Tekjulágir innflytjendur ólíklegri til að fá landvistarleyfi vegna nýrra laga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. ágúst 2019 20:42 Ken Cuccinelli, yfirmaður innflytjenda- og ríkisborgarastofnunar Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í Hvíta húsinu á mánudag. ap/evan vucci Ríkisstjórn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, hyggst gera löglegum innflytjendum það erfiðara fyrir að framlengja landvistarleyfi sitt eða að fá græna kortið (varanlegt landvistarleyfi). Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Reglan mun koma sér verst fyrir innflytjendur sem þurfa á einhvers konar stuðningi að halda, til dæmis matargjöfum og félagsíbúðum, í meira en eitt ár. Telji ríkið að innflytjendurnir séu líklegir til að þurfa að þiggja slíkar gjafir í framtíðinni getur það hafnað umsókn þeirra. Talsmenn yfirvalda segja regluna framfylgja „hugsjónum um sjálfbærni“ einstaklinga. Breytingartillagan var birt í samráðsgátt stjórnvalda vestanhafs (e. Federal Register) á mánudag og á hún að taka gildi 15. október. Ekki er talin hætta á að innflytjendur sem þegar hafa varanlegt landvistarleyfi í Bandaríkjunum verði fyrir áhrifum breytinganna. Þá mun reglubreytingin ekki hafa áhrif á flóttafólk og hælisleitendur. Breytingin mun gilda fyrir þá sem sækjast eftir lengra landvistarleyfi, græna kortinu eða ríkisborgararétti. Þeir einstaklingar sem ekki hafa nægilega háar tekjur, eru taldir líklegir til að þurfa að þiggja þjónustu líkt og sjúkraþjónustu frá ríkinu (e. Medicaid) eða búa í félagsíbúðum í framtíðinni gæti verið synjað um inngöngu í landið. Reglan mun gilda yfir þá sem þegar eru í Bandaríkjunum en sækjast eftir þessum breytingum. Talið er að löglegir innflytjendur í Bandaríkjunum sem ekki eru orðnir ríkisborgarar séu í kring um 22 milljónir. Breytingartillagan hefur verið harðlega gagnrýnd af hópum sem berjast fyrir borgararéttindum þar sem breytingarnar koma sérstaklega niðri á innflytjendum sem eru tekjulitlir. Þá hefur The National Immigration Law Center (NILC) sagst ætla að kæra Trump stjórnina til að koma í veg fyrir að lögin taki gildi. Bandaríkin Flóttamenn Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, hyggst gera löglegum innflytjendum það erfiðara fyrir að framlengja landvistarleyfi sitt eða að fá græna kortið (varanlegt landvistarleyfi). Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Reglan mun koma sér verst fyrir innflytjendur sem þurfa á einhvers konar stuðningi að halda, til dæmis matargjöfum og félagsíbúðum, í meira en eitt ár. Telji ríkið að innflytjendurnir séu líklegir til að þurfa að þiggja slíkar gjafir í framtíðinni getur það hafnað umsókn þeirra. Talsmenn yfirvalda segja regluna framfylgja „hugsjónum um sjálfbærni“ einstaklinga. Breytingartillagan var birt í samráðsgátt stjórnvalda vestanhafs (e. Federal Register) á mánudag og á hún að taka gildi 15. október. Ekki er talin hætta á að innflytjendur sem þegar hafa varanlegt landvistarleyfi í Bandaríkjunum verði fyrir áhrifum breytinganna. Þá mun reglubreytingin ekki hafa áhrif á flóttafólk og hælisleitendur. Breytingin mun gilda fyrir þá sem sækjast eftir lengra landvistarleyfi, græna kortinu eða ríkisborgararétti. Þeir einstaklingar sem ekki hafa nægilega háar tekjur, eru taldir líklegir til að þurfa að þiggja þjónustu líkt og sjúkraþjónustu frá ríkinu (e. Medicaid) eða búa í félagsíbúðum í framtíðinni gæti verið synjað um inngöngu í landið. Reglan mun gilda yfir þá sem þegar eru í Bandaríkjunum en sækjast eftir þessum breytingum. Talið er að löglegir innflytjendur í Bandaríkjunum sem ekki eru orðnir ríkisborgarar séu í kring um 22 milljónir. Breytingartillagan hefur verið harðlega gagnrýnd af hópum sem berjast fyrir borgararéttindum þar sem breytingarnar koma sérstaklega niðri á innflytjendum sem eru tekjulitlir. Þá hefur The National Immigration Law Center (NILC) sagst ætla að kæra Trump stjórnina til að koma í veg fyrir að lögin taki gildi.
Bandaríkin Flóttamenn Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Sjá meira