Innlent

Styrkja háskóla í Manitóba

Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar
Háskólinn í Manitóba.
Háskólinn í Manitóba. Vísir/Getty
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að styrkja íslenskudeild Manitóbaháskóla í Kanada með því að efla tengsl deildarinnar við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.

Forsætisráðuneytið mun að hluta fjármagna lektorsstöðu sem komið verður á fót í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Markmið verkefnisins er að Háskóli Íslands ræki skyldur sínar við bókmennta- og menningarstarf íslenskra innflytjenda í Vesturheimi og afkomenda þeirra í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×