Viðskipti innlent

Hagnaður Reiknistofunnar fjórfaldast

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu bankanna.
Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu bankanna. FBL/Stefán
Hagnaður Reiknistofu bankanna nam 200 milljónum króna á síðasta ári og fjórfaldaðist frá fyrra ári. Tekjur fyrirtækisins námu 5.450 milljónum króna og jukust um tæplega 6 prósent á milli ára. Þá námu rekstrargjöld samtals 4.600 milljónum og drógust saman um eina prósentu.

Stóru viðskiptabankarnir þrír eiga hátt í 90 prósenta hlut í RB. Samkvæmt sátt við Samkeppniseftirlitið þurfa þeir hins vegar að bjóða eignarhlutinn reglulega út. Í vor staðfesti Hæstiréttur að Mentis, félag í eigu Gísla Heimissonar, forstöðumanns hugbúnaðarsviðs Kortaþjónustunnar, væri réttmætur eigandi 7,2 prósenta hlutar í Reiknistofunni.

Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri RB, var í opnuviðtali í Markaðinum í vor. Sagði hún tímabært að endurskoða hömlur á samstarfi fjármálafyrirtækja um innviði. Smæð markaðarins gerði það að verkum að samstarf væri bæði fjármálafyrirtækjunum og neytendum í hag.




Tengdar fréttir

Pendúllinn sveiflast of langt í aðra áttina

Ragnhildur Geirsdóttir segir tímabært að endurskoða hömlur á samstarfi fjármálafyrirtækja um innviði. Samkeppnisforskot felist í miðlægum kerfum þar sem þau séu illframkvæmanleg í stærri ríkjum. Rétt að fá fleiri fjárfesta að RB.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×