Fjárfestirinn sem vill leggja sæstreng til Íslands hótar að hætta við verksmiðjuna Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. september 2019 10:20 Edi Truell var á árum áður ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þegar hinn síðarnefndi var borgarstjóri Lundúna. Skjáskot/Youtube Edi Truell, breskur fjárfestir sem vinnur að því að koma á fót sæstreng á milli Bretlands og Íslands, hótar því nú að hætta við byggingu verksmiðju vegna verkefnisins á Englandi. Truell kveðst munu reisa verksmiðjuna í Þýskalandi, fái hann ekki stuðning breskra stjórnvalda. Fjallað er um málið í frétt Sunday Times sem birtist á vef blaðsins í nótt. Þar er greint frá því að fyrirætlanir Truells um byggingu verksmiðju, sem framleiða á leiðslurnar til að nota í fyrirhugaðan sæstreng til Íslands, í Teesside í norðausturhluta Englands séu í uppnámi sem aldrei fyrr.Sjá einnig: Times fjallar enn um sæstrengsáhuga BretansÍ vor var greint frá því að Truell hafi krafist þess að yfirvöld í Bretlandi skilgreini fyrirtækið Atlantic Superconnection sem erlendan raforkuframleiðanda og samþykki lagningu sæstrengs til Íslands. Skilgreiningin myndi gera fyrirtækinu kleift að selja raforku á niðurgreiddu verði og mun það vera stór þáttur í því að Truell geti fengið fjárfesta að verkefninu, sem kallast IceLink. Truell hefur lengi þrýst á bresk stjórnvöld um að greiða götu verkefnisins.Sæstrengurinn yrði mögulega sá lengsti í heimi og færi á milli meginlands Englands og Íslands.Google MapsÍ frétt Sunday Times segir að Truell hafi í desember síðastliðnum skrifað bréf til Gregs Clarks, þáverandi viðskiptaráðherra Bretlands, og hótað því að hann myndi reisa verksmiðjuna í Þýskalandi í staðinn. Truell hefur heitið því að verksmiðjan í Teesside myndi skapa um 800 störf. Í bréfinu á Truell að hafa lýst yfir megnri óánægju með það að Claire Perry, þingmaður Íhaldsflokksins og undirmaður Clarks í ráðuneytinu, hafi hafnað verkefninu, einkum í ljósi þess að Clark sjálfur hafi lýst yfir stuðningi við fyrirætlanir Truells. Truell er jafnframt sagður hafa fullyrt í bréfinu að yfirvöld í Þýskalandi hafi haft samband við sig og lýst yfir áhuga á verksmiðjunni. Ekki kemur fram í frétt Sunday Times hvort möguleg staðsetning verksmiðjunnar í Þýskalandi hefði áhrif á hugmyndir Truells um lagningu sæstrengsins til Íslands. Sæstrengsmál hafa mikið verið í umræðunni á Íslandi að undanförnu vegna þriðja orkupakkans svokallaða sem var samþykktur á Alþingi síðasta mánudag. Andstæðingar hans vilja meina að með samþykkt hans muni íslensk yfirvöld hafa minna um það að segja hvort hingað verði lagði sæstrengur eða ekki. Sérfræðingar hafa hins vegar bent á að ekkert sé í þriðja orkupakkanum sem feli í sér kvaðir um lagningu sæstrengs. Bretland Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Rætt við fjárfesta um lagningu raforkusæstrengs til Bretlands Breskur fjárfestir, Edi Truell, vinnur nú að því að afla fjár hjá fjárfestum til þess að leggja sæstreng frá Íslandi til Bretlands sem flutt getur nægilegt rafmagn til að skaffa tveimur milljónum heimila orku. 10. febrúar 2014 07:37 Breskur fjárfestir leitar á náðir ríkisins vegna sæstrengs til Íslands Edi Truell, breskur fjárfestir, krefst þess að yfirvöld Bretlands skilgreini fyrirtækið Atlantic Superconnection sem erlendan raforkuframleiðanda og samþykki lagningu sæstrengs til Íslands. 27. maí 2019 15:00 Times fjallar enn um sæstrengsáhuga Bretans Breski fjárfestirinn Edi Truell, sem vinnur að því að koma á fót sæstreng á milli Bretlands og Íslands, er í frétt breska blaðsins The Times í gær enn sagður þrýsta á bresk yfirvöld um að stjórnvöld þar í landi greiði götu verkefnisins. 26. ágúst 2019 10:15 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Edi Truell, breskur fjárfestir sem vinnur að því að koma á fót sæstreng á milli Bretlands og Íslands, hótar því nú að hætta við byggingu verksmiðju vegna verkefnisins á Englandi. Truell kveðst munu reisa verksmiðjuna í Þýskalandi, fái hann ekki stuðning breskra stjórnvalda. Fjallað er um málið í frétt Sunday Times sem birtist á vef blaðsins í nótt. Þar er greint frá því að fyrirætlanir Truells um byggingu verksmiðju, sem framleiða á leiðslurnar til að nota í fyrirhugaðan sæstreng til Íslands, í Teesside í norðausturhluta Englands séu í uppnámi sem aldrei fyrr.Sjá einnig: Times fjallar enn um sæstrengsáhuga BretansÍ vor var greint frá því að Truell hafi krafist þess að yfirvöld í Bretlandi skilgreini fyrirtækið Atlantic Superconnection sem erlendan raforkuframleiðanda og samþykki lagningu sæstrengs til Íslands. Skilgreiningin myndi gera fyrirtækinu kleift að selja raforku á niðurgreiddu verði og mun það vera stór þáttur í því að Truell geti fengið fjárfesta að verkefninu, sem kallast IceLink. Truell hefur lengi þrýst á bresk stjórnvöld um að greiða götu verkefnisins.Sæstrengurinn yrði mögulega sá lengsti í heimi og færi á milli meginlands Englands og Íslands.Google MapsÍ frétt Sunday Times segir að Truell hafi í desember síðastliðnum skrifað bréf til Gregs Clarks, þáverandi viðskiptaráðherra Bretlands, og hótað því að hann myndi reisa verksmiðjuna í Þýskalandi í staðinn. Truell hefur heitið því að verksmiðjan í Teesside myndi skapa um 800 störf. Í bréfinu á Truell að hafa lýst yfir megnri óánægju með það að Claire Perry, þingmaður Íhaldsflokksins og undirmaður Clarks í ráðuneytinu, hafi hafnað verkefninu, einkum í ljósi þess að Clark sjálfur hafi lýst yfir stuðningi við fyrirætlanir Truells. Truell er jafnframt sagður hafa fullyrt í bréfinu að yfirvöld í Þýskalandi hafi haft samband við sig og lýst yfir áhuga á verksmiðjunni. Ekki kemur fram í frétt Sunday Times hvort möguleg staðsetning verksmiðjunnar í Þýskalandi hefði áhrif á hugmyndir Truells um lagningu sæstrengsins til Íslands. Sæstrengsmál hafa mikið verið í umræðunni á Íslandi að undanförnu vegna þriðja orkupakkans svokallaða sem var samþykktur á Alþingi síðasta mánudag. Andstæðingar hans vilja meina að með samþykkt hans muni íslensk yfirvöld hafa minna um það að segja hvort hingað verði lagði sæstrengur eða ekki. Sérfræðingar hafa hins vegar bent á að ekkert sé í þriðja orkupakkanum sem feli í sér kvaðir um lagningu sæstrengs.
Bretland Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Rætt við fjárfesta um lagningu raforkusæstrengs til Bretlands Breskur fjárfestir, Edi Truell, vinnur nú að því að afla fjár hjá fjárfestum til þess að leggja sæstreng frá Íslandi til Bretlands sem flutt getur nægilegt rafmagn til að skaffa tveimur milljónum heimila orku. 10. febrúar 2014 07:37 Breskur fjárfestir leitar á náðir ríkisins vegna sæstrengs til Íslands Edi Truell, breskur fjárfestir, krefst þess að yfirvöld Bretlands skilgreini fyrirtækið Atlantic Superconnection sem erlendan raforkuframleiðanda og samþykki lagningu sæstrengs til Íslands. 27. maí 2019 15:00 Times fjallar enn um sæstrengsáhuga Bretans Breski fjárfestirinn Edi Truell, sem vinnur að því að koma á fót sæstreng á milli Bretlands og Íslands, er í frétt breska blaðsins The Times í gær enn sagður þrýsta á bresk yfirvöld um að stjórnvöld þar í landi greiði götu verkefnisins. 26. ágúst 2019 10:15 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Rætt við fjárfesta um lagningu raforkusæstrengs til Bretlands Breskur fjárfestir, Edi Truell, vinnur nú að því að afla fjár hjá fjárfestum til þess að leggja sæstreng frá Íslandi til Bretlands sem flutt getur nægilegt rafmagn til að skaffa tveimur milljónum heimila orku. 10. febrúar 2014 07:37
Breskur fjárfestir leitar á náðir ríkisins vegna sæstrengs til Íslands Edi Truell, breskur fjárfestir, krefst þess að yfirvöld Bretlands skilgreini fyrirtækið Atlantic Superconnection sem erlendan raforkuframleiðanda og samþykki lagningu sæstrengs til Íslands. 27. maí 2019 15:00
Times fjallar enn um sæstrengsáhuga Bretans Breski fjárfestirinn Edi Truell, sem vinnur að því að koma á fót sæstreng á milli Bretlands og Íslands, er í frétt breska blaðsins The Times í gær enn sagður þrýsta á bresk yfirvöld um að stjórnvöld þar í landi greiði götu verkefnisins. 26. ágúst 2019 10:15