Falleg lömb í Hrútatungurétt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. september 2019 12:30 Gunnar Þórarinsson bóndi á Þóroddsstöðum í Hrútafirði, sem var ánægður með lömbin í réttinni í gær. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sauðfjárbændur í Hrútafirði í Vestur Húnavatnssýslu voru ánægðir í gær með lömbin, sem þeir drógu í dilka í Hrútatungurétt því þau voru væn og falleg. Bændurnir eru þó mest ánægðir með það að ungt fólk er að flytja í sveitina og hefja sauðfjárbúskap. Um fjögur þúsund fjár voru í Hrútatungurétt í gær. Bændur og búalið, ásamt gestum þeirra mættu í réttirnar til að draga féð í dilka. Bændur voru sammála um að lömbin kæmu falleg af fjalli. Gunnar Þórarinsson, er sauðfjárbóndi á Þóroddsstöðum. "Féð lítur bara ágætlega út sýnist mér, þetta verða vænir dilkar í góðu meðallag“. Gunnar segir að afrétturinn hafi litið mjög vel út þrátt fyrir þurrka í sumar. Hann segir að sumarið hafi verið bændum í Hrútafirði gott, mikil norðanátt en að hún hafi verið hlý. Lömbunum er slátrað í sláturhúsinu á Hvammstanga. Bálkastaðir í Hrútafirði þar sem Brynjar Ægir og Guðný Kristín hafa keypt jörðina og tekið við fjárbúskapnum með sín fjögur börn.Magnús HynurGunnar segir mjög ánægjulegt að sjá að ungt fólk er að flytja í Hrútafjörð og taka við sauðfjárbúskap, það sé skemmtileg þróun. „Já, sem betur fer er greinilega hópur af ungu fólki, sem hefur áhuga á að koma í búskapinn. Þetta er náttúrulega ákveðinn lífstíll og skemmtilegur lífsstíll þó afkoman sé kannski ekki nógu góð, en þá samt höfðar greinilega til einhvers hóps af góðu fólki að fara að búa“. En hvað er það við íslensku sauðfjárkindina, sem er svona spennandi þegar sauðfjárbúskapur er annars vegar? „Þetta er mjög fjölbreytt, bóndinn þarf eiginlega að kunna á nánast alla þætti í búskapnum, bæði vélar og ræktun og svo meðhöndlun og fóðrum á fénu og annað, þannig að það er skemmtilegt í þessu eins og flestu öðru, sem fólk hefur áhuga á að gera“, segir Gunnar. Brynjar Ægir Ottesen og Guðný Kristín Guðnadóttir, sem eru um þrítugt með fjögur börn tóku nýlega við sauðfjárbúskapnum á bænum Bálkastöðum í Hrútafirði en þau eru bæði úr Hvalfjarðasveit. Brynjar Ægir segir frábært að vera orðinn sauðfjárbóndi en þau eru með um fimm hundruð fjár og jörðin þeirra er um fimm hundruð hektarar. „Þetta er bara þráhyggja held ég, ég er bara fullur bjartsýni, þetta er mjög gaman. Við erum bara bjartsýn, við erum að láta drauminn rætast“, segir Brynjar Ægir.Um fjögur þúsund fullorðnar kindur og lömb voru í Hrútatungurétt.Magnús Hlynur Húnaþing vestra Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Sauðfjárbændur í Hrútafirði í Vestur Húnavatnssýslu voru ánægðir í gær með lömbin, sem þeir drógu í dilka í Hrútatungurétt því þau voru væn og falleg. Bændurnir eru þó mest ánægðir með það að ungt fólk er að flytja í sveitina og hefja sauðfjárbúskap. Um fjögur þúsund fjár voru í Hrútatungurétt í gær. Bændur og búalið, ásamt gestum þeirra mættu í réttirnar til að draga féð í dilka. Bændur voru sammála um að lömbin kæmu falleg af fjalli. Gunnar Þórarinsson, er sauðfjárbóndi á Þóroddsstöðum. "Féð lítur bara ágætlega út sýnist mér, þetta verða vænir dilkar í góðu meðallag“. Gunnar segir að afrétturinn hafi litið mjög vel út þrátt fyrir þurrka í sumar. Hann segir að sumarið hafi verið bændum í Hrútafirði gott, mikil norðanátt en að hún hafi verið hlý. Lömbunum er slátrað í sláturhúsinu á Hvammstanga. Bálkastaðir í Hrútafirði þar sem Brynjar Ægir og Guðný Kristín hafa keypt jörðina og tekið við fjárbúskapnum með sín fjögur börn.Magnús HynurGunnar segir mjög ánægjulegt að sjá að ungt fólk er að flytja í Hrútafjörð og taka við sauðfjárbúskap, það sé skemmtileg þróun. „Já, sem betur fer er greinilega hópur af ungu fólki, sem hefur áhuga á að koma í búskapinn. Þetta er náttúrulega ákveðinn lífstíll og skemmtilegur lífsstíll þó afkoman sé kannski ekki nógu góð, en þá samt höfðar greinilega til einhvers hóps af góðu fólki að fara að búa“. En hvað er það við íslensku sauðfjárkindina, sem er svona spennandi þegar sauðfjárbúskapur er annars vegar? „Þetta er mjög fjölbreytt, bóndinn þarf eiginlega að kunna á nánast alla þætti í búskapnum, bæði vélar og ræktun og svo meðhöndlun og fóðrum á fénu og annað, þannig að það er skemmtilegt í þessu eins og flestu öðru, sem fólk hefur áhuga á að gera“, segir Gunnar. Brynjar Ægir Ottesen og Guðný Kristín Guðnadóttir, sem eru um þrítugt með fjögur börn tóku nýlega við sauðfjárbúskapnum á bænum Bálkastöðum í Hrútafirði en þau eru bæði úr Hvalfjarðasveit. Brynjar Ægir segir frábært að vera orðinn sauðfjárbóndi en þau eru með um fimm hundruð fjár og jörðin þeirra er um fimm hundruð hektarar. „Þetta er bara þráhyggja held ég, ég er bara fullur bjartsýni, þetta er mjög gaman. Við erum bara bjartsýn, við erum að láta drauminn rætast“, segir Brynjar Ægir.Um fjögur þúsund fullorðnar kindur og lömb voru í Hrútatungurétt.Magnús Hlynur
Húnaþing vestra Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira