Lífið samstarf

Þykkt og mjúkt frá Kósýprjón

Kósýprjón kynnir
Þykkt merino ullargarn sem nota þarf hendurnar til að prjóna úr fæst hjá Kósýprjón.is
Þykkt merino ullargarn sem nota þarf hendurnar til að prjóna úr fæst hjá Kósýprjón.is kosyprjon.is
Kósýprjón.is netverslun selur tröllagarn eða „chunky“ garn, úr evrópskri merinoull. Prjónað er úr garninu með höndunum og tekur ekki nema eina kvöldstund að prjóna þykkt og kósý teppi. Anna Bragadóttir stofnaði verslunina um síðustu áramót ásamt systkinum sínum. Þau verða á Haust Pop-Up markaði netverslana í Víkingsheimilinu um helgina með vörur og tröllagarn.

Anna Bragadóttir stofnaði Kósýprjón ásamt systkinum sínum.
„Við erum gríðarlega spennt fyrir markaðnum um helgina og ætlum að lauma inn smá jólafíling. Við seljum bæði garnhnykla sem fólk prjónar úr sjálft en höfum einnig verið að þróa vörur, draumafangara, púða, kransa og barnahreiður sem hægt er að kaupa tilbúið.  Þá erum við með sérstakt púða-kit sem inniheldur garn í einn púða, uppskrift og fyllingu,“ útskýrir Anna og segir fólk sem aldrei hafi prjónað neitt á ævinni fari létt með að prjóna úr tröllagarninu.

„Sjálf hafði ég aldrei komið nálægt prjónaskap, hvað þá bróðir minn. Meira að segja maðurinn minn er búinn að gera púða, þetta er svo auðvelt og dásamlega gaman að sjá hlutinn verða til. Það tekur ekki nema kvöldstund að prjóna teppi og innan við hálftíma að prjóna púða. Við bjóðum þó upp á námskeið í að prjóna úr ullinni og eins eru að finna leiðbeiningar og myndbönd á heimasíðunni okkar. Við mælum með að fólk vinni ullina sérstaklega áður en prjónað er úr henni og leiðbeinum viðskiptavinum með það. Fyrsta námskeiðið okkar er hringpúðanámskeið.“

Einn hnykill af tröllagarni vegur 5 kíló og hægt er að kaupa heilan og hálfan hnykil. Til viðmiðunar þarf einn hnykil til þess að prjóna stórt teppi. „Margir kaupa einn hnykil og prjóna miðlungsteppi og púða,“ útskýrir Anna.

Nánari upplýsingar um tröllagarnið er að finna á kosyprjon.is og á Instagram og Pinterest og þá eru vörurnar komnar í sölu í Litlu Hönnunarbúðinni í Hafnarfirði og í Jöklu á Laugavegi.

Haust Pop-up markaðurinn fer fram í Víkingsheimilinu í Fossvogi og hefst 31. ágúst og stendur til 1. september. Opið verður milli klukkan 11 og 17.  

Þessi kynning er unnin í samstarfi við Kósýprjón.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.