Erlent

Trump mærir Bolsonaro og lýsir yfir fullum stuðningi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Jair Bolsonaro, forseti Bandaríkjanna, gerði sér lítið fyrir og sendi Trump þumalfingurs-tákn og lýsti yfir velþóknun.
Jair Bolsonaro, forseti Bandaríkjanna, gerði sér lítið fyrir og sendi Trump þumalfingurs-tákn og lýsti yfir velþóknun. Getty/Buda Mendes
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók upp hanskann fyrir Jair M. Bolsonaro, foresta Brasilíu í tísti sem hann birti í dag.

Trump sagðist hafa náð að kynnast Bolsonaro vel í gegnum samskipti ríkjanna.

„Hann vinnur hörðum höndum að því að slökkva skógareldana í Amasón. Hann hefur staðið sig frábærlega í sínu starfi í þágu almennings í Brasilíu – sem er ekki auðvelt. Hann og landar hans njóta ávallt stuðnings Bandaríkjanna!“ skrifaði Trump.

Brasilísk stjórnvöld sögðust í dag ætla að afþakka 22 milljón dala fjárhagsaðstoð sem leiðtogar G7 ríkjanna samþykktu að verja í baráttuna gegn eldunum sem geisa nú í Amasón-regnskógunum.

Sjá nánar: Ætla að hafna milljarða stuðningspakka frá G7-ríkjunum 

Talsmaður Brasilíuforseta sagði að fjármununum yrði eflaust betur varið hjá G7 ríkjunum sjálfum, ekki síst í Frakklandi sem gæti til að mynda notað peningana til að endurheimta eigið skóglendi. Lýðræðisríkið Brasilía þyrfti hvorki á fjármunum né leiðsögn nýlenduvelda að halda.

Mærðarlegt tal Trump virtist slá í gegn hjá Brasilíuforseta því klukkustund síðar svaraði Bolsonaro á sama vettvangi.

„Þakka þér, Trump forseti. Við höfum náð frábærum árangri í baráttunni gegn skógareldunum.“

Bolsonaro sagði að Brasilía væri ávallt ofarlega á blaði í öllu tali um sjálfbæra þróun.

„Herferð falsfréttamiðlanna gegn fullveldi okkar mun ekki virka. Bandaríkin geta ávallt treyst á Brasilíu“.


Tengdar fréttir

Ræða um skógareldana í Amason á G7-fundinum

Leiðtogar Frakka og Þjóðverja tjáðu sig báðir í gær um þann metfjölda skógarelda sem hafa geisað í Amasonfrumskóginum í Brasilíu á árinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að þetta þyrfti að ræða á fundi G7-ríkjanna um helgina. Algjört neyðarástand hefði skapast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×