Sport

„Hlakka til að ljúka ferli Joshua í eyðimörkinni“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ruiz vann á tæknilegu rothöggi þegar hann mætti Joshua 1. júní síðastliðinn.
Ruiz vann á tæknilegu rothöggi þegar hann mætti Joshua 1. júní síðastliðinn. vísir/getty
Andy Ruiz er staðráðinn í að vinna Anthony Joshua öðru sinni er þeir mætast í Sádí-Arabíu 7. desember næstkomandi.

Ruiz vann afar óvæntan sigur á Joshua í titilbardaga í þungavigt í New York 1. júní. Ruiz varð þar með sá fyrsti til að vinna Joshua sem var ósigraður fyrir bardagann.

„Ég vann AJ í New York og hlakka til að ljúka ferlinum hans í eyðimörkinni,“ sagði Ruiz um bardagann í desember.

Ruiz er fyrsti Mexíkóinn sem er heimsmeistari í þungavigt. Fáir höfðu trú á honum fyrir bardagann gegn Joshua í júní og sigur hans er talinn með þeim óvæntari í boxsögunni.

Joshua átti upphaflega að berjast við Jarrell Miller. Ruiz fékk hins vegar tækifærið eftir að Miller féll í þrígang á lyfjaprófi.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×