Hefði viljað meiri varfærni í útgjöldum og meiri metnað í fjárfestingaráformum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. september 2019 12:22 Þorsteinn segir áframhaldandi vöxt ríkisútgjalda varasaman. Hann óttast að efnahagslegar forsendur fjárlagafrumvarpsins muni ekki standast og að grípa þurfi til niðurskurðar. Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, hefði viljað að ríkisstjórnin sýndi meiri varfærni í útgjaldaaukningu en mun meiri metnað í fjárfestingaráformum. Hann er þó ánægður með breytingar á tekjuskattskerfinu. Nú sé rétti tímapunkturinn til að lækka skatta á almenning. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2020 í morgun. þar kom fram að með lækkun tekjuskatts myndu ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu hækka um rúmar 120 þúsund krónur á ári. Sjá nánar: Fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp fyrir árið 2020 „Það er auðvitað fagnaðarefni að sjá að verið er að lækka tekjuskatt á almenning og þá sjáum við núna útfærslu á áformum ríkisstjórnarinnar í þeim efnum. Við í Viðreisn hefðum viljað útfæra þetta með aðeins öðrum hætti en það er engu að síður mjög gott að sjá það.Þetta er réttur tímapunktur til að lækka skatta á almenning nú þegar tekið er að dragast saman í efnahagslífinu. Þannig að við fögnum því.“ Þorsteinn segir áframhaldandi vöxt ríkisútgjalda varasaman. Hann óttast að efnahagslegar forsendur fjárlagafrumvarpsins muni ekki standast og að grípa þurfi til niðurskurðar þegar endurskoðuð hagspá Hagstofunnar birtist í nóvember. „Stærsti vankantur þessa frumvarps sýnist mér vera algjörlega óraunhæfar efnahagsforsendur, allt of mikil áhersla á áframhaldandi útgjaldavöxt á málefnasviðum en allt of lítil fjárfesting og þar skortir sérstaklega mikið upp á að verið sé að takast á við þann vanda sem hefur safnast upp í vegakerfinu okkar á undanförnum áratug í kjölfar mikils fjárfestingarsveltis sem hefur einkennt áratuginn eftir hrun,“ segir Þorsteinn. Opinberar fjárfestingar hafi verið í algjöru lágmarki undangenginn áratug. „Þetta er langbesti tímapunkturinn fyrir ríkissjóð til að spíta myndarlega í opinberar fjárfestingar og þá sérstaklega vegaframkvæmdir.“ Að óbreyttu telur Þorsteinn að hallinn muni verða umtalsverður og meiri en fjármálastefna heimilar. Hann er sannfærður um að fjárlaganefnd muni þurfa að endurskoða útgjaldaáformin „myndarlega,“ eins og hann kemst sjálfur að orði. Þorsteinn tjáði sig einnig um fjárlagafrumvarpið á Facebooksíðu sinni í dag en stöðuuppfærsluna má lesa hér að neðan. Alþingi Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir Gert ráð fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs verði „í jafnvægi“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir 2020 í morgun. Gert er ráð fyrir eins milljarðs afgangi. 6. september 2019 08:45 Lækka tekjuskatt hraðar en áformað var Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. 6. september 2019 08:56 Fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp fyrir árið 2020 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag rumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020. Blaðamannafundur hófst í fjármála-og efnahagsráðuneytinu klukkan 8:30 og var Vísir með beina útsendingu þaðan. 6. september 2019 07:45 Heilbrigðiskerfið kostar 729.526 krónur á mann Í fjárlagafrumvarpi næsta árs sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í morgun gætir þeirrar nýbreytni í kynningarefni frumvarpsins hafa útgjöld á mann eftir völdum málaflokkum verið reiknuð út. 6. september 2019 10:57 Flest gjöld hækka um 2,5 prósent Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár stendur til að hækka öll helstu gjöld sem Íslendingar greiða um 2,5 prósent um áramótin. 6. september 2019 11:05 Framlög til þjóðkirkjunnar aukin um 860 milljónir Alls munu framlög til kirkjunnar nema 2.981 milljónum króna á næsta ári. 6. september 2019 09:34 Persónuafsláttur lækkar um rúmar 5.000 krónur á næstu tveimur árum Lækkunin kemur til framkvæmda í lok innleiðingar nýs skattkerfis árið 2021. 6. september 2019 11:52 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, hefði viljað að ríkisstjórnin sýndi meiri varfærni í útgjaldaaukningu en mun meiri metnað í fjárfestingaráformum. Hann er þó ánægður með breytingar á tekjuskattskerfinu. Nú sé rétti tímapunkturinn til að lækka skatta á almenning. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2020 í morgun. þar kom fram að með lækkun tekjuskatts myndu ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu hækka um rúmar 120 þúsund krónur á ári. Sjá nánar: Fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp fyrir árið 2020 „Það er auðvitað fagnaðarefni að sjá að verið er að lækka tekjuskatt á almenning og þá sjáum við núna útfærslu á áformum ríkisstjórnarinnar í þeim efnum. Við í Viðreisn hefðum viljað útfæra þetta með aðeins öðrum hætti en það er engu að síður mjög gott að sjá það.