Lögreglumaður í vanda eftir að hafa logið til um leyniskyttu Andri Eysteinsson skrifar 25. ágúst 2019 19:33 Frá aðgerðum lögreglu í Kalíforníu 2016. Getty/Anadolu Agency Lögreglumaður hjá lögreglunni í Los Angeles sýslu í Kaliforníu í Bandaríkjunum á yfir höfði sér ákæru eftir að í ljós kom að frásögn hans um að hafa verið skotinn af leyniskyttu við lögreglustöð í borginni Lancaster hafi verið uppspuni frá rótum. AP greinir frá. Hinn 21 árs gamli Angel Reinosa, bað um aðstoð samstarfsfélaga sinna í gegnum talstöðvarkerfi lögreglunnar síðasta miðvikudag. Reinosa sagði félögum sínum að hann hafi verið skotinn á meðan hann gekk út í bíl sinn við stöðina. Lögreglan var með mikinn viðbúnað eftir tilkynninguna, lokaði götum og sérsveit gekk í nærliggjandi hús og leitaði að leyniskyttunni.Ótrúleg heppni og skortur á ummerkjum Í fyrstu var talið að skothelt vesti sem Reinosa klæddist hafi bjargað lífi hans en þó hafi önnur byssukúla hruflað öxl hans. Í yfirlýsingu embættisins daginn eftir atvikið var greint frá því að kúla hafi hæft Reinosa efst í öxlina, eyðilagt skyrtu hans án þess að hafa valdið áverkum á húð hans. Athygli vakti þó að engar kúlur fundust á vettvangi og þá þótti heppni Reinosa vera grunsamleg. Rannsókn fór af stað og nú hefur Reinosa viðurkennt að hafa skáldað frásögn sína og notað hníf til þess að skera göt í skyrtuna sína. Reinosa hefur verið rekinn úr starfi og á yfir höfði sér ákæru vegna lyganna. Hann hefur ekki útskýrt hvað hann ætlaði sér með lygunum. Reinosa starfaði hjá embættinu í rúmt ár og hafði verið staðsettur í borginni Lancaster, norður af Los Angeles síðan í maíRýmdu hús og stöðvuðu lestir í leitinni Eins og áður sagði var viðbúnaður lögreglu mikill. Sérsveitir ruddust inn í hús í leit að leyniskyttunni. Hús voru rýmd og íbúum var gert að forðast svæðið í kringum stöðina. Einnig var þyrla notuð við leitina. Þá var áætlunarferðum lesta frestað á meðan að aðgerðir lögreglu stóðu yfir. Leit að leyniskyttunni stóð yfir fram á næsta dag en þá lýsti lögregla eftir honum.Úr útsendingu vestri frá aðgerðum lögreglu.AP/KABC-TV Bandaríkin Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira
Lögreglumaður hjá lögreglunni í Los Angeles sýslu í Kaliforníu í Bandaríkjunum á yfir höfði sér ákæru eftir að í ljós kom að frásögn hans um að hafa verið skotinn af leyniskyttu við lögreglustöð í borginni Lancaster hafi verið uppspuni frá rótum. AP greinir frá. Hinn 21 árs gamli Angel Reinosa, bað um aðstoð samstarfsfélaga sinna í gegnum talstöðvarkerfi lögreglunnar síðasta miðvikudag. Reinosa sagði félögum sínum að hann hafi verið skotinn á meðan hann gekk út í bíl sinn við stöðina. Lögreglan var með mikinn viðbúnað eftir tilkynninguna, lokaði götum og sérsveit gekk í nærliggjandi hús og leitaði að leyniskyttunni.Ótrúleg heppni og skortur á ummerkjum Í fyrstu var talið að skothelt vesti sem Reinosa klæddist hafi bjargað lífi hans en þó hafi önnur byssukúla hruflað öxl hans. Í yfirlýsingu embættisins daginn eftir atvikið var greint frá því að kúla hafi hæft Reinosa efst í öxlina, eyðilagt skyrtu hans án þess að hafa valdið áverkum á húð hans. Athygli vakti þó að engar kúlur fundust á vettvangi og þá þótti heppni Reinosa vera grunsamleg. Rannsókn fór af stað og nú hefur Reinosa viðurkennt að hafa skáldað frásögn sína og notað hníf til þess að skera göt í skyrtuna sína. Reinosa hefur verið rekinn úr starfi og á yfir höfði sér ákæru vegna lyganna. Hann hefur ekki útskýrt hvað hann ætlaði sér með lygunum. Reinosa starfaði hjá embættinu í rúmt ár og hafði verið staðsettur í borginni Lancaster, norður af Los Angeles síðan í maíRýmdu hús og stöðvuðu lestir í leitinni Eins og áður sagði var viðbúnaður lögreglu mikill. Sérsveitir ruddust inn í hús í leit að leyniskyttunni. Hús voru rýmd og íbúum var gert að forðast svæðið í kringum stöðina. Einnig var þyrla notuð við leitina. Þá var áætlunarferðum lesta frestað á meðan að aðgerðir lögreglu stóðu yfir. Leit að leyniskyttunni stóð yfir fram á næsta dag en þá lýsti lögregla eftir honum.Úr útsendingu vestri frá aðgerðum lögreglu.AP/KABC-TV
Bandaríkin Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira