Red Rock tengist ekki þriðja orkupakkanum Ari Brynjólfsson og Oddur Ævar Gunnarsson og Kristinn Haukur Gunnarsson skrifa 28. ágúst 2019 06:00 Red Rock liggur nú við bryggju í Reykjavíkurhöfn Fréttablaðið/Ari Sumir andstæðingar þriðja orkupakkans hafa sett spurningarmerki við veru skipsins Red Rock í Reykjavíkurhöfn. Skipstjórinn kemur af fjöllum og segir skipið sinna rannsóknum á sjávarstraumum og fleiru. Skipið Red Rock, sem liggur nú við bryggju í Reykjavíkurhöfn, er ekki hér við land til þess að leggja sæstreng milli Íslands og Evrópu, segir skipstjórinn. Red Rock sinnir rannsóknum á sjávarlífi og mælingum á sjávarbotni. Andstæðingar þriðja orkupakkans hafa sumir haldið því fram að skipið sé hér í tengslum við lagningu sæstrengs. „Nei, nei, nei. Við stundum rannsóknir á spendýrum í sjó, sjávarstraumum og sjávarbotni,“ segir Samuel Lynch, skipstjóri Red Rock. „Skipið þjónustar einnig olíuborpalla. Stundum vilja viðskiptavinir okkar að við tökum þátt í öðrum verkefnum, til dæmis að mæla dýpi og sjávarstrauma. Núna erum við í frekar óspennandi verkefni.“ Lynch vill þó ekki upplýsa um fyrir hverja skipið starfar nú. „Viðskiptavinir okkar biðja okkur ekki um að upplýsa um það.“ Hann tók þó skýrt fram að viðskiptavinurinn tengdist ekki neinu sem viðkemur raforku. Skipið er skráð í Louisiana í Bandaríkjunum og siglir þaðan. Það er nú í verkefnum á svæðum nálægt Íslandi. „Það er bara tilviljun að við erum hér, við erum að gera rannsóknir á dýpi og sjávarstraumum á svæðinu og það bara hitti þannig á að það hentaði best að koma til hafnar á Íslandi. Það sem við erum að gera kemur Íslandi ekkert sérstaklega við.“ Kaplar eru á dekki skipsins, Lynch segir þá ekki sæstrengi. „Nei. Þessa kapla notum við til að mæla sjávarstrauma. Ég hef séð sæstrengi, eins og hafa verið lagðir í Mexíkóflóa, það er talsvert stærra en þetta. Fyrirtæki okkar á skip sem hafa sinnt slíkum verkefnum.“ Myndir af skipinu hafa verið birtar í hóp Orkunnar okkar á Facebook og fleiri stöðum. Lynch kemur af fjöllum þegar hann er spurður út í sæstreng, þriðja orkupakkann og atkvæðagreiðsluna á Alþingi. „Ég get fullvissað þig um að við höfum ekkert með það að gera.“ Lynch segir að skipverjar hafi einmitt verið að velta fyrir sér hvers vegna það væri svona mikill áhugi á skipinu í Reykjavíkurhöfn. „Það hefur komið margt fólk til að skoða og taka myndir. Sumir horfa lengi á skipið,“ segir Lynch. Var greinilegt á honum að áhöfnin væri óvön slíkri athygli. „Við erum búnir að vera að segja fólki að það geti flett upp nafninu á skipinu á vefnum og séð þá myndbönd af því að störfum.“ Skipverjarnir eru nú að njóta verunnar á Íslandi. „Við förum á næstu dögum. Við erum bara að bíða eftir að veðrið batni. Kannski komum við aftur til Íslands á næstunni, það fer eftir því hvernig verkefninu miðar,“ segir Lynch. „Núna erum við að fylla skipið af vistum og skipverjar að skoða sig um í Reykjavík. Ísland er fínt, svolítið dýrt.“ Birtist í Fréttablaðinu Þriðji orkupakkinn Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira
Sumir andstæðingar þriðja orkupakkans hafa sett spurningarmerki við veru skipsins Red Rock í Reykjavíkurhöfn. Skipstjórinn kemur af fjöllum og segir skipið sinna rannsóknum á sjávarstraumum og fleiru. Skipið Red Rock, sem liggur nú við bryggju í Reykjavíkurhöfn, er ekki hér við land til þess að leggja sæstreng milli Íslands og Evrópu, segir skipstjórinn. Red Rock sinnir rannsóknum á sjávarlífi og mælingum á sjávarbotni. Andstæðingar þriðja orkupakkans hafa sumir haldið því fram að skipið sé hér í tengslum við lagningu sæstrengs. „Nei, nei, nei. Við stundum rannsóknir á spendýrum í sjó, sjávarstraumum og sjávarbotni,“ segir Samuel Lynch, skipstjóri Red Rock. „Skipið þjónustar einnig olíuborpalla. Stundum vilja viðskiptavinir okkar að við tökum þátt í öðrum verkefnum, til dæmis að mæla dýpi og sjávarstrauma. Núna erum við í frekar óspennandi verkefni.“ Lynch vill þó ekki upplýsa um fyrir hverja skipið starfar nú. „Viðskiptavinir okkar biðja okkur ekki um að upplýsa um það.“ Hann tók þó skýrt fram að viðskiptavinurinn tengdist ekki neinu sem viðkemur raforku. Skipið er skráð í Louisiana í Bandaríkjunum og siglir þaðan. Það er nú í verkefnum á svæðum nálægt Íslandi. „Það er bara tilviljun að við erum hér, við erum að gera rannsóknir á dýpi og sjávarstraumum á svæðinu og það bara hitti þannig á að það hentaði best að koma til hafnar á Íslandi. Það sem við erum að gera kemur Íslandi ekkert sérstaklega við.“ Kaplar eru á dekki skipsins, Lynch segir þá ekki sæstrengi. „Nei. Þessa kapla notum við til að mæla sjávarstrauma. Ég hef séð sæstrengi, eins og hafa verið lagðir í Mexíkóflóa, það er talsvert stærra en þetta. Fyrirtæki okkar á skip sem hafa sinnt slíkum verkefnum.“ Myndir af skipinu hafa verið birtar í hóp Orkunnar okkar á Facebook og fleiri stöðum. Lynch kemur af fjöllum þegar hann er spurður út í sæstreng, þriðja orkupakkann og atkvæðagreiðsluna á Alþingi. „Ég get fullvissað þig um að við höfum ekkert með það að gera.“ Lynch segir að skipverjar hafi einmitt verið að velta fyrir sér hvers vegna það væri svona mikill áhugi á skipinu í Reykjavíkurhöfn. „Það hefur komið margt fólk til að skoða og taka myndir. Sumir horfa lengi á skipið,“ segir Lynch. Var greinilegt á honum að áhöfnin væri óvön slíkri athygli. „Við erum búnir að vera að segja fólki að það geti flett upp nafninu á skipinu á vefnum og séð þá myndbönd af því að störfum.“ Skipverjarnir eru nú að njóta verunnar á Íslandi. „Við förum á næstu dögum. Við erum bara að bíða eftir að veðrið batni. Kannski komum við aftur til Íslands á næstunni, það fer eftir því hvernig verkefninu miðar,“ segir Lynch. „Núna erum við að fylla skipið af vistum og skipverjar að skoða sig um í Reykjavík. Ísland er fínt, svolítið dýrt.“
Birtist í Fréttablaðinu Þriðji orkupakkinn Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira