Kröfðust þess að hætt verði að nota fíla sem burðardýr Gígja Hilmarsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 23:10 Fílarnir ferja ferðamenn um kílómetra langa leið upp hæðina daglega. Vísir/EPA Dýraverndunarsinnar mótmæltu á götum indversku borgarinnar Jaipur í dag og kröfðust þess að menn hættu að nota fíla til að ferja ferðamenn upp að Amber virkinu sem er eitt helsta kennileiti borgarinnar. Guardian greinir frá þessu. Mótmælendurnir voru á hjólum og voru þau hugsuð sem hvatning fyrir ferðamenn að velja heldur þann ferðamáta en að nota fílana sem burðardýr. Mótmælin voru skipulögð af dýraverndunarsamtökunum, World Animal Protection (WAP) til að vekja athygli á degi fílsins, sem er á morgun. Á Guardian kemur fram að um hundrað fílar ferji ferðamenn um kílómetra langa vegalengd upp á hæðina þar sem virkið er. Þá kemur fram að gert sé ráð fyrir að sætin sem bundin eru á fílinn og fílahirðir með tvo ferðamenn geti vegið allt að þrjú hundruð kíló sem dýrið er með á bakinu upp hæðina. „Þetta er ekki bara spurning um þá grimmilegu aðferð sem notuð er til að temja dýrin heldur er það líka staðreynd að dýrin eru mörg mjög veik og þurfa á hjálp að halda,“ segir Kirsty Warren ein skipuleggjenda mótmælanna. Þá sagði hún mörg dýranna vera orðin blind og fætur þeirra í mjög slæmu ástandi eftir að hafa gengið margar ferðir upp bratta hæð á mjög hörðu undirlagi. Eigendur fílanna segja starfsemina vera nauðsynlega fyrir þá. Ferðamannaiðnaðurinn hagnist af heimsóknum túrista að hæðinni og spili fílabaksferðirnar þar stórt hlutverk. Þrátt fyrir að boðið sé upp á bílferðir fyrir þá sem ekki treysta sér til að ganga upp hæðina velji ferðamenn frekar að sitja fíl upp hæðina. „Við viljum að ferðamannaiðnaðurinn kynni reiðhjólaleiðir fyrir fólki í staðin. Við höfum bent þeim á að búa til griðastað fyrir fíla nálægt hæðinni þar sem ferðamenn geta fylgst með þeim í þeirra náttúrulega umhverfi,“ segir Gajender Sharma, leiðtogi WAP í Indlandi. Það geti orðið annars konar aðdráttarafl fyrir ferðamennina. Hún gagnrýnir það að fílarnir séu látnir standa í hitanum á steinsteyptum vegi þar sem enginn gróður er sjáanlegur. „Þið getið séð þjáninguna í augum þeirra. Þeir eru að segja að nú sé nóg komið,“ segir Sharma. Indland Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Sjá meira
Dýraverndunarsinnar mótmæltu á götum indversku borgarinnar Jaipur í dag og kröfðust þess að menn hættu að nota fíla til að ferja ferðamenn upp að Amber virkinu sem er eitt helsta kennileiti borgarinnar. Guardian greinir frá þessu. Mótmælendurnir voru á hjólum og voru þau hugsuð sem hvatning fyrir ferðamenn að velja heldur þann ferðamáta en að nota fílana sem burðardýr. Mótmælin voru skipulögð af dýraverndunarsamtökunum, World Animal Protection (WAP) til að vekja athygli á degi fílsins, sem er á morgun. Á Guardian kemur fram að um hundrað fílar ferji ferðamenn um kílómetra langa vegalengd upp á hæðina þar sem virkið er. Þá kemur fram að gert sé ráð fyrir að sætin sem bundin eru á fílinn og fílahirðir með tvo ferðamenn geti vegið allt að þrjú hundruð kíló sem dýrið er með á bakinu upp hæðina. „Þetta er ekki bara spurning um þá grimmilegu aðferð sem notuð er til að temja dýrin heldur er það líka staðreynd að dýrin eru mörg mjög veik og þurfa á hjálp að halda,“ segir Kirsty Warren ein skipuleggjenda mótmælanna. Þá sagði hún mörg dýranna vera orðin blind og fætur þeirra í mjög slæmu ástandi eftir að hafa gengið margar ferðir upp bratta hæð á mjög hörðu undirlagi. Eigendur fílanna segja starfsemina vera nauðsynlega fyrir þá. Ferðamannaiðnaðurinn hagnist af heimsóknum túrista að hæðinni og spili fílabaksferðirnar þar stórt hlutverk. Þrátt fyrir að boðið sé upp á bílferðir fyrir þá sem ekki treysta sér til að ganga upp hæðina velji ferðamenn frekar að sitja fíl upp hæðina. „Við viljum að ferðamannaiðnaðurinn kynni reiðhjólaleiðir fyrir fólki í staðin. Við höfum bent þeim á að búa til griðastað fyrir fíla nálægt hæðinni þar sem ferðamenn geta fylgst með þeim í þeirra náttúrulega umhverfi,“ segir Gajender Sharma, leiðtogi WAP í Indlandi. Það geti orðið annars konar aðdráttarafl fyrir ferðamennina. Hún gagnrýnir það að fílarnir séu látnir standa í hitanum á steinsteyptum vegi þar sem enginn gróður er sjáanlegur. „Þið getið séð þjáninguna í augum þeirra. Þeir eru að segja að nú sé nóg komið,“ segir Sharma.
Indland Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Sjá meira