Þetta er réttur tímapunktur til að lækka skatta á almenning nú þegar tekið er að dragast saman í efnahagslífinu. Þannig að við fögnum því.“ Þorsteinn segir áframhaldandi vöxt ríkisútgjalda varasaman. Hann óttast að efnahagslegar forsendur fjárlagafrumvarpsins muni ekki standast og að grípa þurfi til niðurskurðar þegar endurskoðuð hagspá Hagstofunnar birtist í nóvember. „Stærsti vankantur þessa frumvarps sýnist mér vera algjörlega óraunhæfar efnahagsforsendur, allt of mikil áhersla á áframhaldandi útgjaldavöxt á málefnasviðum en allt of lítil fjárfesting og þar skortir sérstaklega mikið upp á að verið sé að takast á við þann vanda sem hefur safnast upp í vegakerfinu okkar á undanförnum áratug í kjölfar mikils fjárfestingarsveltis sem hefur einkennt áratuginn eftir hrun,“ segir Þorsteinn. Opinberar fjárfestingar hafi verið í algjöru lágmarki undangenginn áratug. „Þetta er langbesti tímapunkturinn fyrir ríkissjóð til að spíta myndarlega í opinberar fjárfestingar og þá sérstaklega vegaframkvæmdir.“ Að óbreyttu telur Þorsteinn að hallinn muni verða umtalsverður og meiri en fjármálastefna heimilar. Hann er sannfærður um að fjárlaganefnd muni þurfa að endurskoða útgjaldaáformin „myndarlega,“ eins og hann kemst sjálfur að orði. Þorsteinn tjáði sig einnig um fjárlagafrumvarpið á Facebooksíðu sinni í dag en stöðuuppfærsluna má lesa hér að neðan.
Alþingi Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir Gert ráð fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs verði „í jafnvægi“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir 2020 í morgun. Gert er ráð fyrir eins milljarðs afgangi. 6. september 2019 08:45 Lækka tekjuskatt hraðar en áformað var Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. 6. september 2019 08:56 Fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp fyrir árið 2020 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag rumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020. Blaðamannafundur hófst í fjármála-og efnahagsráðuneytinu klukkan 8:30 og var Vísir með beina útsendingu þaðan. 6. september 2019 07:45 Heilbrigðiskerfið kostar 729.526 krónur á mann Í fjárlagafrumvarpi næsta árs sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í morgun gætir þeirrar nýbreytni í kynningarefni frumvarpsins hafa útgjöld á mann eftir völdum málaflokkum verið reiknuð út. 6. september 2019 10:57 Flest gjöld hækka um 2,5 prósent Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár stendur til að hækka öll helstu gjöld sem Íslendingar greiða um 2,5 prósent um áramótin. 6. september 2019 11:05 Framlög til þjóðkirkjunnar aukin um 860 milljónir Alls munu framlög til kirkjunnar nema 2.981 milljónum króna á næsta ári. 6. september 2019 09:34 Persónuafsláttur lækkar um rúmar 5.000 krónur á næstu tveimur árum Lækkunin kemur til framkvæmda í lok innleiðingar nýs skattkerfis árið 2021. 6. september 2019 11:52 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Gert ráð fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs verði „í jafnvægi“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir 2020 í morgun. Gert er ráð fyrir eins milljarðs afgangi. 6. september 2019 08:45
Lækka tekjuskatt hraðar en áformað var Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. 6. september 2019 08:56
Fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp fyrir árið 2020 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag rumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020. Blaðamannafundur hófst í fjármála-og efnahagsráðuneytinu klukkan 8:30 og var Vísir með beina útsendingu þaðan. 6. september 2019 07:45
Heilbrigðiskerfið kostar 729.526 krónur á mann Í fjárlagafrumvarpi næsta árs sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í morgun gætir þeirrar nýbreytni í kynningarefni frumvarpsins hafa útgjöld á mann eftir völdum málaflokkum verið reiknuð út. 6. september 2019 10:57
Flest gjöld hækka um 2,5 prósent Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár stendur til að hækka öll helstu gjöld sem Íslendingar greiða um 2,5 prósent um áramótin. 6. september 2019 11:05
Framlög til þjóðkirkjunnar aukin um 860 milljónir Alls munu framlög til kirkjunnar nema 2.981 milljónum króna á næsta ári. 6. september 2019 09:34
Persónuafsláttur lækkar um rúmar 5.000 krónur á næstu tveimur árum Lækkunin kemur til framkvæmda í lok innleiðingar nýs skattkerfis árið 2021. 6. september 2019 11:52