Bauðst til að selja Trump nýja hljóðfráa eldflaug Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2019 12:13 Vladimir Pútín, forseti Rússlands. AP/Alexander Nemenov Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að Rússar muni framleiða nýjar tegundir eldflauga sem voru áður bannaðar í sáttmála á milli Rússlands og Bandaríkjanna (INF) sem rann út í síðasta mánuði. Hann segir þó að Rússar muni ekki skipa eldflaugunum niður nema Bandaríkin geri það fyrst. Pútín varaði við nýju vopnakapphlaupi. Forsetinn rússneski sagðist, samkvæmt Reuters, einnig hafa hringt í Trump nýverið og boðið honum að kaupa eintak af nýrri tegund hljóðfráa eldflauga sem Rússar væru að þróa. Pútín sagði Trump þó hafa hafnað því boði og sagt að Bandaríkin væru að þróa eigin hljóðfráar eldflaugar. Sáttmálinn sem féll úr gildi í síðasta mánuði heitir á Intermediate-Range Nuclear Forcest Treaty á ensku, eða INF. Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev sömdu um INF sem ætlað var að koma í veg fyrir að ríkin tvö gætu gert kjarnorkuárásir með skömmum fyrirvara. Samkvæmt INF máttu hvorki Bandaríkin né Rússland eiga eldflaugar sem drægju 500 til 5.500 kílómetra. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hafa lengi sakað Rússa um að brjóta gegn sáttmálanum. Þá hefur ríkisstjórn Donald Trump sagt að vel kæmi til greina að gera nýjan sáttmála en þá þyrftu aðrar þjóðir, og þá sérstaklega Kínverjar, að koma að honum einnig. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hafði einmitt orð á því við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Reykjavíkur, að Kínverjar og Indverjar þyrftu einnig að koma að mögulegum viðræðum um afkjarnavopnun í Höfða.Sjá einnig: Bauð fram Höfða til að taka upp þráðinn í afvopnunarviðræðumEftir að sáttmálanum var rift gerðu Bandaríkin tilraun með eldflaug sem hitti skotmark sitt í rúmlega 500 kílómetra fjarlægð. Um er að ræða útgáfu af Tomahawk-eldflauginni sem getur borið kjarnorkuvopn. Yfirvöld Rússlands og Kína kvörtuðu yfir því tilraunaskoti og sökuðu Bandaríkin um að koma nýju vopnakapphlaupi af stað, þó bæði ríkin hafi staðið að þróun nýrra eldflauga undanfarin ár.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninumPútín sagði hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa velt vöngum yfir því að koma slíkum eldflaugum fyrir í Japan og Suður-Kóreu og sagði það valda Rússum áhyggjum. Þaðan gæti þeim verið skotið að Rússlandi. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa þó sagt að helst komi til greina að skipa eldflaugunum niður á Gvam. Bandaríkin Kína NATO Rússland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að Rússar muni framleiða nýjar tegundir eldflauga sem voru áður bannaðar í sáttmála á milli Rússlands og Bandaríkjanna (INF) sem rann út í síðasta mánuði. Hann segir þó að Rússar muni ekki skipa eldflaugunum niður nema Bandaríkin geri það fyrst. Pútín varaði við nýju vopnakapphlaupi. Forsetinn rússneski sagðist, samkvæmt Reuters, einnig hafa hringt í Trump nýverið og boðið honum að kaupa eintak af nýrri tegund hljóðfráa eldflauga sem Rússar væru að þróa. Pútín sagði Trump þó hafa hafnað því boði og sagt að Bandaríkin væru að þróa eigin hljóðfráar eldflaugar. Sáttmálinn sem féll úr gildi í síðasta mánuði heitir á Intermediate-Range Nuclear Forcest Treaty á ensku, eða INF. Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev sömdu um INF sem ætlað var að koma í veg fyrir að ríkin tvö gætu gert kjarnorkuárásir með skömmum fyrirvara. Samkvæmt INF máttu hvorki Bandaríkin né Rússland eiga eldflaugar sem drægju 500 til 5.500 kílómetra. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hafa lengi sakað Rússa um að brjóta gegn sáttmálanum. Þá hefur ríkisstjórn Donald Trump sagt að vel kæmi til greina að gera nýjan sáttmála en þá þyrftu aðrar þjóðir, og þá sérstaklega Kínverjar, að koma að honum einnig. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hafði einmitt orð á því við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Reykjavíkur, að Kínverjar og Indverjar þyrftu einnig að koma að mögulegum viðræðum um afkjarnavopnun í Höfða.Sjá einnig: Bauð fram Höfða til að taka upp þráðinn í afvopnunarviðræðumEftir að sáttmálanum var rift gerðu Bandaríkin tilraun með eldflaug sem hitti skotmark sitt í rúmlega 500 kílómetra fjarlægð. Um er að ræða útgáfu af Tomahawk-eldflauginni sem getur borið kjarnorkuvopn. Yfirvöld Rússlands og Kína kvörtuðu yfir því tilraunaskoti og sökuðu Bandaríkin um að koma nýju vopnakapphlaupi af stað, þó bæði ríkin hafi staðið að þróun nýrra eldflauga undanfarin ár.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninumPútín sagði hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa velt vöngum yfir því að koma slíkum eldflaugum fyrir í Japan og Suður-Kóreu og sagði það valda Rússum áhyggjum. Þaðan gæti þeim verið skotið að Rússlandi. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa þó sagt að helst komi til greina að skipa eldflaugunum niður á Gvam.
Bandaríkin Kína NATO Rússland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira