Fjárfestirinn sem vill leggja sæstreng til Íslands hótar að hætta við verksmiðjuna Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. september 2019 10:20 Edi Truell var á árum áður ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þegar hinn síðarnefndi var borgarstjóri Lundúna. Skjáskot/Youtube Edi Truell, breskur fjárfestir sem vinnur að því að koma á fót sæstreng á milli Bretlands og Íslands, hótar því nú að hætta við byggingu verksmiðju vegna verkefnisins á Englandi. Truell kveðst munu reisa verksmiðjuna í Þýskalandi, fái hann ekki stuðning breskra stjórnvalda. Fjallað er um málið í frétt Sunday Times sem birtist á vef blaðsins í nótt. Þar er greint frá því að fyrirætlanir Truells um byggingu verksmiðju, sem framleiða á leiðslurnar til að nota í fyrirhugaðan sæstreng til Íslands, í Teesside í norðausturhluta Englands séu í uppnámi sem aldrei fyrr.Sjá einnig: Times fjallar enn um sæstrengsáhuga BretansÍ vor var greint frá því að Truell hafi krafist þess að yfirvöld í Bretlandi skilgreini fyrirtækið Atlantic Superconnection sem erlendan raforkuframleiðanda og samþykki lagningu sæstrengs til Íslands. Skilgreiningin myndi gera fyrirtækinu kleift að selja raforku á niðurgreiddu verði og mun það vera stór þáttur í því að Truell geti fengið fjárfesta að verkefninu, sem kallast IceLink. Truell hefur lengi þrýst á bresk stjórnvöld um að greiða götu verkefnisins.Sæstrengurinn yrði mögulega sá lengsti í heimi og færi á milli meginlands Englands og Íslands.Google MapsÍ frétt Sunday Times segir að Truell hafi í desember síðastliðnum skrifað bréf til Gregs Clarks, þáverandi viðskiptaráðherra Bretlands, og hótað því að hann myndi reisa verksmiðjuna í Þýskalandi í staðinn. Truell hefur heitið því að verksmiðjan í Teesside myndi skapa um 800 störf. Í bréfinu á Truell að hafa lýst yfir megnri óánægju með það að Claire Perry, þingmaður Íhaldsflokksins og undirmaður Clarks í ráðuneytinu, hafi hafnað verkefninu, einkum í ljósi þess að Clark sjálfur hafi lýst yfir stuðningi við fyrirætlanir Truells. Truell er jafnframt sagður hafa fullyrt í bréfinu að yfirvöld í Þýskalandi hafi haft samband við sig og lýst yfir áhuga á verksmiðjunni. Ekki kemur fram í frétt Sunday Times hvort möguleg staðsetning verksmiðjunnar í Þýskalandi hefði áhrif á hugmyndir Truells um lagningu sæstrengsins til Íslands. Sæstrengsmál hafa mikið verið í umræðunni á Íslandi að undanförnu vegna þriðja orkupakkans svokallaða sem var samþykktur á Alþingi síðasta mánudag. Andstæðingar hans vilja meina að með samþykkt hans muni íslensk yfirvöld hafa minna um það að segja hvort hingað verði lagði sæstrengur eða ekki. Sérfræðingar hafa hins vegar bent á að ekkert sé í þriðja orkupakkanum sem feli í sér kvaðir um lagningu sæstrengs. Bretland Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Rætt við fjárfesta um lagningu raforkusæstrengs til Bretlands Breskur fjárfestir, Edi Truell, vinnur nú að því að afla fjár hjá fjárfestum til þess að leggja sæstreng frá Íslandi til Bretlands sem flutt getur nægilegt rafmagn til að skaffa tveimur milljónum heimila orku. 10. febrúar 2014 07:37 Breskur fjárfestir leitar á náðir ríkisins vegna sæstrengs til Íslands Edi Truell, breskur fjárfestir, krefst þess að yfirvöld Bretlands skilgreini fyrirtækið Atlantic Superconnection sem erlendan raforkuframleiðanda og samþykki lagningu sæstrengs til Íslands. 27. maí 2019 15:00 Times fjallar enn um sæstrengsáhuga Bretans Breski fjárfestirinn Edi Truell, sem vinnur að því að koma á fót sæstreng á milli Bretlands og Íslands, er í frétt breska blaðsins The Times í gær enn sagður þrýsta á bresk yfirvöld um að stjórnvöld þar í landi greiði götu verkefnisins. 26. ágúst 2019 10:15 Mest lesið „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Sjá meira
Edi Truell, breskur fjárfestir sem vinnur að því að koma á fót sæstreng á milli Bretlands og Íslands, hótar því nú að hætta við byggingu verksmiðju vegna verkefnisins á Englandi. Truell kveðst munu reisa verksmiðjuna í Þýskalandi, fái hann ekki stuðning breskra stjórnvalda. Fjallað er um málið í frétt Sunday Times sem birtist á vef blaðsins í nótt. Þar er greint frá því að fyrirætlanir Truells um byggingu verksmiðju, sem framleiða á leiðslurnar til að nota í fyrirhugaðan sæstreng til Íslands, í Teesside í norðausturhluta Englands séu í uppnámi sem aldrei fyrr.Sjá einnig: Times fjallar enn um sæstrengsáhuga BretansÍ vor var greint frá því að Truell hafi krafist þess að yfirvöld í Bretlandi skilgreini fyrirtækið Atlantic Superconnection sem erlendan raforkuframleiðanda og samþykki lagningu sæstrengs til Íslands. Skilgreiningin myndi gera fyrirtækinu kleift að selja raforku á niðurgreiddu verði og mun það vera stór þáttur í því að Truell geti fengið fjárfesta að verkefninu, sem kallast IceLink. Truell hefur lengi þrýst á bresk stjórnvöld um að greiða götu verkefnisins.Sæstrengurinn yrði mögulega sá lengsti í heimi og færi á milli meginlands Englands og Íslands.Google MapsÍ frétt Sunday Times segir að Truell hafi í desember síðastliðnum skrifað bréf til Gregs Clarks, þáverandi viðskiptaráðherra Bretlands, og hótað því að hann myndi reisa verksmiðjuna í Þýskalandi í staðinn. Truell hefur heitið því að verksmiðjan í Teesside myndi skapa um 800 störf. Í bréfinu á Truell að hafa lýst yfir megnri óánægju með það að Claire Perry, þingmaður Íhaldsflokksins og undirmaður Clarks í ráðuneytinu, hafi hafnað verkefninu, einkum í ljósi þess að Clark sjálfur hafi lýst yfir stuðningi við fyrirætlanir Truells. Truell er jafnframt sagður hafa fullyrt í bréfinu að yfirvöld í Þýskalandi hafi haft samband við sig og lýst yfir áhuga á verksmiðjunni. Ekki kemur fram í frétt Sunday Times hvort möguleg staðsetning verksmiðjunnar í Þýskalandi hefði áhrif á hugmyndir Truells um lagningu sæstrengsins til Íslands. Sæstrengsmál hafa mikið verið í umræðunni á Íslandi að undanförnu vegna þriðja orkupakkans svokallaða sem var samþykktur á Alþingi síðasta mánudag. Andstæðingar hans vilja meina að með samþykkt hans muni íslensk yfirvöld hafa minna um það að segja hvort hingað verði lagði sæstrengur eða ekki. Sérfræðingar hafa hins vegar bent á að ekkert sé í þriðja orkupakkanum sem feli í sér kvaðir um lagningu sæstrengs.
Bretland Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Rætt við fjárfesta um lagningu raforkusæstrengs til Bretlands Breskur fjárfestir, Edi Truell, vinnur nú að því að afla fjár hjá fjárfestum til þess að leggja sæstreng frá Íslandi til Bretlands sem flutt getur nægilegt rafmagn til að skaffa tveimur milljónum heimila orku. 10. febrúar 2014 07:37 Breskur fjárfestir leitar á náðir ríkisins vegna sæstrengs til Íslands Edi Truell, breskur fjárfestir, krefst þess að yfirvöld Bretlands skilgreini fyrirtækið Atlantic Superconnection sem erlendan raforkuframleiðanda og samþykki lagningu sæstrengs til Íslands. 27. maí 2019 15:00 Times fjallar enn um sæstrengsáhuga Bretans Breski fjárfestirinn Edi Truell, sem vinnur að því að koma á fót sæstreng á milli Bretlands og Íslands, er í frétt breska blaðsins The Times í gær enn sagður þrýsta á bresk yfirvöld um að stjórnvöld þar í landi greiði götu verkefnisins. 26. ágúst 2019 10:15 Mest lesið „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Sjá meira
Rætt við fjárfesta um lagningu raforkusæstrengs til Bretlands Breskur fjárfestir, Edi Truell, vinnur nú að því að afla fjár hjá fjárfestum til þess að leggja sæstreng frá Íslandi til Bretlands sem flutt getur nægilegt rafmagn til að skaffa tveimur milljónum heimila orku. 10. febrúar 2014 07:37
Breskur fjárfestir leitar á náðir ríkisins vegna sæstrengs til Íslands Edi Truell, breskur fjárfestir, krefst þess að yfirvöld Bretlands skilgreini fyrirtækið Atlantic Superconnection sem erlendan raforkuframleiðanda og samþykki lagningu sæstrengs til Íslands. 27. maí 2019 15:00
Times fjallar enn um sæstrengsáhuga Bretans Breski fjárfestirinn Edi Truell, sem vinnur að því að koma á fót sæstreng á milli Bretlands og Íslands, er í frétt breska blaðsins The Times í gær enn sagður þrýsta á bresk yfirvöld um að stjórnvöld þar í landi greiði götu verkefnisins. 26. ágúst 2019 10:15