Framkvæmdarstjóri Sorpu segir ábyrgð á vanáætlun liggja hjá stjórnendum Sorpu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 3. september 2019 20:20 Björn H. Halldórsson, framkvæmdarstjóri Sorpu. Stöð 2 Framkvæmdarstjóri Sorpu segir að enn sé óljóst hvort eða hvert tjón Sorpu verður af því að fjárhagsáætlun var vanmetin um einn komma fjóra milljarða. Oddviti Viðreisnar í borgarstjórn segir afar slæmt fyrir sveitarfélögin sem standa að Sorpu að fá slíkan bakreikning, það dragi úr slagkraftinum í öðrum málaflokkum. Stjórn Sorpu sendi frá sér tilkynningu í gær vegna breytingar á fjárfestingaráætlun til næstu fjögurra ára þar sem viðbótarkostnaður er tæpur 1,4 milljarðar króna. Þar af gleymdist að telja fram 719 milljóna króna kostnað vegna tækjabúnaðar í stækkaða móttökustöð í Gufunesi og að gera ráð fyrir verðbótum upp á um 190 milljónir vegna nýrrar gas-og jarðgerðastöðvar. Kostnaður hennar er jafnframt vanáætlaður um 450 milljónir króna. Framkvæmdastjóri Sorpu segir um mannleg mistök að ræða að hluta til. „Ég get ekkert útskýrt þetta, með gas- og jarðgerðarstöðina þar verður aukning í magni, það er stærsti hlutinn. Þessi mistök sem urðu með tækjabúnaðinn í móttökustöðinni er ekkert að útskýra, það voru bara mannleg mistök,“ segir Björn H. Halldórsson, framkvæmdarstjóri Sorpu. Björn segir ábyrgðina á mistökunum liggja hjá stjórnendum Sorpu.Mun einhver þurfa að axla ábyrgð?„Það er kannski ótímabært núna þegar við vitum ekki nákvæmlega hvort eða hvert tjónið er.“ Aukakostnaðurinn vegna gas- og jarðgerðarstöðvarinnar er aðallega tilkominn vegna aukins magns járns og steypu. Þá þurfti að færa húsið og skipta um undirlag. Gert er ráð fyrir því að stöðin opni í febrúar á næsta ári og þar með hættir Sorpa að urða heimilissorp.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borginni, segir viðbótarkostnaðinn afar slæman fyrir sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins.stöð 2Oddviti Viðreisnar í borginni segir viðbótarkostnaðinn afar slæman fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. „Mér finnst þetta bara vont, við erum að fá bakreikning til samans sveitarfélögin upp á 1,4 milljarða,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn. Þó Sorpa taki lán og greiði komi það fram í ársreikningum eigenda. „Það tekur af okkur slagkraftinn. Slagkraftinn sem við hefðum gjarnan viljað setja núna og erum að setja í skóla- og leikskólamál, í velferðarmál og í uppbyggingu,“ bætir Þórdís Lóa við. Reykjavík Sorpa Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Framkvæmdarstjóri Sorpu segir að enn sé óljóst hvort eða hvert tjón Sorpu verður af því að fjárhagsáætlun var vanmetin um einn komma fjóra milljarða. Oddviti Viðreisnar í borgarstjórn segir afar slæmt fyrir sveitarfélögin sem standa að Sorpu að fá slíkan bakreikning, það dragi úr slagkraftinum í öðrum málaflokkum. Stjórn Sorpu sendi frá sér tilkynningu í gær vegna breytingar á fjárfestingaráætlun til næstu fjögurra ára þar sem viðbótarkostnaður er tæpur 1,4 milljarðar króna. Þar af gleymdist að telja fram 719 milljóna króna kostnað vegna tækjabúnaðar í stækkaða móttökustöð í Gufunesi og að gera ráð fyrir verðbótum upp á um 190 milljónir vegna nýrrar gas-og jarðgerðastöðvar. Kostnaður hennar er jafnframt vanáætlaður um 450 milljónir króna. Framkvæmdastjóri Sorpu segir um mannleg mistök að ræða að hluta til. „Ég get ekkert útskýrt þetta, með gas- og jarðgerðarstöðina þar verður aukning í magni, það er stærsti hlutinn. Þessi mistök sem urðu með tækjabúnaðinn í móttökustöðinni er ekkert að útskýra, það voru bara mannleg mistök,“ segir Björn H. Halldórsson, framkvæmdarstjóri Sorpu. Björn segir ábyrgðina á mistökunum liggja hjá stjórnendum Sorpu.Mun einhver þurfa að axla ábyrgð?„Það er kannski ótímabært núna þegar við vitum ekki nákvæmlega hvort eða hvert tjónið er.“ Aukakostnaðurinn vegna gas- og jarðgerðarstöðvarinnar er aðallega tilkominn vegna aukins magns járns og steypu. Þá þurfti að færa húsið og skipta um undirlag. Gert er ráð fyrir því að stöðin opni í febrúar á næsta ári og þar með hættir Sorpa að urða heimilissorp.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borginni, segir viðbótarkostnaðinn afar slæman fyrir sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins.stöð 2Oddviti Viðreisnar í borginni segir viðbótarkostnaðinn afar slæman fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. „Mér finnst þetta bara vont, við erum að fá bakreikning til samans sveitarfélögin upp á 1,4 milljarða,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn. Þó Sorpa taki lán og greiði komi það fram í ársreikningum eigenda. „Það tekur af okkur slagkraftinn. Slagkraftinn sem við hefðum gjarnan viljað setja núna og erum að setja í skóla- og leikskólamál, í velferðarmál og í uppbyggingu,“ bætir Þórdís Lóa við.
Reykjavík Sorpa Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira