Spá stöðugleika í fasteignaverði á Íslandi á næstu þremur árum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. ágúst 2019 07:00 Ari Skúlason, hagfræðingur í Hagfræðideild Landsbankans. Fréttablaðið/Vilhelm „Við erum að spá því að næstu þrjú ár verði raunverð á húsnæði nokkurn veginn óbreytt og að hækkun fasteignaverðs verði í takt við verðbólguna,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans. „Þannig að við erum að tala um í mesta lagi 3 til 4 prósenta hækkanir á ári, næstu tvö til þrjú ár. Það er mjög lítið vegna þess að meðalhækkunin um það bil frá aldamótum fram á síðasta ár var 9,5 prósent – að meðtöldu hruninu og öllu saman á þeim tíma,“ bendir Ari á. Aðspurður um skýringu segir Ari hana vera þá að hagkerfið sé að verða mun stöðugra. „Það eru auðvitað þættir sem hafa áhrif á þetta, eins og framboð á húsnæði og framboð á leiguhúsnæði. Hvort tveggja er að aukast mjög mikið sem hægir svo á þannig að kaupgleðin er ekki eins mikil og hún hefur oft verið.“ Ari játar því að þessi vænta þróun séu góð tíðindi fyrir heildarmyndina í efnahagslífinu. „Þegar eitthvað er fyrirsjáanlegt og eitthvað sem maður getur reiknað með að standist þá er það náttúrlega gott.“ Úr tölum má lesa að þegar kaupverð fasteigna æddi áfram á árunum 2016 til 2017 fylgdi leiguverð húsnæðis ekki með. Að jafnaði hefur leiguverð hækkað um rúmlega 90 prósent af þeirri hækkun sem orðið hefur á kaupverði fasteigna frá því í ársbyrjun 2014. „Síðan hefur þetta haldist nokkurn veginn í sama ferli en leiguverðið samt hækkað aðeins meira síðasta eitt og hálfa árið eða svo,“ segir Ari. Þetta þýðir að húsaleiga hefur frá því í ársbyrjun 2018 hækkað heldur meira en kaupverð fasteigna. Ari undirstrikar þó að leiguverð og húsnæðisverð haldist að jafnaði í hendur yfir lengri tíma. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
„Við erum að spá því að næstu þrjú ár verði raunverð á húsnæði nokkurn veginn óbreytt og að hækkun fasteignaverðs verði í takt við verðbólguna,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans. „Þannig að við erum að tala um í mesta lagi 3 til 4 prósenta hækkanir á ári, næstu tvö til þrjú ár. Það er mjög lítið vegna þess að meðalhækkunin um það bil frá aldamótum fram á síðasta ár var 9,5 prósent – að meðtöldu hruninu og öllu saman á þeim tíma,“ bendir Ari á. Aðspurður um skýringu segir Ari hana vera þá að hagkerfið sé að verða mun stöðugra. „Það eru auðvitað þættir sem hafa áhrif á þetta, eins og framboð á húsnæði og framboð á leiguhúsnæði. Hvort tveggja er að aukast mjög mikið sem hægir svo á þannig að kaupgleðin er ekki eins mikil og hún hefur oft verið.“ Ari játar því að þessi vænta þróun séu góð tíðindi fyrir heildarmyndina í efnahagslífinu. „Þegar eitthvað er fyrirsjáanlegt og eitthvað sem maður getur reiknað með að standist þá er það náttúrlega gott.“ Úr tölum má lesa að þegar kaupverð fasteigna æddi áfram á árunum 2016 til 2017 fylgdi leiguverð húsnæðis ekki með. Að jafnaði hefur leiguverð hækkað um rúmlega 90 prósent af þeirri hækkun sem orðið hefur á kaupverði fasteigna frá því í ársbyrjun 2014. „Síðan hefur þetta haldist nokkurn veginn í sama ferli en leiguverðið samt hækkað aðeins meira síðasta eitt og hálfa árið eða svo,“ segir Ari. Þetta þýðir að húsaleiga hefur frá því í ársbyrjun 2018 hækkað heldur meira en kaupverð fasteigna. Ari undirstrikar þó að leiguverð og húsnæðisverð haldist að jafnaði í hendur yfir lengri tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira