Google greiðir sekt fyrir að safna persónuupplýsingum um börn Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2019 23:40 Joe Simons, forstjóri Alríkisviðskiptastofnunar Bandaríkjanna, kynnti sáttina á blaðamannafundi í Washington-borg í dag. AP/Andrew Harnik Tæknirisinn Google hefur samþykkt að greiða rúmlega 21 milljarðs króna sekt í Bandaríkjunum vegna ásakana um að fyrirtækið hafi safnað persónuupplýsingum um börn í gegnum myndbandavefinn Youtube án samþykkis foreldra þeirra. Bandarísk lög banna fyrirtækjum að safna og deila persónuupplýsingum um börn yngri en þrettán ára án samþykkis foreldra þeirra. Google er engu að síður sakað um að hafa beint myndböndum á Youtube sérstaklega að börnum og nýtt vinsældir þeirra á meðal barna til að selja auglýsendum þjónustu sína. Google viðurkenndi ekki sök en féllst á að greiða 136 milljónir dollara, jafnvirði rúmra sautján milljarða íslenskra króna, í sekt til Alríkisviðskiptastofnunar Bandaríkjanna (FTC) auk 34 milljóna dollara, jafnvirði rúmra fjögurra milljarða króna til New York-ríkis sem einnig rannsakaði ásakanirnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Réttindasamtök barna gagnrýna engu að síður að sektin sé alltof lág til að hafa áhrif á Google. Alphabet, móðurfyrirtæki Google, hagnaðist þannig um tæpan 31 milljarð dollara í fyrra, aðallega í gegnum auglýsingar sem eru sérsniðnar að notendum. Með sáttinni lofar Google að afla staðfests samþykkis frá foreldrum barna áður en fyrirtækið safna eða deilir persónuupplýsingum um börn þeirra og að nota ekki þær upplýsingar frekar sem það hefur þegar aflað. Google Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tæknirisinn Google hefur samþykkt að greiða rúmlega 21 milljarðs króna sekt í Bandaríkjunum vegna ásakana um að fyrirtækið hafi safnað persónuupplýsingum um börn í gegnum myndbandavefinn Youtube án samþykkis foreldra þeirra. Bandarísk lög banna fyrirtækjum að safna og deila persónuupplýsingum um börn yngri en þrettán ára án samþykkis foreldra þeirra. Google er engu að síður sakað um að hafa beint myndböndum á Youtube sérstaklega að börnum og nýtt vinsældir þeirra á meðal barna til að selja auglýsendum þjónustu sína. Google viðurkenndi ekki sök en féllst á að greiða 136 milljónir dollara, jafnvirði rúmra sautján milljarða íslenskra króna, í sekt til Alríkisviðskiptastofnunar Bandaríkjanna (FTC) auk 34 milljóna dollara, jafnvirði rúmra fjögurra milljarða króna til New York-ríkis sem einnig rannsakaði ásakanirnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Réttindasamtök barna gagnrýna engu að síður að sektin sé alltof lág til að hafa áhrif á Google. Alphabet, móðurfyrirtæki Google, hagnaðist þannig um tæpan 31 milljarð dollara í fyrra, aðallega í gegnum auglýsingar sem eru sérsniðnar að notendum. Með sáttinni lofar Google að afla staðfests samþykkis frá foreldrum barna áður en fyrirtækið safna eða deilir persónuupplýsingum um börn þeirra og að nota ekki þær upplýsingar frekar sem það hefur þegar aflað.
Google Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira