Þingmenn þvert á flokka búa sig undir átök við Boris Johnson Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 23:45 Ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlans, um að fresta þingi í fimm vikur í aðdraganda Brexit hefur sætt mikilli gagnrýni. vísir/getty Hópur breskra þingmanna, þvert á flokka, býr sig nú undir það sem lýst er sem sögulegum átökum við forsætisráðherrann Boris Johnson eftir ákvörðun hans í dag um að fresta þingi í fimm vikur í aðdraganda útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í október. Bæði þingmenn Íhaldsflokksins sem og þingmenn úr stjórnarandstöðu ræddu sín á milli í kvöld hvernig koma má í veg fyrir að Bretar gangi úr ESB án samnings. Lítill tími er til stefnu í næstu viku til þess að koma lagasetningu þess í gegnum þingið vegna þingfrestunarinnar, en að því er fram kemur á vef Guardian hafa þingmennirnir hins vegar sammælst um að reyna að gera allt sem þeir geta til þess að flýta fyrir slíkri lagasetningu þegar þing kemur saman á ný í byrjun september og áður en því verður svo frestað rúmri viku síðar. Frumvarpið fæli það í sér að Bretland myndi ekki ganga úr ESB þann 31. október eins og nú er stefnt að ef ríkisstjórn Johnson nær ekki samningi við sambandið um útgönguna.Einræðistilburðir og árás á lýðræðið Ákvörðun Johnson um að fresta þingi hefur verið harðlega gagnrýnd í dag. Er talið að með þingfrestun sé forsætisráðherrann að reyna að koma í veg fyrir að neðri deild þingsins geti samþykkt lög sem ætlað væri að stöðva Brexit án samnings. Hefur Johnson verið sakaður um að einræðistilburði, ákvörðunin sögð árás á lýðræðið, svívirða við stjórnarskrána og líkt við valdarán. Hundruð komu saman í miðborg London til mótmæla í kvöld og þá hafa á nokkrum klukkutímum safnast yfir milljón undirskriftir á undirskriftalista þar sem þingfrestuninni er mótmælt. Johnson hefur neitað því að með frestun á þingstörfum sé hann að gera tilraun til þess að koma í veg fyrir lagasetningu sem myndi taka fyrir samningslaust Brexit. Vikurnar fimm muni nýtast ríkisstjórn hans til þess að undirbúa mikilvæg innanríkismál á borð við fjármögnun heilbrigðiskerfisins og hvernig berjast eigi gegn glæpum. Johnson hefur sagt að markmið hans í ríkisstjórn sé að Brexit verði að veruleika þann 31. október. Því markmiði ætli hann að ná ella deyja. Verði ekki búið að ná samningum við ESB um útgönguna er forsætisráðherrann tilbúinn til að þess að ganga úr sambandinu án samnings. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir „Algjör upplausn í breskum stjórnmálum“ Elísabet Englandsdrottning hefur fallist á beiðni Boris Johnson, forsætisráðherra, um frestun þingfunda. 28. ágúst 2019 21:30 Fer fram á að þingfundum verði frestað: „Svartur blettur í sögu bresks lýðræðis“ Nýskipuð ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fara fram á að Elísabet II. Englandsdrottning fresti þingfundum einungis örfáum dögum eftir þingið kemur saman að nýju eftir sumarfrí. 28. ágúst 2019 09:40 Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Erlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Sjá meira
Hópur breskra þingmanna, þvert á flokka, býr sig nú undir það sem lýst er sem sögulegum átökum við forsætisráðherrann Boris Johnson eftir ákvörðun hans í dag um að fresta þingi í fimm vikur í aðdraganda útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í október. Bæði þingmenn Íhaldsflokksins sem og þingmenn úr stjórnarandstöðu ræddu sín á milli í kvöld hvernig koma má í veg fyrir að Bretar gangi úr ESB án samnings. Lítill tími er til stefnu í næstu viku til þess að koma lagasetningu þess í gegnum þingið vegna þingfrestunarinnar, en að því er fram kemur á vef Guardian hafa þingmennirnir hins vegar sammælst um að reyna að gera allt sem þeir geta til þess að flýta fyrir slíkri lagasetningu þegar þing kemur saman á ný í byrjun september og áður en því verður svo frestað rúmri viku síðar. Frumvarpið fæli það í sér að Bretland myndi ekki ganga úr ESB þann 31. október eins og nú er stefnt að ef ríkisstjórn Johnson nær ekki samningi við sambandið um útgönguna.Einræðistilburðir og árás á lýðræðið Ákvörðun Johnson um að fresta þingi hefur verið harðlega gagnrýnd í dag. Er talið að með þingfrestun sé forsætisráðherrann að reyna að koma í veg fyrir að neðri deild þingsins geti samþykkt lög sem ætlað væri að stöðva Brexit án samnings. Hefur Johnson verið sakaður um að einræðistilburði, ákvörðunin sögð árás á lýðræðið, svívirða við stjórnarskrána og líkt við valdarán. Hundruð komu saman í miðborg London til mótmæla í kvöld og þá hafa á nokkrum klukkutímum safnast yfir milljón undirskriftir á undirskriftalista þar sem þingfrestuninni er mótmælt. Johnson hefur neitað því að með frestun á þingstörfum sé hann að gera tilraun til þess að koma í veg fyrir lagasetningu sem myndi taka fyrir samningslaust Brexit. Vikurnar fimm muni nýtast ríkisstjórn hans til þess að undirbúa mikilvæg innanríkismál á borð við fjármögnun heilbrigðiskerfisins og hvernig berjast eigi gegn glæpum. Johnson hefur sagt að markmið hans í ríkisstjórn sé að Brexit verði að veruleika þann 31. október. Því markmiði ætli hann að ná ella deyja. Verði ekki búið að ná samningum við ESB um útgönguna er forsætisráðherrann tilbúinn til að þess að ganga úr sambandinu án samnings.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir „Algjör upplausn í breskum stjórnmálum“ Elísabet Englandsdrottning hefur fallist á beiðni Boris Johnson, forsætisráðherra, um frestun þingfunda. 28. ágúst 2019 21:30 Fer fram á að þingfundum verði frestað: „Svartur blettur í sögu bresks lýðræðis“ Nýskipuð ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fara fram á að Elísabet II. Englandsdrottning fresti þingfundum einungis örfáum dögum eftir þingið kemur saman að nýju eftir sumarfrí. 28. ágúst 2019 09:40 Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Erlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Sjá meira
„Algjör upplausn í breskum stjórnmálum“ Elísabet Englandsdrottning hefur fallist á beiðni Boris Johnson, forsætisráðherra, um frestun þingfunda. 28. ágúst 2019 21:30
Fer fram á að þingfundum verði frestað: „Svartur blettur í sögu bresks lýðræðis“ Nýskipuð ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fara fram á að Elísabet II. Englandsdrottning fresti þingfundum einungis örfáum dögum eftir þingið kemur saman að nýju eftir sumarfrí. 28. ágúst 2019 09:40