Innlent

Sjáðu drónaskot af hlíðinni í Reynisfjöru

Birgir Olgeirsson skrifar
Á myndbandinu sést hversu mikið hefur fallið úr hlíðinni og greinilegt að mikið hefur gengið á.
Á myndbandinu sést hversu mikið hefur fallið úr hlíðinni og greinilegt að mikið hefur gengið á. Lögreglan á Suðurlandi
Lögreglan á Suðurlandi hefur birt magnað drónaskot af hlíðinni í Reynisfjalli þar sem stórar skriður hafa fallið undanfarinn sólarhring. Á myndbandinu sést hversu mikið hefur fallið úr hlíðinni og greinilegt að mikið hefur gengið á.

Stór skriða kom úr fjallinu snemma í morgun sem gekk fram í sjó en svæðinu þar sem skriðan féll var lokað í gær eftir að ferðamenn sem þar stóðu slösuðust eftir að hafa fengið yfir sig grjót.

Skriðan sem féll úr Reynisfjalli í morgun féll niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær eftir að grjót féll úr fjallinu. Lögreglan á Suðurlandi lokaði austasta hluta fjörunnar en frá því í fyrradag hafa þrír orðið fyrir meiðslum á svæðinu eftir að hafa fengið grjót yfir sig. 




Tengdar fréttir

Enn grjóthrun úr Reynisfjalli

Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og almannavarnasviði Lögreglunnar á Suðurlandi meta aðstæður á vettvangi í dag en þær eru sagðar varhugaverðar þar sem grjót hrynji enn úr fjallinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×