Sérstakt áhyggjuefni hversu fáir Íslendingar hafa sótt um "Settled Status“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. ágúst 2019 11:32 Óvissa ríkir um það hvort að Bretar gangi úr Evrópusambandinu með eða án samnings við ESB. vísir/epa Sendiherra Íslands í London, Stefán Haukur Jóhannesson, segir það sérstakt áhyggjuefni hversu fáir íslenskir ríkisborgarar, sem búsettir eru í Bretlandi, hafi sótt um svokallaðan Settled Status í landinu í aðdraganda Brexit. Hingað til hafa eingöngu 200 umsóknir borist frá Íslendingum að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins. „Við mælum eindregið með því að fólk sæki um sem allra fyrst þar sem óvissa ríkir enn um útfærslu á útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Þó að samningar hafi náðst við bresk stjórnvöld um réttindi borgara eftir Brexit þá þurfa allir sem hér dvelja og hyggjast gera svo áfram að hafa réttindi til búsetu, þ.e. settled status eða pre-settled status,“ segir Stefán Haukur. Tímafrestur til að skila inn slíkri umsókn er eftir sem áður 31. desember 2020 en sendiráð Íslands í Bretlandi vill beina því til Íslendinga sem búsettir eru þar í landi að draga það ekki of lengi að sækja um. Farið er handvirkt yfir hverja umsókn sem berst svo gera má ráð fyrir því að afgreiðslutími lengist þegar nær dregur vegna fjölda umsókna. Þá vill sendiráð Íslands einnig árétta það, í tilefni frétta í breskum fjölmiðlum í vikunni um að frjáls för fólks kunni að stöðvast strax í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, að samkvæmt upplýsingum frá breska innanríkisráðuneytinu á það ekki við um EES-ríkisborgara sem flytja til Bretlands fyrir 31. október næstkomandi. „Að sama skapi hafa bresk yfirvöld staðfest í fjölmiðlum að fréttir um að ríkisborgarar frá ríkjum innan EES þurfi að greiða fyrir þjónustu í breska heilbrigðiskerfinu (NHS) eftir Brexit eigi ekki við þá sem flytja til Bretlands fyrir 31. október á þessu ári,“ segir á vef stjórnarráðsins. Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Sendiherra Íslands í London, Stefán Haukur Jóhannesson, segir það sérstakt áhyggjuefni hversu fáir íslenskir ríkisborgarar, sem búsettir eru í Bretlandi, hafi sótt um svokallaðan Settled Status í landinu í aðdraganda Brexit. Hingað til hafa eingöngu 200 umsóknir borist frá Íslendingum að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins. „Við mælum eindregið með því að fólk sæki um sem allra fyrst þar sem óvissa ríkir enn um útfærslu á útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Þó að samningar hafi náðst við bresk stjórnvöld um réttindi borgara eftir Brexit þá þurfa allir sem hér dvelja og hyggjast gera svo áfram að hafa réttindi til búsetu, þ.e. settled status eða pre-settled status,“ segir Stefán Haukur. Tímafrestur til að skila inn slíkri umsókn er eftir sem áður 31. desember 2020 en sendiráð Íslands í Bretlandi vill beina því til Íslendinga sem búsettir eru þar í landi að draga það ekki of lengi að sækja um. Farið er handvirkt yfir hverja umsókn sem berst svo gera má ráð fyrir því að afgreiðslutími lengist þegar nær dregur vegna fjölda umsókna. Þá vill sendiráð Íslands einnig árétta það, í tilefni frétta í breskum fjölmiðlum í vikunni um að frjáls för fólks kunni að stöðvast strax í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, að samkvæmt upplýsingum frá breska innanríkisráðuneytinu á það ekki við um EES-ríkisborgara sem flytja til Bretlands fyrir 31. október næstkomandi. „Að sama skapi hafa bresk yfirvöld staðfest í fjölmiðlum að fréttir um að ríkisborgarar frá ríkjum innan EES þurfi að greiða fyrir þjónustu í breska heilbrigðiskerfinu (NHS) eftir Brexit eigi ekki við þá sem flytja til Bretlands fyrir 31. október á þessu ári,“ segir á vef stjórnarráðsins.
Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira