Áhrif hlýnunar á minjar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. september 2019 10:00 Guðmundur er ánægður á heimaslóðum í Blönduhlíð í Skagafirði. Hann er að byggja hús á jörð foreldra sinna á Kringlumýri. „Ég kem kannski ekki til með að leysa öll heimsins vandamál en ég ætla að fara aðeins yfir það hvaða áhrif hækkandi hitastig og aukin úrkoma geta haft á varðveislu minja, bæði standandi og undir yfirborði.“ Þetta segir Guðmundur Stefán Sigurðarson, minjavörður Norðurlands vestra, um erindi sitt á málþingi í Kakalaskála í dag. Guðmundur er þátttakandi, fyrir Íslands hönd, í verkefni sem nefnist Aðlögun menningarminja á Norðurslóðum að loftslagsbreytingum og kveðst ætla að lýsa því svolítið á málþinginu. Hann nefnir hækkun sjávarborðs og breytingar á útbreiðslu dýra, smárra og stórra, meðal þess sem fylgi breytingum á veðrakerfum. „Veggjatítlur nema lönd þegar skilyrði batna fyrir þær. Svo hverfa minjar í gróður í auknum mæli og aukin hætta er á gróðureldum.“ Ýmislegt er sérstakt við Ísland sem ekki er alheimsvandamál, að sögn Guðmundar. „Í okkar umhverfi eru margar minjar úr torfi og grjóti og það byggingarefni bregst öðruvísi við aukinni úrkomu en grjóthlaðnir kastalar í öðrum löndum,“ tekur hann sem dæmi. Guðmundur kveðst hafa unnið í tíu ár hjá hjá Guðnýju Zoëga í fornleifadeild Skagfirðinga áður en hann hóf störf hjá Minjastofnun. „Þetta svæði er endalaus uppspretta rannsóknarefna á þessu sviði, sagan er við hvert fótmál hér eins og víðar. Þar sem búseta hefur verið frá landnámi, eða upp úr því, geymir jörðin heilmiklar upplýsingar. Það er því úr ýmsu að moða,“ segir hann og bendir á að Skagfirðingar hafi verið duglegir að halda utan um menningararf sinn með ritun byggðasögu og starfrækslu fornleifadeildar hjá Byggðasafni Skagfirðinga. Nefnir líka stóra fornleifauppgrefti á Hólum og í Hegranesi sem unnið hafi verið að síðasta áratuginn. Guðmundur er að byggja á jörð foreldra sinna á Kringlumýri. Þar stendur Kakalaskáli og í honum var opnuð sögu- og listasýning um Þórð kakala í lok ágúst. „Það voru 14 listamenn frá tíu þjóðlöndum sem unnu hér í þrjár vikur í listamannabúðum í vor, hver og einn skilaði tveimur verkum og einhverjum sameiginlegum. Þau mynda sýninguna og svo er hlýtt á leiðsögn föður míns, Sigurðar Hansen, á ferðalagi gegnum þessa sýningu.“ Málþingið er opið öllum endurgjaldslaust. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Sjá meira
„Ég kem kannski ekki til með að leysa öll heimsins vandamál en ég ætla að fara aðeins yfir það hvaða áhrif hækkandi hitastig og aukin úrkoma geta haft á varðveislu minja, bæði standandi og undir yfirborði.“ Þetta segir Guðmundur Stefán Sigurðarson, minjavörður Norðurlands vestra, um erindi sitt á málþingi í Kakalaskála í dag. Guðmundur er þátttakandi, fyrir Íslands hönd, í verkefni sem nefnist Aðlögun menningarminja á Norðurslóðum að loftslagsbreytingum og kveðst ætla að lýsa því svolítið á málþinginu. Hann nefnir hækkun sjávarborðs og breytingar á útbreiðslu dýra, smárra og stórra, meðal þess sem fylgi breytingum á veðrakerfum. „Veggjatítlur nema lönd þegar skilyrði batna fyrir þær. Svo hverfa minjar í gróður í auknum mæli og aukin hætta er á gróðureldum.“ Ýmislegt er sérstakt við Ísland sem ekki er alheimsvandamál, að sögn Guðmundar. „Í okkar umhverfi eru margar minjar úr torfi og grjóti og það byggingarefni bregst öðruvísi við aukinni úrkomu en grjóthlaðnir kastalar í öðrum löndum,“ tekur hann sem dæmi. Guðmundur kveðst hafa unnið í tíu ár hjá hjá Guðnýju Zoëga í fornleifadeild Skagfirðinga áður en hann hóf störf hjá Minjastofnun. „Þetta svæði er endalaus uppspretta rannsóknarefna á þessu sviði, sagan er við hvert fótmál hér eins og víðar. Þar sem búseta hefur verið frá landnámi, eða upp úr því, geymir jörðin heilmiklar upplýsingar. Það er því úr ýmsu að moða,“ segir hann og bendir á að Skagfirðingar hafi verið duglegir að halda utan um menningararf sinn með ritun byggðasögu og starfrækslu fornleifadeildar hjá Byggðasafni Skagfirðinga. Nefnir líka stóra fornleifauppgrefti á Hólum og í Hegranesi sem unnið hafi verið að síðasta áratuginn. Guðmundur er að byggja á jörð foreldra sinna á Kringlumýri. Þar stendur Kakalaskáli og í honum var opnuð sögu- og listasýning um Þórð kakala í lok ágúst. „Það voru 14 listamenn frá tíu þjóðlöndum sem unnu hér í þrjár vikur í listamannabúðum í vor, hver og einn skilaði tveimur verkum og einhverjum sameiginlegum. Þau mynda sýninguna og svo er hlýtt á leiðsögn föður míns, Sigurðar Hansen, á ferðalagi gegnum þessa sýningu.“ Málþingið er opið öllum endurgjaldslaust.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Sjá meira