Viðskipti innlent

Spá því að Ásgeir lækki stýrivexti um leið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ásgeir Jónsson stýrir Seðlabankanum næstu fimm árin.
Ásgeir Jónsson stýrir Seðlabankanum næstu fimm árin. Vísir/Vilhelm
Greining Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að lækka vexti um 0,25 prósentustig við næstu vaxtaákvörðun þann 28. ágúst. Meginvextir bankans, vextir á 7 daga bundnum innlánum, verða samkvæmt því 3,50%.

Um er að ræða fyrstu ákvörðun nefndarinnar eftir að Ásgeir Jónsson tók við sem Seðlabankastjóri eftir tíu ár Más Guðmundssonar í brúnni.

„Það er búið að vera sjö, átta ára uppsveifla og það er að hægja á hagkerfinu núna. Við erum að sjá fækkun ferðamanna. Það kallar á stýrivaxtalækkanir sem gætu hæglega haldið áfram. Við erum líka að sjá kjarasamninga sem ég tel að stuðli að stöðugleika í landinu og allt þetta undirbyggir frekari stýrivaxtalækkanir. En þetta veltur dálítið á því hvernig hagkerfið þróast. Ísland er svo lítið land og við erum svolítið eins og hálfgerður klúbbur þannig að hagkerfið er mjög fljótt að snúast,“ sagði Ásgeir í fréttum Stöðvar 2 í vikunni.

Tilkynnt verður um stýrivexti að morgni 28. ágúst.

Uppfært klukkan 14:30

Hagsjá Landsbankans er sammála Greiningu Íslandsbanka og spáir 0,25 prósentustiga lækkun.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×