Viðskipti innlent

Helgafell hagnaðist um 350 milljónir 

Hörður Ægisson skrifar
Jón Sigurðsson stýrir fjárfestingum Helgafells.
Jón Sigurðsson stýrir fjárfestingum Helgafells.
Helgafell eignarhaldsfélag, sem er í jafnri eigu Ara Fenger, Bjargar Fenger og Kristínar Vermundsdóttur, hagnaðist um 351 milljón króna í fyrra og dróst hagnaðurinn saman um rúmlega 1.120 milljónir frá fyrra ári, samkvæmt nýbirtum samstæðureikningi fjárfestingarfélagsins.

Hagnaður Helgafells á síðasta ári kom einkum til vegna hlutdeildar félagsins í afkomu eignarhaldsfélagsins S121, stærsta hluthafa Stoða, eins stærsta fjárfestingarfélags landsins, en hún nam 377 milljónum króna. Á móti var hins vegar tæplega 200 milljóna króna tap af verðbréfaeign Helgafells en í árslok 2018 nam bókfært virði skráðra verðbréfa félagsins – innlendra og erlendra – samtals um 2,3 milljörðum króna.

Helgafell fer með ríflega 28 prósenta hlut í S121 sem á um 65 prósent í Stoðum. Fjárfestingarfélagið Stoðir er á meðal stærstu hluthafa í TM, Símanum og Arion banka. Eigið fé Helgafells nam rúmlega 6 milljörðum króna í lok síðasta árs en í lok þess árs voru einu skuldir félagsins tæplega sex milljóna króna skammtímaskuldir. Sá sem stýrir fjárfestingum Helgafells er Jón Sigurðsson, fjárfestir og stjórnarformaður Stoða, en hann er eiginmaður Bjargar Fenger.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×