Skotið á skrifstofur innflytjendayfirvalda í Texas Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2019 11:48 Fulltrúar innflytjenda- og tollaeftirlitsins ICE. Myndin er úr safni. Vísir/EPA Forsvarsmenn Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) fullyrða að pólitísk orðræða og „villandi upplýsingar“ um innflytjendastefnu Trump-stjórnarinnar hafi verið orsakir þess að skotið var á skrifstofur stofnunarinnar í San Antonio í Texas í fyrrinótt. Enginn særðist. Nokkrum byssukúlum var skotið á skrifstofur ICE um klukkan þrjú að nóttu að staðartíma. Einnig var skotið á tvær nærliggjandi byggingar, að sögn alríkislögreglunnar FBI. Enginn hefur verið handtekinn og leitar alríkislögreglan nú að sökudólgnum eða dólgunum. Störf ICE í tíð ríkisstjórnar Donalds Trump forseta hafa verið afar umdeild. Aðbúnaður í skýlum fyrir innflytjendur í haldi hefur verið harðlega gagnrýndur. Rétt eftir skotárásina í El Paso fyrir einni og hálfri og viku sem var sérstaklega beint að rómansk amerískum innflytjendum lét ICE til skarar skríða og handtók hundruð manna sem voru taldir dvelja ólöglega í Bandaríkjunum. Engar ráðstafanir voru gerðar vegna barna fólksins og bárust fregnir af því að skólayfirvöld hafi þurft að hafa hraðar hendur til að sjá börnum fyrir samastað eftir að foreldrar þeirra voru handteknir. Í yfirlýsingu vegna skotárásarinnar á skrifstofurnar í San Antonio kennir ICE orðræðu gagnrýnenda stofnunarinnar um hana, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Þessi truflandi almanna orðræða hylur störf mikilvægrar löggæslu og setur öryggi fulltrúa okkar í óþarfa hættu,“ sagði Daniel Bible, forstjóri ICE í San Antonio. Christopher Combs, yfirmaður FBI í borginni, segist óttast að fleiri skotárásir sem þessi gætu verið yfirvofandi vegna andrúmsloftsins í landinu. „Við getum ekki látið pólitíska orðræðu leiða okkur til ofbeldis þar sem alríkisstarfsmenn, saklaust fólk að vinna sína vinnu, er sett í hættu,“ segir Combs. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Forsvarsmenn Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) fullyrða að pólitísk orðræða og „villandi upplýsingar“ um innflytjendastefnu Trump-stjórnarinnar hafi verið orsakir þess að skotið var á skrifstofur stofnunarinnar í San Antonio í Texas í fyrrinótt. Enginn særðist. Nokkrum byssukúlum var skotið á skrifstofur ICE um klukkan þrjú að nóttu að staðartíma. Einnig var skotið á tvær nærliggjandi byggingar, að sögn alríkislögreglunnar FBI. Enginn hefur verið handtekinn og leitar alríkislögreglan nú að sökudólgnum eða dólgunum. Störf ICE í tíð ríkisstjórnar Donalds Trump forseta hafa verið afar umdeild. Aðbúnaður í skýlum fyrir innflytjendur í haldi hefur verið harðlega gagnrýndur. Rétt eftir skotárásina í El Paso fyrir einni og hálfri og viku sem var sérstaklega beint að rómansk amerískum innflytjendum lét ICE til skarar skríða og handtók hundruð manna sem voru taldir dvelja ólöglega í Bandaríkjunum. Engar ráðstafanir voru gerðar vegna barna fólksins og bárust fregnir af því að skólayfirvöld hafi þurft að hafa hraðar hendur til að sjá börnum fyrir samastað eftir að foreldrar þeirra voru handteknir. Í yfirlýsingu vegna skotárásarinnar á skrifstofurnar í San Antonio kennir ICE orðræðu gagnrýnenda stofnunarinnar um hana, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Þessi truflandi almanna orðræða hylur störf mikilvægrar löggæslu og setur öryggi fulltrúa okkar í óþarfa hættu,“ sagði Daniel Bible, forstjóri ICE í San Antonio. Christopher Combs, yfirmaður FBI í borginni, segist óttast að fleiri skotárásir sem þessi gætu verið yfirvofandi vegna andrúmsloftsins í landinu. „Við getum ekki látið pólitíska orðræðu leiða okkur til ofbeldis þar sem alríkisstarfsmenn, saklaust fólk að vinna sína vinnu, er sett í hættu,“ segir Combs.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira