Sport

Carli Lloyd íhugar að reyna fyrir sér í NFL-deildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lloyd í leik með bandaríska landsliðinu.
Lloyd í leik með bandaríska landsliðinu. vísir/getty
Það gæti verið stutt í að við fáum fyrsta kvenmannsleikmanninn í NFL-deildina en félög í deildinni eru þegar byrjuð að ræða við bandarísku landsliðskonuna í knattspyrnu, Carli Lloyd.

Hún mætti á æfingu hjá Philadelphia Eagles á dögunum. Hún átti bara að vera áhorfandi en það endaði með því að hún fór að sparka. Lloyd gerði sér þá lítið fyrir og sparkaði 55 jarda vallarmark og hafði lítið fyrir því. Það vakti gríðarlega athygli félaga í deildinni enda afar langt spark.

Umboðsmaður hennar hefur staðfest að þegar hafi tvö félög í deildinni sett sig í samband við hann með það í huga að fá Lloyd í sínar raðir.



Sjálf er Lloyd að skoða málið.

„Ég er að ræða við eiginmann minn um að skoða það af fullri alvöru að spila í NFL-deildinni. Hann telur að ég geti það og ætti að skoða það. Ég er því alvarlega að pæla í þessu og það yrði frábær áskorun,“ sagði Lloyd.

Það yrði þá aldrei fyrr en eftir ár sem hún myndi láta á það reyna enda á fullu í sínum knattspyrnuferli og lykilmaður í bandaríska landsliðinu.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×