og hafa meðal annars tekið á leigu tugi leigubíla. Utanríkisráðherra segir fund hans með varaforsetanum fyrst og fremst snúast um viðskiptamál en öryggis- og varnarmál verði einnig rædd gefist tóm til þess. Flugvél Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna lendir á Keflavíkurflugvelli um hádegisbil á morgun og fljótlega upp úr því heldur hann til fundar við utanríkisráðherra. Hundruð starfsmanna varaforsetans hafa verið hér á landi undanfarna daga ásamt leyniþjónustumönnum til undirbúa heimsóknina en mikil fyrirferð fylgir jafnan varaforsetanum og forsetanum á ferðum þeirra. Það er til marks um öryggisráðstafanirnar að nú þegar er búið að loka aðganginum að Höfða, þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna munu funda á morgun. Það er auðvitað engin tilviljun að þeir funda í þessu sögufræga húsi þar sem Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Mikhael Gorbatsjov leiðtogi Sovétríkjanna áttu frægan leiðtogafund í október 1986.Öryggis- og varnarmál verða rædd á fundi Pence og Guðlaugar Þórs en fyrr í vikunni lentu hér á landi flokkur herflugvéla vegna komu varaforsetans til landsins.stöð 2„Þú nefndir réttilega að varaforseti Bandaríkjanna kemur ekki hingað á hverjum degi. Bara hlutir eins og öryggismálin eru svo miklu víðfeðmari en hjá öðrum þjóðarleiðtogum sem við höfum tekið á móti,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Reikna má með að hundruð starfsmanna varaforsetans og leyniþjónustufólks sem sér um öryggi hans sé hér á landi. En samkvæmt heimildum fréttastofu hefur fylgdarliðið meðal annars leigt um sextíu bifreiðar af Hreyfli sem standa í röðum ásamt vænum bílaflota frá Bandaríkjunum fyrir utan Grand hótel þar sem liðið býr. Æðsti maður undanfaranna fundaði með embættismönnum í utanríkisráðuneytinu í dag þar sem væntanlega var verið að leggja lokahönd á undirbúning komu varaforsetans. „Það sem við erum að taka þátt í er viðskiptaþing sem snýr að tvíhliða viðskiptum Íslands og Bandaríkjanna,“ segir Guðlaugur. Þar sem íslenskir og bandarískir kaupsýslumenn ræða viðskipti landanna en undirbúningur hófst eftir fund utanríkisráðherra með Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna fyrr á árinu. Guðlaugur Þór segir öryggis- og varnarmál örugglega einnig verða rædd eftir því sem tíminn leyfi. En Bandaríkjamenn hefja bráðlega milljarða framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli sem er þyrnir í augum margra. „Ef menn eru að vísa til þess að þetta sé svipað og þegar hér var herstöð þá er auðvitað langur vegur frá. Hér er fyrst og fremst um að ræða viðhald og endurnýjun á varnarmannvirkjum. Bæði tæknin breytist og flugvélar og annað slíkt. Og því miður hefur þurft að vera meiri viðvera heldur áður. Sú þróun hófst eftir innlimun Krímskaga eins og við þekkjum,“ segir Guðlaugur Þór.
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira