Fjögur stór stera mál á Seyðisfirði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. ágúst 2019 18:30 Aukið eftirlit Tollgæslunnar er að skila árangri Vísir/Jóhann K. Tollgæslan lagði nýverið hald á þúsundir sterataflna við komu Norrænu til Seyðisfjarðar. Þetta er í fjórða skipti á árinu sem slíkt magn af sterum er haldlagt. Yfirtollvörður segir meira magn ólöglegra efna finnast nú í hverju máli, samanborið við sambærileg mál á síðasta ári. Stór mál hafa komið upp að undanförnu þar sem löggæsluyfirvöld hafa lagt hald á mikið magn fíkniefna og annarra ólöglegra efna. Nýlega var greint frá því að lögregla og tollgæsla hafi lagt hald á, á annað hundrað kíló af fíkniefnum það sem af er ári, en þar af fundust um fjörutíu og þrjú kíló af amfetamíni og kókaíni þegar Norræna kom til hafnar í Seyðisfirði í byrjun ágúst. Nýlega lagði Tollgæslan hald á mikið magn stera sem fundust vandlega faldir í bíl sem kom með Norrænu til landsins og hleypur magnið á þúsundum taflna og líklegt að götuverðið hlaupi á milljónum. Tveir voru handteknir vegna málsins.Ársæll Ársælsson, yfirtollvörður hjá Tollgæslunni.Vísir/Baldur HrafnkellVandlega falið í bíl sem kom með Norrænu „Því var vandlega komið fyrir í bíl. Meira magn en við höfum séð áður og þetta er fjórða steramálið af þessari stærðargráðu sem að sem við höfum við að taka á Seyðisfirði,“ segir Ársæll Ársælsson, yfirtollvörður hjá Tollgæslunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa sendingar ólöglegra efna hingað til lands, með Norrænu og í gegnum Keflavíkurflugvöll, farið stækkandi þó svo að mála fjöldinn sé svipaður og á síðasta ári. Meira sé um svokölluð atvinnuburðardýr sem eiga sér enga sögu í málaskrám. „Það sem af er þessu ári er miklu meira magn sem við höfum verið að haldleggja. Ástæður eru ýmsar fyrir því. Það eru kannski áherslubreytingar hjá okkur, við höfum verið að reyna að setja meiri kraft í eftirlitið,“ segir Ársæll.Leitarhundur Tollgæslunnar hefur reynst vel í nokkrum þeirra mála sem hafa komið upp.Vísir/Jóhann K.Svipuð þróun á Keflavíkurflugvelli. Stærri sendingar en svipaður fjöldi mála Yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli segir að haldlagt kókaín sem komið var með í gegnum flugstöðina, hafi verið tæp 700 gr á hver mál árið 2018 en sé um 1,2 kíló í hverju máli á þessu ári. Þar hefur verið lagt hald á í heildina tæp tíu kíló af kókaíni, tæpa tvo komma fimm lítra af amfetamínbasa, tæp tvö kíló að Chrystal Meth og tæpt kíló af MDMA, frá áramótum. „Það er bara ánægjulegt að árangur er að nást í okkar eftirliti. Við höfum verið að reyna breyta okkar aðferðum og vera sem mest ófyrirsjáanleg,“ segir Ársæll. Lögreglumál Norræna Seyðisfjörður Tollgæslan Tengdar fréttir Vilja framlengja gæsluvarðhald vegna stórfellds fíkniefnasmygls Mennirnir voru stöðvaðir af tollvörðum þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar fyrir hálfum mánuði síðan. 16. ágúst 2019 13:21 22 ára íslensk kona grunuð um smygl á hátt í kílói af MDMA-dufti 22 ára íslensk kona var úrskurðuð í gæsluvarðhald um miðjan júlí grunuð um að hafa reynt að smygla hátt í kílói af MDMA í duftformi til landsins. Það sem af er ári hefur lögreglan á Suðurnesjum lagt hald á mun meira magn fíkniefna en allt árið í fyrra. 29. júlí 2019 18:15 Tveir í gæsluvarðhaldi grunaðir um smygl á miklu magni fíkniefna Mennirnir voru stöðvaðir af tollvörðum þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar á fimmtudag. 3. ágúst 2019 12:26 Földu umtalsvert magn af tóbaki í hurðum Haganlega hafði verið gengið frá þannig að ekki var að sjá ummerki um að átt hefði verið við hurðaflekana né umbúðir þeirra. Tveir voru kærðir vegna málsins og greiddur þeir sekt upp á 1,4 milljónir króna. Málið telst upplýst. 19. júlí 2019 16:13 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Tollgæslan lagði nýverið hald á þúsundir sterataflna við komu Norrænu til Seyðisfjarðar. Þetta er í fjórða skipti á árinu sem slíkt magn af sterum er haldlagt. Yfirtollvörður segir meira magn ólöglegra efna finnast nú í hverju máli, samanborið við sambærileg mál á síðasta ári. Stór mál hafa komið upp að undanförnu þar sem löggæsluyfirvöld hafa lagt hald á mikið magn fíkniefna og annarra ólöglegra efna. Nýlega var greint frá því að lögregla og tollgæsla hafi lagt hald á, á annað hundrað kíló af fíkniefnum það sem af er ári, en þar af fundust um fjörutíu og þrjú kíló af amfetamíni og kókaíni þegar Norræna kom til hafnar í Seyðisfirði í byrjun ágúst. Nýlega lagði Tollgæslan hald á mikið magn stera sem fundust vandlega faldir í bíl sem kom með Norrænu til landsins og hleypur magnið á þúsundum taflna og líklegt að götuverðið hlaupi á milljónum. Tveir voru handteknir vegna málsins.Ársæll Ársælsson, yfirtollvörður hjá Tollgæslunni.Vísir/Baldur HrafnkellVandlega falið í bíl sem kom með Norrænu „Því var vandlega komið fyrir í bíl. Meira magn en við höfum séð áður og þetta er fjórða steramálið af þessari stærðargráðu sem að sem við höfum við að taka á Seyðisfirði,“ segir Ársæll Ársælsson, yfirtollvörður hjá Tollgæslunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa sendingar ólöglegra efna hingað til lands, með Norrænu og í gegnum Keflavíkurflugvöll, farið stækkandi þó svo að mála fjöldinn sé svipaður og á síðasta ári. Meira sé um svokölluð atvinnuburðardýr sem eiga sér enga sögu í málaskrám. „Það sem af er þessu ári er miklu meira magn sem við höfum verið að haldleggja. Ástæður eru ýmsar fyrir því. Það eru kannski áherslubreytingar hjá okkur, við höfum verið að reyna að setja meiri kraft í eftirlitið,“ segir Ársæll.Leitarhundur Tollgæslunnar hefur reynst vel í nokkrum þeirra mála sem hafa komið upp.Vísir/Jóhann K.Svipuð þróun á Keflavíkurflugvelli. Stærri sendingar en svipaður fjöldi mála Yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli segir að haldlagt kókaín sem komið var með í gegnum flugstöðina, hafi verið tæp 700 gr á hver mál árið 2018 en sé um 1,2 kíló í hverju máli á þessu ári. Þar hefur verið lagt hald á í heildina tæp tíu kíló af kókaíni, tæpa tvo komma fimm lítra af amfetamínbasa, tæp tvö kíló að Chrystal Meth og tæpt kíló af MDMA, frá áramótum. „Það er bara ánægjulegt að árangur er að nást í okkar eftirliti. Við höfum verið að reyna breyta okkar aðferðum og vera sem mest ófyrirsjáanleg,“ segir Ársæll.
Lögreglumál Norræna Seyðisfjörður Tollgæslan Tengdar fréttir Vilja framlengja gæsluvarðhald vegna stórfellds fíkniefnasmygls Mennirnir voru stöðvaðir af tollvörðum þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar fyrir hálfum mánuði síðan. 16. ágúst 2019 13:21 22 ára íslensk kona grunuð um smygl á hátt í kílói af MDMA-dufti 22 ára íslensk kona var úrskurðuð í gæsluvarðhald um miðjan júlí grunuð um að hafa reynt að smygla hátt í kílói af MDMA í duftformi til landsins. Það sem af er ári hefur lögreglan á Suðurnesjum lagt hald á mun meira magn fíkniefna en allt árið í fyrra. 29. júlí 2019 18:15 Tveir í gæsluvarðhaldi grunaðir um smygl á miklu magni fíkniefna Mennirnir voru stöðvaðir af tollvörðum þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar á fimmtudag. 3. ágúst 2019 12:26 Földu umtalsvert magn af tóbaki í hurðum Haganlega hafði verið gengið frá þannig að ekki var að sjá ummerki um að átt hefði verið við hurðaflekana né umbúðir þeirra. Tveir voru kærðir vegna málsins og greiddur þeir sekt upp á 1,4 milljónir króna. Málið telst upplýst. 19. júlí 2019 16:13 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Vilja framlengja gæsluvarðhald vegna stórfellds fíkniefnasmygls Mennirnir voru stöðvaðir af tollvörðum þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar fyrir hálfum mánuði síðan. 16. ágúst 2019 13:21
22 ára íslensk kona grunuð um smygl á hátt í kílói af MDMA-dufti 22 ára íslensk kona var úrskurðuð í gæsluvarðhald um miðjan júlí grunuð um að hafa reynt að smygla hátt í kílói af MDMA í duftformi til landsins. Það sem af er ári hefur lögreglan á Suðurnesjum lagt hald á mun meira magn fíkniefna en allt árið í fyrra. 29. júlí 2019 18:15
Tveir í gæsluvarðhaldi grunaðir um smygl á miklu magni fíkniefna Mennirnir voru stöðvaðir af tollvörðum þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar á fimmtudag. 3. ágúst 2019 12:26
Földu umtalsvert magn af tóbaki í hurðum Haganlega hafði verið gengið frá þannig að ekki var að sjá ummerki um að átt hefði verið við hurðaflekana né umbúðir þeirra. Tveir voru kærðir vegna málsins og greiddur þeir sekt upp á 1,4 milljónir króna. Málið telst upplýst. 19. júlí 2019 16:13