Erlent

Einnota plast bannað í námunda við Everest

Andri Eysteinsson skrifar
Hluti af því rusli sem hreinsað var af Everest fyrr í sumar.
Hluti af því rusli sem hreinsað var af Everest fyrr í sumar. Getty/NurPhoto
Nepölsk yfirvöld hafa tekið þá ákvörðun að banna notkun einnota plasts í námunda við hæsta fjall í heimi, Everest í Himalajafjöllunum. Bannið mun taka gildi í sveitarfélaginu Khumbu Pasang Lhamu í janúar á næsta ári. Yfirvöld vonast til þess að bannið verði til þess að minna verði um rusl á svæðinu. BBC greinir frá.

Nýverið voru 11 tonn af rusli, sem fjallagarpar höfðu skilið eftir á Everest, fjarlægð. Ferðaþjónustufyrirtæki, flugfélög og fjallgöngusamtök Nepal hyggjast öll leggja sitt af mörkunum til þess að tryggja að banninu verði framfylgt.

Bannað verður að nota plastflöskur og aðra plasthluti sem eru þynnri en 30 míkrómetrar. Viðurlög við brotum hafa ekki verið ákvörðuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×