Freista þess að nota ferlaufung til að hindra vegagerð um Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 8. september 2019 20:35 Hér sést veglínan um Teigsskóg í vestanverðum Þorskafirði. Grafík/Vegagerðin. Alfriðuð blómplanta, sem kallast ferlaufungur, hefur fundist í veglínu Teigsskógar og því bannað að skerða hana á nokkurn hátt, að mati landeigenda. Þetta er meðal þess sem fram kemur í athugasemdum vegna lagningar Vestfjarðavegar um skóginn. Vegagerðin vonast engu að síður til að geta boðið verkið út upp úr áramótum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Úr Teigsskógi.Vísir/Egill.Það var í ársbyrjun sem hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti að leiðin um Teigsskóg færi inn á aðalskipulag en frestur til að gera athugasemdir rann nýlega út. Hartnær fimmtíu bárust. Það kemur ekki á óvart að Landvernd er í hópnum sem er á móti, vill frekar jarðgöng, og sama sinnis er Náttúrufræðistofnun. Vesturbyggð telur á hinn bóginn þetta afar brýna samgöngubót og Samgöngufélagið segir framkvæmdina sömuleiðis mikilvæga og ekki þola bið ef byggð á sunnanverðum Vestfjörðum eigi ekki að bíða hnekki.Gunnlaugur Pétursson er talsmaður sumarbústaðaeigenda sem berjast gegn vegagerð um Teigsskóg.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Helsti baráttumaður gegn Teigsskógarvegi, Gunnlaugur Pétursson, sem talar fyrir hönd sumarhúsaeigenda, birtir ljósmynd í sinni athugasemd af plöntu sem fundist hafi í vegstæðinu og kallast ferlaufungur. Hún sé alfriðuð, á válista og því bannað að skerða búsvæði hennar.Ferlaufungur. Latneska heiti jurtarinnar er Paris quadrifolia. Ber hennar er eitrað.Mynd/Wikimedia.Athygli vekur að Umhverfisstofnun telur jákvætt að lega Vestfjarðavegar sé sýnd þannig að hún liggur ekki um Teigsskóg um brekkur og fjörur, heldur virðist vera nánast alfarið ofan við fjöruborð og neðan við brekkur. Að því gefnu að athugasemdir reynist ekki hindrun má telja líklega framvindu málsins að Vegagerðin geti sótt um framkvæmdaleyfi til sveitarstjórnar í nóvember. Telja má víst að útgáfa þess verði kærð og málið fari til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.Fundarstaðir ferlaufungs á Íslandi, samkvæmt útbreiðslukorti Náttúrufræðistofnunar Íslands.Kort/Náttúrufræðistofnun Íslands, Hörður Kristinsson.Hjá Vegagerðinni vonast Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs, samt til að unnt verði að bjóða verkið út fljótlega eftir áramót. Sú von byggir þó á því að kærumál falli með Vegagerðinni og jafnframt að eignarnámsferli gagnvart andsnúnum landeigendum, sem virðist blasa við í framhaldinu, leiði ekki til enn frekari tafa eða jafnvel stöðvunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Umhverfismál Vesturbyggð Tengdar fréttir Samgönguráðherra efast um að fjármunir fáist í R-leiðina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra efast um að nægir fjármunir fáist í svokallaða R-leið Vestfjarðavegar. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hyggst taka ákvörðun um veglínu á morgun. 21. janúar 2019 20:00 Reykhólahreppur auglýsir veglínu um Teigsskóg Reykhólahreppur hefur auglýst aðalskipulagsbreytingu vegna legu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Auglýsingin er birt fimm mánuðum eftir að hreppsnefnd samþykkti að velja Teigsskógarleiðina. 21. júní 2019 16:04 Reykhólahreppur valdi ÞH-leið um Teigsskóg Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sem lauk nú á þriðja tímanum að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. Það var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. 22. janúar 2019 15:00 Krafa um göng í stað vegar um Teigsskóg gæti þýtt áratugabið Hugmynd um að leysa Teigsskógarhnútinn með jarðgöngum gæti þýtt áratugabið á framkvæmdum, miðað við þá jafnvægispólitík sem tíðkast í skiptingu vegafjár milli landshluta. 23. janúar 2019 20:15 Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira
Alfriðuð blómplanta, sem kallast ferlaufungur, hefur fundist í veglínu Teigsskógar og því bannað að skerða hana á nokkurn hátt, að mati landeigenda. Þetta er meðal þess sem fram kemur í athugasemdum vegna lagningar Vestfjarðavegar um skóginn. Vegagerðin vonast engu að síður til að geta boðið verkið út upp úr áramótum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Úr Teigsskógi.Vísir/Egill.Það var í ársbyrjun sem hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti að leiðin um Teigsskóg færi inn á aðalskipulag en frestur til að gera athugasemdir rann nýlega út. Hartnær fimmtíu bárust. Það kemur ekki á óvart að Landvernd er í hópnum sem er á móti, vill frekar jarðgöng, og sama sinnis er Náttúrufræðistofnun. Vesturbyggð telur á hinn bóginn þetta afar brýna samgöngubót og Samgöngufélagið segir framkvæmdina sömuleiðis mikilvæga og ekki þola bið ef byggð á sunnanverðum Vestfjörðum eigi ekki að bíða hnekki.Gunnlaugur Pétursson er talsmaður sumarbústaðaeigenda sem berjast gegn vegagerð um Teigsskóg.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Helsti baráttumaður gegn Teigsskógarvegi, Gunnlaugur Pétursson, sem talar fyrir hönd sumarhúsaeigenda, birtir ljósmynd í sinni athugasemd af plöntu sem fundist hafi í vegstæðinu og kallast ferlaufungur. Hún sé alfriðuð, á válista og því bannað að skerða búsvæði hennar.Ferlaufungur. Latneska heiti jurtarinnar er Paris quadrifolia. Ber hennar er eitrað.Mynd/Wikimedia.Athygli vekur að Umhverfisstofnun telur jákvætt að lega Vestfjarðavegar sé sýnd þannig að hún liggur ekki um Teigsskóg um brekkur og fjörur, heldur virðist vera nánast alfarið ofan við fjöruborð og neðan við brekkur. Að því gefnu að athugasemdir reynist ekki hindrun má telja líklega framvindu málsins að Vegagerðin geti sótt um framkvæmdaleyfi til sveitarstjórnar í nóvember. Telja má víst að útgáfa þess verði kærð og málið fari til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.Fundarstaðir ferlaufungs á Íslandi, samkvæmt útbreiðslukorti Náttúrufræðistofnunar Íslands.Kort/Náttúrufræðistofnun Íslands, Hörður Kristinsson.Hjá Vegagerðinni vonast Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs, samt til að unnt verði að bjóða verkið út fljótlega eftir áramót. Sú von byggir þó á því að kærumál falli með Vegagerðinni og jafnframt að eignarnámsferli gagnvart andsnúnum landeigendum, sem virðist blasa við í framhaldinu, leiði ekki til enn frekari tafa eða jafnvel stöðvunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Umhverfismál Vesturbyggð Tengdar fréttir Samgönguráðherra efast um að fjármunir fáist í R-leiðina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra efast um að nægir fjármunir fáist í svokallaða R-leið Vestfjarðavegar. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hyggst taka ákvörðun um veglínu á morgun. 21. janúar 2019 20:00 Reykhólahreppur auglýsir veglínu um Teigsskóg Reykhólahreppur hefur auglýst aðalskipulagsbreytingu vegna legu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Auglýsingin er birt fimm mánuðum eftir að hreppsnefnd samþykkti að velja Teigsskógarleiðina. 21. júní 2019 16:04 Reykhólahreppur valdi ÞH-leið um Teigsskóg Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sem lauk nú á þriðja tímanum að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. Það var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. 22. janúar 2019 15:00 Krafa um göng í stað vegar um Teigsskóg gæti þýtt áratugabið Hugmynd um að leysa Teigsskógarhnútinn með jarðgöngum gæti þýtt áratugabið á framkvæmdum, miðað við þá jafnvægispólitík sem tíðkast í skiptingu vegafjár milli landshluta. 23. janúar 2019 20:15 Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira
Samgönguráðherra efast um að fjármunir fáist í R-leiðina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra efast um að nægir fjármunir fáist í svokallaða R-leið Vestfjarðavegar. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hyggst taka ákvörðun um veglínu á morgun. 21. janúar 2019 20:00
Reykhólahreppur auglýsir veglínu um Teigsskóg Reykhólahreppur hefur auglýst aðalskipulagsbreytingu vegna legu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Auglýsingin er birt fimm mánuðum eftir að hreppsnefnd samþykkti að velja Teigsskógarleiðina. 21. júní 2019 16:04
Reykhólahreppur valdi ÞH-leið um Teigsskóg Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sem lauk nú á þriðja tímanum að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. Það var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. 22. janúar 2019 15:00
Krafa um göng í stað vegar um Teigsskóg gæti þýtt áratugabið Hugmynd um að leysa Teigsskógarhnútinn með jarðgöngum gæti þýtt áratugabið á framkvæmdum, miðað við þá jafnvægispólitík sem tíðkast í skiptingu vegafjár milli landshluta. 23. janúar 2019 20:15
Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31
Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15