Setja sig í annarra spor Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. ágúst 2019 08:00 Ragnheiður, Alexandra og Fjóla Ósk sátu við að skrifa á umslög og handskrifa kort til leikskólanna . Fréttablaðið/Valli Nýrri bók sem nefnist Mía, Moli og Maríus – Vandræðasögur er ætlað að vera börnum og uppalendum þeirra verkfæri til að ræða aðstæður sem koma upp og ágreining í daglegu lífi leikskólabarna, að sögn Fjólu Aðalsteinsdóttur sem er meðhöfundur bókarinnar, ásamt Alexöndru Gunnlaugsdóttur, mágkonu hennar. Ragnheiður Jónsdóttir teiknaði myndirnar. Sögurnar fimm sem bókin geymir eru hugsaðar til upplesturs fyrir aldurinn þriggja til sex ára. Þær eiga það sameiginlegt að eftir friðsama byrjun kastast í kekki milli vinanna þriggja, Míu, Mola og Maríusar en á hápunkti ósamkomulagsins eiga upplesarar að snúa sér að hlustendum og fá þá til að tjá sig um líðan persónanna, hverrar fyrir sig. Þessi aðferð er hugsuð til þess að börnin geti sett sig í spor annarra í aðstæðunum „Þá skapast líka tækifæri til að opna fyrir samræður sem snúa að eigin reynslu barnanna og hjálpa þeim að orða tilfinningar sínar,“ segir Fjóla. „Svo er sagan dregin í land með farsælum endi!“ Fjóla býr í Vesterås í Svíþjóð og er hagfræðingur að mennt. Sérhæfing hennar innan atferlishagfæði kveikti áhuga hennar á því að nýta söguform til að efla tilfinningavitund hjá börnum, sjálf á hún sex ára tvíburadætur. „Alexandra er gift bróður mínum, þau búa í Danmörku og þegar við fórum í heimsókn til þeirra fyrir tæpum þremur árum kom í ljós að hún er búin að vera að þróa aðferðir í sínu starfi sem falla að þessu efni. Hún hefur unnið um árabil í alþjóðlegum leikskóla í Kaupmannahöfn og nýtt gráðu sína í uppeldissálfræði og rannsóknir á eineltisforvörnum til að þróa þá tækni sem beitt er í bókinni. Galdurinn er að fá börnin til að setja sig í spor annarra, læra að ígrunda eigin líðan og hegðun og skerpa þannig félagsfærni þeirra og samkennd.“ Teiknarinn Ragnheiður á karakterana að sögn Fjólu. „Hún býr á Íslandi en kom inn í vinnuferlið strax í upphafi, málaði myndirnar og á heiðurinn af því að bókin er jafn vegleg og hún er. Við erum búnar að kasta þessu verkefni á milli okkar yfir landamærin og taka vinnuskorpur saman þess á milli. Það hefur gengið mjög vel,“ lýsir hún. „Við fengum svo styrk frá Barnavinafélaginu Sumargjöf fyrir prentuninni og þess vegna er bókin á leið inn í alla leikskóla. Þeir sem hafa kynnst henni eru ánægðir með hana og telja hægt að hafa góð not af henni.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Börn og uppeldi Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Nýrri bók sem nefnist Mía, Moli og Maríus – Vandræðasögur er ætlað að vera börnum og uppalendum þeirra verkfæri til að ræða aðstæður sem koma upp og ágreining í daglegu lífi leikskólabarna, að sögn Fjólu Aðalsteinsdóttur sem er meðhöfundur bókarinnar, ásamt Alexöndru Gunnlaugsdóttur, mágkonu hennar. Ragnheiður Jónsdóttir teiknaði myndirnar. Sögurnar fimm sem bókin geymir eru hugsaðar til upplesturs fyrir aldurinn þriggja til sex ára. Þær eiga það sameiginlegt að eftir friðsama byrjun kastast í kekki milli vinanna þriggja, Míu, Mola og Maríusar en á hápunkti ósamkomulagsins eiga upplesarar að snúa sér að hlustendum og fá þá til að tjá sig um líðan persónanna, hverrar fyrir sig. Þessi aðferð er hugsuð til þess að börnin geti sett sig í spor annarra í aðstæðunum „Þá skapast líka tækifæri til að opna fyrir samræður sem snúa að eigin reynslu barnanna og hjálpa þeim að orða tilfinningar sínar,“ segir Fjóla. „Svo er sagan dregin í land með farsælum endi!“ Fjóla býr í Vesterås í Svíþjóð og er hagfræðingur að mennt. Sérhæfing hennar innan atferlishagfæði kveikti áhuga hennar á því að nýta söguform til að efla tilfinningavitund hjá börnum, sjálf á hún sex ára tvíburadætur. „Alexandra er gift bróður mínum, þau búa í Danmörku og þegar við fórum í heimsókn til þeirra fyrir tæpum þremur árum kom í ljós að hún er búin að vera að þróa aðferðir í sínu starfi sem falla að þessu efni. Hún hefur unnið um árabil í alþjóðlegum leikskóla í Kaupmannahöfn og nýtt gráðu sína í uppeldissálfræði og rannsóknir á eineltisforvörnum til að þróa þá tækni sem beitt er í bókinni. Galdurinn er að fá börnin til að setja sig í spor annarra, læra að ígrunda eigin líðan og hegðun og skerpa þannig félagsfærni þeirra og samkennd.“ Teiknarinn Ragnheiður á karakterana að sögn Fjólu. „Hún býr á Íslandi en kom inn í vinnuferlið strax í upphafi, málaði myndirnar og á heiðurinn af því að bókin er jafn vegleg og hún er. Við erum búnar að kasta þessu verkefni á milli okkar yfir landamærin og taka vinnuskorpur saman þess á milli. Það hefur gengið mjög vel,“ lýsir hún. „Við fengum svo styrk frá Barnavinafélaginu Sumargjöf fyrir prentuninni og þess vegna er bókin á leið inn í alla leikskóla. Þeir sem hafa kynnst henni eru ánægðir með hana og telja hægt að hafa góð not af henni.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Börn og uppeldi Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira