Betri raforkumarkaður Bryndís Haraldsdóttir skrifar 30. ágúst 2019 07:00 Frá gildistöku EES-samningsins árið 1994 hafa átt sér stað gríðarlegar breytingar og framfarir í orkumálum hér á landi. Frá fyrsta degi samningsins hafa viðskipti með orku verið hluti hans, og er orka skilgreind sem hver önnur vara og fellur því undir frjálsa vöruflutninga. Árið 2003 voru gerðar viðamiklar breytingar á íslenskum raforkulögum, með innleiðingu fyrsta orkupakkans í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forsæti Davíðs Oddssonar. Um leið og ný lög tóku gildi tók uppbygging raforkumarkaðar á Íslandi mið af reglum EES-svæðisins, og um leið innri markaðar Evrópusambandsins, og hefur gert allar götur síðan. Ákvörðun var tekin um að vinnsla og sala raforku yrði í markaðskerfi, á samkeppnisgrundvelli – sem er í anda sjálfstæðisstefnunnar. Reglur voru settar um starfsemi orkufyrirtækja samhliða, í því skyni að stuðla að aukinni samkeppni og koma neytendum til bóta. Fimm árum síðar fylgdi annar orkupakkinn á eftir, og var þar gengið enn lengra í að skilja að dreifiveitur og sölufyrirtæki. Stjórnvöld nýttu ekki heimildir sem voru til staðar fyrir undanþágu frá reglunum sökum smæðar íslenska markaðarins, enda voru reglurnar settar í þágu neytenda. Annar orkupakkinn fólst í aðskilnaði dreifiveitna frá framleiðslu og sölu raforku, banni við niðurgreiðslum til sérleyfisstarfsemi, auknu eftirliti á raforkumarkaði og fleiru. Nú er komið að þeim þriðja, sem enn byggir á hugmyndinni um raforkumarkað þar sem neytendur hafa valfrelsi. Að baki þriðja orkupakkanum búa sjónarmið um hvata til hagræðingar innan raforkugeirans, að raforkukaupendum sé tryggt samkeppnishæft raforkuverð, betri þjónusta og stöðugri og öruggari afhending rafmagns. Þá er í þriðja orkupakkanum einnig að finna ákvæði um neytendavernd með það að markmiði að bæta og samþætta samkeppnishæfa raforkumarkaði innan EES. Öflugur raforkumarkaður er mikilvægur íslenskum heimilum og er þriðja orkupakkanum ætlað að styðja enn frekar við þá góðu vegferð sem við erum á. Andstæðingar þriðja orkupakkans hafa ekki rökstutt heimsendaspár sínar um glötuð yfirráð yfir íslenskum auðlindum enda eiga spádómarnir ekki við rök að styðjast.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bryndís Haraldsdóttir Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Sjá meira
Frá gildistöku EES-samningsins árið 1994 hafa átt sér stað gríðarlegar breytingar og framfarir í orkumálum hér á landi. Frá fyrsta degi samningsins hafa viðskipti með orku verið hluti hans, og er orka skilgreind sem hver önnur vara og fellur því undir frjálsa vöruflutninga. Árið 2003 voru gerðar viðamiklar breytingar á íslenskum raforkulögum, með innleiðingu fyrsta orkupakkans í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forsæti Davíðs Oddssonar. Um leið og ný lög tóku gildi tók uppbygging raforkumarkaðar á Íslandi mið af reglum EES-svæðisins, og um leið innri markaðar Evrópusambandsins, og hefur gert allar götur síðan. Ákvörðun var tekin um að vinnsla og sala raforku yrði í markaðskerfi, á samkeppnisgrundvelli – sem er í anda sjálfstæðisstefnunnar. Reglur voru settar um starfsemi orkufyrirtækja samhliða, í því skyni að stuðla að aukinni samkeppni og koma neytendum til bóta. Fimm árum síðar fylgdi annar orkupakkinn á eftir, og var þar gengið enn lengra í að skilja að dreifiveitur og sölufyrirtæki. Stjórnvöld nýttu ekki heimildir sem voru til staðar fyrir undanþágu frá reglunum sökum smæðar íslenska markaðarins, enda voru reglurnar settar í þágu neytenda. Annar orkupakkinn fólst í aðskilnaði dreifiveitna frá framleiðslu og sölu raforku, banni við niðurgreiðslum til sérleyfisstarfsemi, auknu eftirliti á raforkumarkaði og fleiru. Nú er komið að þeim þriðja, sem enn byggir á hugmyndinni um raforkumarkað þar sem neytendur hafa valfrelsi. Að baki þriðja orkupakkanum búa sjónarmið um hvata til hagræðingar innan raforkugeirans, að raforkukaupendum sé tryggt samkeppnishæft raforkuverð, betri þjónusta og stöðugri og öruggari afhending rafmagns. Þá er í þriðja orkupakkanum einnig að finna ákvæði um neytendavernd með það að markmiði að bæta og samþætta samkeppnishæfa raforkumarkaði innan EES. Öflugur raforkumarkaður er mikilvægur íslenskum heimilum og er þriðja orkupakkanum ætlað að styðja enn frekar við þá góðu vegferð sem við erum á. Andstæðingar þriðja orkupakkans hafa ekki rökstutt heimsendaspár sínar um glötuð yfirráð yfir íslenskum auðlindum enda eiga spádómarnir ekki við rök að styðjast.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun