Árásarmaðurinn í Noregi neitar sök en talar ekki Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2019 10:19 Blóm við heimili mannsins þar sem sautján ára gömul stjúpsystir hans fannst myrt. Vísir/EPA Rúmlega tvítugur karlmaður sem ruddist inn í mosku í Bærum í Noregi og særði einn með skotvopni um helgina neitar sök en hefur jafnframt hafnað því að leyfa lögreglu að yfirheyra sig. Maðurinn verður leiddur fyrir dómara í dag. Unni Fries, lögmaður mannsins, sagði við norska ríkisútvarpið NRK, í gær að hann hefði nýtt sér rétt sinn til að svara ekki spurningum lögreglunnar að svo stöddu. Hann neiti sök en ætli ekki að taka afstöðu til ákæru fyrir dómi. VG hefur eftir Grete Lien Metlid, yfirmanni leyniþjónustu- og rannsóknardeildar Oslóarlögreglunnar, að maðurinn verði ákærður fyrir hryðjuverk og morð á sautján ára gamalli stjúpsystur sinni. Lík hennar fannst við húsleit á heimili árásarmannsins. Krafist verður fjögurra vikna einangunrargæsluvarðhalds yfir manninum. Aðeins þrír voru í al-Noor-moskunni þegar maðurinn réðst þar inn á laugardag. Skaut hann einn og særði áður en eldri maður yfirbugaði hann. Enginn særðist alvarlega í árásinni. Heimildir NRK herma að árásarmaðurinn hafi gerst mjög trúrækinn síðasta árið og aðhyllst hægriöfgaskoðanir. VG segir að skömmu fyrir árásina hafi færsla í nafni hans verið skrifuð á samfélagsmiðla þar sem meðal annars var lýst aðdáun á fjöldamorðunum í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í mars og í stórverslun í El Paso í Texas í Bandaríkjunum um þarsíðustu helgi. Í færslunni var jafnframt hvatt til kynþáttastríðs. „Valhöll bíður,“ sagði í niðurlagi færslunnar. Noregur Tengdar fréttir Maðurinn sem yfirbugaði norska árásarmanninn þakklátur að geta hjálpað Maðurinn sem yfirbugaði 21 árs gamla Norðmanninum sem réðist vopnaður í al-Noor-moskuna í Bærum í gær, segist þakklátur fyrir að hafa getað hjálpað einhverjum. 11. ágúst 2019 21:10 Ein manneskja skotin í árás í norskri mosku Ein manneskja var skotin og ein handtekin eftir skotárás í mosku í Noregi. 10. ágúst 2019 15:27 Skotárásin í Noregi mögulegt hryðjuverk Verið er að rannsaka skotárásina á Al-Noor moskuna í Noregi sem gerðist í gær sem mögulegt hryðjuverk. 11. ágúst 2019 13:34 Kona fannst látin á heimili árásarmannsins í Bærum Ung kona fannst látin á heimili mannsins sem var handtekinn í tengslum við skotáras sem var gerð á al-Noor moskuna í bænum Bærum í Noregi í dag. 10. ágúst 2019 23:06 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Fleiri fréttir Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Sjá meira
Rúmlega tvítugur karlmaður sem ruddist inn í mosku í Bærum í Noregi og særði einn með skotvopni um helgina neitar sök en hefur jafnframt hafnað því að leyfa lögreglu að yfirheyra sig. Maðurinn verður leiddur fyrir dómara í dag. Unni Fries, lögmaður mannsins, sagði við norska ríkisútvarpið NRK, í gær að hann hefði nýtt sér rétt sinn til að svara ekki spurningum lögreglunnar að svo stöddu. Hann neiti sök en ætli ekki að taka afstöðu til ákæru fyrir dómi. VG hefur eftir Grete Lien Metlid, yfirmanni leyniþjónustu- og rannsóknardeildar Oslóarlögreglunnar, að maðurinn verði ákærður fyrir hryðjuverk og morð á sautján ára gamalli stjúpsystur sinni. Lík hennar fannst við húsleit á heimili árásarmannsins. Krafist verður fjögurra vikna einangunrargæsluvarðhalds yfir manninum. Aðeins þrír voru í al-Noor-moskunni þegar maðurinn réðst þar inn á laugardag. Skaut hann einn og særði áður en eldri maður yfirbugaði hann. Enginn særðist alvarlega í árásinni. Heimildir NRK herma að árásarmaðurinn hafi gerst mjög trúrækinn síðasta árið og aðhyllst hægriöfgaskoðanir. VG segir að skömmu fyrir árásina hafi færsla í nafni hans verið skrifuð á samfélagsmiðla þar sem meðal annars var lýst aðdáun á fjöldamorðunum í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í mars og í stórverslun í El Paso í Texas í Bandaríkjunum um þarsíðustu helgi. Í færslunni var jafnframt hvatt til kynþáttastríðs. „Valhöll bíður,“ sagði í niðurlagi færslunnar.
Noregur Tengdar fréttir Maðurinn sem yfirbugaði norska árásarmanninn þakklátur að geta hjálpað Maðurinn sem yfirbugaði 21 árs gamla Norðmanninum sem réðist vopnaður í al-Noor-moskuna í Bærum í gær, segist þakklátur fyrir að hafa getað hjálpað einhverjum. 11. ágúst 2019 21:10 Ein manneskja skotin í árás í norskri mosku Ein manneskja var skotin og ein handtekin eftir skotárás í mosku í Noregi. 10. ágúst 2019 15:27 Skotárásin í Noregi mögulegt hryðjuverk Verið er að rannsaka skotárásina á Al-Noor moskuna í Noregi sem gerðist í gær sem mögulegt hryðjuverk. 11. ágúst 2019 13:34 Kona fannst látin á heimili árásarmannsins í Bærum Ung kona fannst látin á heimili mannsins sem var handtekinn í tengslum við skotáras sem var gerð á al-Noor moskuna í bænum Bærum í Noregi í dag. 10. ágúst 2019 23:06 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Fleiri fréttir Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Sjá meira
Maðurinn sem yfirbugaði norska árásarmanninn þakklátur að geta hjálpað Maðurinn sem yfirbugaði 21 árs gamla Norðmanninum sem réðist vopnaður í al-Noor-moskuna í Bærum í gær, segist þakklátur fyrir að hafa getað hjálpað einhverjum. 11. ágúst 2019 21:10
Ein manneskja skotin í árás í norskri mosku Ein manneskja var skotin og ein handtekin eftir skotárás í mosku í Noregi. 10. ágúst 2019 15:27
Skotárásin í Noregi mögulegt hryðjuverk Verið er að rannsaka skotárásina á Al-Noor moskuna í Noregi sem gerðist í gær sem mögulegt hryðjuverk. 11. ágúst 2019 13:34
Kona fannst látin á heimili árásarmannsins í Bærum Ung kona fannst látin á heimili mannsins sem var handtekinn í tengslum við skotáras sem var gerð á al-Noor moskuna í bænum Bærum í Noregi í dag. 10. ágúst 2019 23:06