Netglæpamenn hafa stolið hátt í tveimur milljörðum frá íslenskum fyrirtækjum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. september 2019 19:30 Skipulagðir erlendir netglæpamenn hafa stolið hátt í tveimur milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum á síðustu tveimur árum. Í einu tilfelli náðu þeir að svíkja um 700 milljónir króna af einu og sama fyrirtækinu. Fyrir nokkrum vikum uppgötvuðu starfsmenn HS Orku að brotist hefði verið inn í tölvukerfi félagsins og þannig sviknir út umtalsverðir fjármunir. Í Fréttablaðinu í dag var greint frá málinu og sagt frá því að þjófarnir hefðu náð að stela hátt í fjögur hundruð milljónum króna frá fyrirtækinu. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, segist ekki geta upplýst um það í smáatriðum hvernig þjófarnir athöfnuðu sig. ,,Það var brotist í inn í tölvupóstsamskipti. Þannig byrjaði málið,“ segir Ásgeir aðspurður um þjófnaðinn. Hann segir að svo virðist sem að þjófnaðurinn hafi verið þaulskipulagður. Héraðssaksóknari rannsakar nú málið ásamt lögregluyfirvöldum í öðru landi sem tengist málinu. Ekkert fæst þó uppgefið um það til hvaða lands eða landa málið teygir sig. Á næstum hverjum degi fær Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningar um að reynt sé að svíkja peninga af fyrirtækjum hér á landi í gengum netið. Brotunum hefur fjölgað það hratt undanfarin ár stofnuð var sérstök netbrotadeild hjá lögreglunni í febrúar á þessu ári til að bregðast við. Í þeim tilfellum þar sem tekist hefur að stela peningum af fyrirtækjum í gengum netið hlaupa upphæðirnar frá allt að nokkur hundruð þúsund krónum til mörg hundruð milljóna króna. Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem starfar hjá netbrotadeild lögreglunnar segir að það mesta sem hann veit um að tekist hafi að stela af einu fyrirtæki hér á landi, á þessu ári, sé um 700 milljónir króna. Hann segir að í hverjum mánuði komi alltaf nokkrar tilkynningar um þjófnaði sem hafi heppnast. Á síðustu tveimur árum hafi netglæpamönnum tekist að stela að minnsta kosti hátt í tveimur milljörðum króna frá íslenskum fyrirtækjum. ,,Það sem við höfum verið að sjá að þetta hleypur á einhverjum milljörðum. Það er að segja að við erum að tala um einhver tvö, þrjú mál og það er kominn kannski einn og hálfur milljarður þar. Þannig að við getum bara reiknað en það eru töluvert fleiri mál í gangi,“ segir Daði. Daði segir að þjófarnir fari fleiri en eina leið. ,,Það hefur verið komist inn í aðganga. Við höfum líka bara séð þar sem það er blekkt. Það er að segja að það er eitthvað netfang sem er að senda en látið líta út fyrir að vera annað netfang. Þá er það kannski netfang yfirmannsins,“ segir Daði. Hann bendir á að ein af þeim leiðum sem fyrirtæki geta farið, til að sporna við að þjófunum takist ætlunarverk sitt, sé að tryggja að minnsta kosti tveir starfsmenn samþykki háar millifærslur. ,,Það er númer eitt, tvö og þrjú að ef að það kemur grunur upp um þetta að það er að bregðast strax við. Tilkynna til lögreglu, tilkynna til bankans og reyna að koma einhverri vinnslu af stað til að reyna að stöðva færsluna,“ segir Daði. Lögreglumál Netöryggi Tengdar fréttir Hundruðum milljóna stolið af HS Orku Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi HS Orku og sviku út greiðslu sem nemur á fjórða hundrað milljóna. Væntingar um að hægt sé að endurheimta stóran hluta. 9. september 2019 06:15 Þaulskipulagður þjófnaður og full ástæða til að hafa varann á Erlendum tölvuþrjótum tókst nýverið að svíkja tæplega fjögur hundruð milljónir króna út úr HS Orku. Forstjóri fyrirtækisins segir að um þaulskipulagaðan glæp hafi verið að ræða. 9. september 2019 13:10 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Skipulagðir erlendir netglæpamenn hafa stolið hátt í tveimur milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum á síðustu tveimur árum. Í einu tilfelli náðu þeir að svíkja um 700 milljónir króna af einu og sama fyrirtækinu. Fyrir nokkrum vikum uppgötvuðu starfsmenn HS Orku að brotist hefði verið inn í tölvukerfi félagsins og þannig sviknir út umtalsverðir fjármunir. Í Fréttablaðinu í dag var greint frá málinu og sagt frá því að þjófarnir hefðu náð að stela hátt í fjögur hundruð milljónum króna frá fyrirtækinu. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, segist ekki geta upplýst um það í smáatriðum hvernig þjófarnir athöfnuðu sig. ,,Það var brotist í inn í tölvupóstsamskipti. Þannig byrjaði málið,“ segir Ásgeir aðspurður um þjófnaðinn. Hann segir að svo virðist sem að þjófnaðurinn hafi verið þaulskipulagður. Héraðssaksóknari rannsakar nú málið ásamt lögregluyfirvöldum í öðru landi sem tengist málinu. Ekkert fæst þó uppgefið um það til hvaða lands eða landa málið teygir sig. Á næstum hverjum degi fær Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningar um að reynt sé að svíkja peninga af fyrirtækjum hér á landi í gengum netið. Brotunum hefur fjölgað það hratt undanfarin ár stofnuð var sérstök netbrotadeild hjá lögreglunni í febrúar á þessu ári til að bregðast við. Í þeim tilfellum þar sem tekist hefur að stela peningum af fyrirtækjum í gengum netið hlaupa upphæðirnar frá allt að nokkur hundruð þúsund krónum til mörg hundruð milljóna króna. Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem starfar hjá netbrotadeild lögreglunnar segir að það mesta sem hann veit um að tekist hafi að stela af einu fyrirtæki hér á landi, á þessu ári, sé um 700 milljónir króna. Hann segir að í hverjum mánuði komi alltaf nokkrar tilkynningar um þjófnaði sem hafi heppnast. Á síðustu tveimur árum hafi netglæpamönnum tekist að stela að minnsta kosti hátt í tveimur milljörðum króna frá íslenskum fyrirtækjum. ,,Það sem við höfum verið að sjá að þetta hleypur á einhverjum milljörðum. Það er að segja að við erum að tala um einhver tvö, þrjú mál og það er kominn kannski einn og hálfur milljarður þar. Þannig að við getum bara reiknað en það eru töluvert fleiri mál í gangi,“ segir Daði. Daði segir að þjófarnir fari fleiri en eina leið. ,,Það hefur verið komist inn í aðganga. Við höfum líka bara séð þar sem það er blekkt. Það er að segja að það er eitthvað netfang sem er að senda en látið líta út fyrir að vera annað netfang. Þá er það kannski netfang yfirmannsins,“ segir Daði. Hann bendir á að ein af þeim leiðum sem fyrirtæki geta farið, til að sporna við að þjófunum takist ætlunarverk sitt, sé að tryggja að minnsta kosti tveir starfsmenn samþykki háar millifærslur. ,,Það er númer eitt, tvö og þrjú að ef að það kemur grunur upp um þetta að það er að bregðast strax við. Tilkynna til lögreglu, tilkynna til bankans og reyna að koma einhverri vinnslu af stað til að reyna að stöðva færsluna,“ segir Daði.
Lögreglumál Netöryggi Tengdar fréttir Hundruðum milljóna stolið af HS Orku Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi HS Orku og sviku út greiðslu sem nemur á fjórða hundrað milljóna. Væntingar um að hægt sé að endurheimta stóran hluta. 9. september 2019 06:15 Þaulskipulagður þjófnaður og full ástæða til að hafa varann á Erlendum tölvuþrjótum tókst nýverið að svíkja tæplega fjögur hundruð milljónir króna út úr HS Orku. Forstjóri fyrirtækisins segir að um þaulskipulagaðan glæp hafi verið að ræða. 9. september 2019 13:10 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Hundruðum milljóna stolið af HS Orku Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi HS Orku og sviku út greiðslu sem nemur á fjórða hundrað milljóna. Væntingar um að hægt sé að endurheimta stóran hluta. 9. september 2019 06:15
Þaulskipulagður þjófnaður og full ástæða til að hafa varann á Erlendum tölvuþrjótum tókst nýverið að svíkja tæplega fjögur hundruð milljónir króna út úr HS Orku. Forstjóri fyrirtækisins segir að um þaulskipulagaðan glæp hafi verið að ræða. 9. september 2019 13:10