Ferillinn gæti endað á morgun en hann fengi samt fjórtán milljarða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2019 12:30 Jared Goff er orðinn mjög ríkur maður. Getty/Robert Reiners Jared Goff hefur skrifað undir framlengingu á samning sínum við Los Angeles Rams í NFL-deildinni en leikstjórnandinn leiddi lið sitt í Super Bowl leikinn á síðasta tímabili. Jared Goff var að hefja fjórða árið sitt á fimm ára nýliðasamningi. Hann skrifar undir fjögurra ára framlengingu sem er virði 134 milljóna Bandaríkjadala eða meira en sautján milljarðar íslenskra króna.Jared Goff’s 4-year extension includes an NFL-record $110 million guaranteed He’s now tied to the Rams for 6 years and $161 million. (via @AdamSchefter) pic.twitter.com/qkU0oXa8m1 — ESPN (@espn) September 4, 2019 Samningur Los Angeles Rams setti nýtt NFL-met hvað varðar upphæðina sem Jared Goff er öruggur með að fá hvort sem hann klárar þessi fjögur ár eða endar feril sinn á morgun. Jared Goff mun alltaf fá 110 milljónir dollara eða fjórtán milljarða íslenskra króna. Gamla metið átti Carson Wentz, leikstjórnandi Philadelphia Eagles, sem skrifaði undir sinn samning í júní. Wentz er öruggur með 107,9 milljónir Bandaríkjadala.With the two existing years he had remaining on his contract, Jared Goff is now tied to the Rams for six seasons and $161 million. https://t.co/UX7njVGpth — Adam Schefter (@AdamSchefter) September 4, 2019 Jared Goff er 24 ára gamall og hefur sýnt miklar framfarir á hverju tímabili. Hann fær 4,3 milljónir dollara fyrir þetta tímabil og svo 22,8 milljónir fyrir lokaár nýliðasamningsins. Svo tekur við nýi samningurinn. Hann mun nú fá samtals 161 milljón á næstu sex árum. Undir stjórn Goff hefur Los Angeles Rams unnuð sína deild tvö ár í röð og í febrúar komst liðið í sinn fyrsta Super Bowl leik í sautján ár. Liðið er líklegt til afreka á tímabilinu sem hefst um helgina. NFL Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira
Jared Goff hefur skrifað undir framlengingu á samning sínum við Los Angeles Rams í NFL-deildinni en leikstjórnandinn leiddi lið sitt í Super Bowl leikinn á síðasta tímabili. Jared Goff var að hefja fjórða árið sitt á fimm ára nýliðasamningi. Hann skrifar undir fjögurra ára framlengingu sem er virði 134 milljóna Bandaríkjadala eða meira en sautján milljarðar íslenskra króna.Jared Goff’s 4-year extension includes an NFL-record $110 million guaranteed He’s now tied to the Rams for 6 years and $161 million. (via @AdamSchefter) pic.twitter.com/qkU0oXa8m1 — ESPN (@espn) September 4, 2019 Samningur Los Angeles Rams setti nýtt NFL-met hvað varðar upphæðina sem Jared Goff er öruggur með að fá hvort sem hann klárar þessi fjögur ár eða endar feril sinn á morgun. Jared Goff mun alltaf fá 110 milljónir dollara eða fjórtán milljarða íslenskra króna. Gamla metið átti Carson Wentz, leikstjórnandi Philadelphia Eagles, sem skrifaði undir sinn samning í júní. Wentz er öruggur með 107,9 milljónir Bandaríkjadala.With the two existing years he had remaining on his contract, Jared Goff is now tied to the Rams for six seasons and $161 million. https://t.co/UX7njVGpth — Adam Schefter (@AdamSchefter) September 4, 2019 Jared Goff er 24 ára gamall og hefur sýnt miklar framfarir á hverju tímabili. Hann fær 4,3 milljónir dollara fyrir þetta tímabil og svo 22,8 milljónir fyrir lokaár nýliðasamningsins. Svo tekur við nýi samningurinn. Hann mun nú fá samtals 161 milljón á næstu sex árum. Undir stjórn Goff hefur Los Angeles Rams unnuð sína deild tvö ár í röð og í febrúar komst liðið í sinn fyrsta Super Bowl leik í sautján ár. Liðið er líklegt til afreka á tímabilinu sem hefst um helgina.
NFL Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira