Erlent

Forstjóri í stóru fyrirtæki grunaður um morð á sambýliskonu sinni

Andri Eysteinsson skrifar
Frá Södermalmhverfi í Stokkhólmi.
Frá Södermalmhverfi í Stokkhólmi. Getty/Bloomberg
Norsk kona á fimmtugsaldri fannst í vikunni látin í íbúð í miðborg Stokkhólms, höfuðborgar Svíþjóðar. Forstjóri í fyrirtæki, sem sagt er vera stórt, hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa framið ódæðisverkið.

Sænska lögreglan staðfestir að hin látna sé norskur ríkisborgari og í samtali við norska dagblaðið VG staðfestir lögreglan að ýmislegt bendi til þess að um morð hafi verið að ræða. Ótímabært er að greina frá því hvaða vísbendingar það séu.

Sænska Aftonbladet greinir frá því að nágranni hafi heyrt öskur koma út úr íbúð, hinum megin við götuna síðastliðinn miðvikudag. „Hræðileg skelfingaröskur sem bárust úr garðinum svo ég fór út á svalir,“ segir vitnið. „Ég hef aldrei heyrt svona öskur áður.“

Vitnið, sem Aftonbladet kallar Idu, segir að stuttu síðar hafi hún séð hluti, sem hún telji að sé hnífur, verið kastað út úr íbúðinni. Þá hafi hún umsvifalaust hringt í lögreglu sem kom þó ekki fyrr en rúmum tveimur klukkustundum síðar.

VG greinir frá því að bæði hin látna og hinn grunaði séu skráð til heimilis í íbúðinni sem er í Södermalm hverfinu í Stokkhólmi. Maðurinn sé á sextugsaldri og starfi sem forstjóri í stóru fyrirtæki




Fleiri fréttir

Sjá meira


×