„Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. ágúst 2019 12:03 Trukkurinn á Gráa kettinum er vel þekktur á meðan þeirra sem sækja kaffihúsið heim. Fréttablaðið/Pjetur Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. Hann gagnrýnir skipulagsyfirvöld í borginni en hann hafi fengið tilkynningu um framkvæmdirnar aðeins fimm dögum áður en þær hófust. Reykjavíkurborg geri ekki minnstu tilraun til að sjá stöðuna frá hlið þeirra sem eru í rekstri í borginni. „Það er alveg sama hvað við grátum, hótum eða biðjum. Það er aldrei hægt að breyta neinu,“ segir Ásmundur Helgason sem ræddi stöðu mála í Morgunútvarpinu í morgun.Nú liggur fyrir að framkvæmdum seinkar meðal annars vegna mistaka og þess að verktakarnir áttu í vandræðum með að fá starfsfólk í kringum Verslunarmannahelgina. Skýring sem Ásmundur hlær að. „Það var opið hjá mér alla Verslunarmannahelgina. Við fengum póst um þetta í síðustu viku, að verktakanum hefði gengið svo illa að manna. Það vann enginn fimmtudag, föstudag, mánudag, þriðjudag,“ segir Ásmundur og skilur hvorki upp né niður.Ásmundur Helgason, eigandi Gráa kattarins.Fréttablaðið/Sigtryggur AriVorkennir nágrönnunum Ásmundur segist auðvitað ekki vera hress með stöðu mála. Þá væri hann eitthvað skrýtinn. „Maður áttar sig á því að það þarf að gera svona hluti en þá skiptir máli hvernig þeir eru gerðir. Á hvaða tíma og hversu langan tíma það tekur,“ segir Ásmundur sem tók við rekstri kaffihússins fyrir tveimur árum ásamt konu sinni Elínu Ragnarsdóttur. Tímasetningin sé ámælisverð og hve langan tíma þetta taki. Til viðbótar séu mörg atriði. „Mér finnst illa staðið að þessu. Það var hamar að hamra í klettinn í fimm til sex vikur alveg stanslaust frá níu til sex, allan daginn. Maður verður geðveikur af þessu,“ segir Ásmundur. Slík óhljóð komi enn verr við aðra. „Ég vorkenni í raun og veru hótelum og gistiheimilum á þessum hluta götunnar meira en sjálfum mér. Það er lítið gistihús í götunni sem er allt í einu hætt að fá eingöngu fimm stjörnu meðmæli,“ segir Ásmundur. Þrjár til fjórar stjörnur dúkki nú upp því fólk kvarti yfir framkvæmdum og látum.Gamlar lagnir og illa kortlagðar valda töfum.Fréttablaðið/Sigtryggur AriEnginn vissi neitt Greint var frá fyrirhuguðum framkvæmdum í fjölmiðlum í byrjun apríl sem kom Ásmundi í opna skjöldu. Grafa ætti upp neðri hluta Hverfisgötunnar. „Ég hringdi í borgina, aðalnúmerið og fékk samband við manneskju sem vissi ekkert um þetta,“ segir Ásmundur. Eftir tíu til fimmtán mínútna samtal var símtalið gefið áfram á annan sem ræddi málin í annan eins tíma. „Hann hafði aldrei heyrt minnst á þetta, aldrei!“ segir Ásmundur. Viðkomandi benti Ásmundi á að hafa samband við Sigurborgu Haraldsdóttur, formann skipulagsráðs. „Ég sendi póst á Sigurborgu 13. apríl. Hún svaraði ekki og hefur aldrei svarað.“Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs.Fréttablaðið/Anton BrinkEnn engar upplýsingar um lokunina Ásmundur rifjar upp að 20. maí, á mánudegi, hafi framkvæmdir hafist. Í vikunni á undan hafi þeim fyrst borist tilkynning frá borginnni um fyrirhugaðar framkvæmdir. „Síðan les ég það í viðtölum við hana núna, án þess að ég ætli að leggja hana í einelti en hún er í forsvari fyrir þetta, að þetta væri búið að vera í undirbúningi í allan vetur. Hafi verið boðið út í janúar. Það eru hvergi upplýsingar um þetta. Enn þann dag í dag ef þið farið inn á lokanir á vefsíðu Reykjavíkurborgar er ekkert minnst á Hverfisgötuna. Lokanir á Óðinsgötu og annars staðar, en ekki þarna.“ Gestir hafi verið töluvert færri í sumar en sumarið á undan. „Kötturinn hefur níu líf þannig að við náum að lifa þetta af,“ segir Ásmundur en það gildi ekki um alla starfsemi á svæðinu. Fram hefur komið að þrír veitingastaðir í eigu sömu aðila á Hverfisgötu 12, þar á meðal Dill, hafi þurft að loka. Ekki sé hægt að fullyrða að framkvæmdirnar hafi verið banahögg staðanna. „En þetta hefur 100 prósent ekki hjálpað til. Kannski verið kornið sem fyllti mælinn.“Hinsegin dagar ná hápunkti á laugardaginn með Gleðigöngunni.Vísir/VilhelmFjórar vikur að setja upp skilti Ásmundur segir samskiptin við borgina hafa skánað undanfarið. Rekstraraðilar séu farnir að fá vikulega upplýsingapósta. Það sé þó tiltölulega nýbyrjað. „Fjórum vikum eftir að framkvæmdir byrjuðu, í lok júní, hefur kynningardeild borgarinnar samband og segir: „Við þurfum að setja upp skilti til að segja fólki hvernig það á að komast að veitingahúsinu ykkar.“ Það tók fjórar vikur að koma upp skiltum. Átta vikum, tveimur mánuðum eftir að þetta var byrjað, þegar framkvæmdatíminn var hálfnaður, þá komu upp skilti. Ágætis skilti, en lógóin reyndar þriggja sentimetra stór, til að segja í hvaða átt þú áttir að labba,“ segir Ásmundur. Skýringin um seinkun vegna skorts á vinnuafli í kringum Verslunarmannahelgina sé svo hlægileg. Ásmundur segist hafa spurt borgina að því hvort ekki væri hægt að ráðast í svona framkvæmdir utan sumartímans, til dæmis að hausti eða vori. „Ekki yfir hábjargræðistímann þegar allir veitingastaðir taka inn stóran hluta af sínum tekjum. Þetta er háannatími hjá okkur. Svarið var að það væri svo kalt í jörðu. Það væri ekki hægt að sinna einhverjum tengingum. Það tók þá samt tvo mánuði að komast ofan í jörðina. Það hefði verið hægt að nýta mars og apríl í það. Það er ekki frost í jörðu í maí held ég.“Ekki til umræðu að loka fyrir vatnið að kvöldi til Heyra mátti á Ásmundi að hann væri orðinn þreyttur á samskiptunum við borgina. Það gildi um fleiri aðila á Hverfisgötunni. „Það er alltaf afstaða tekin með verkinu í staðinn fyrir að reyna að sjá þetta líka frá okkar sjónarhorni. Það er engin tilraun gerð til þess. Það er enginn skilningur á því að einhverjar litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af einhverjum verkefnum við götuna.“ Hann hafi spurst fyrir um skaðabætur vegna þessa en það sé ekki möguleiki. „Svo lokuðu þeir vatninu með þriggja daga fyrirvara. Þá var ekkert að gera. Þá þurfti ég bara að hafa lokað,“ nefnir Ásmundur sem dæmi um samskipti við borgina. „Það var ekki séns að ræða það að gera það að kvöldi til. Skipið var lagt af stað og þú snýrð ekkert þessu flugmóðuskipi sem er það að taka vatn af því hér þarf fólk að koma frá Veitum og hinum og þessum að málinu.“ Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Tengdar fréttir Erfiður vetur sem varð að martröð Einn eigenda Dill segist nú vera að skoða framhaldið eftir að ákvörðun var tekin um að loka þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti. 8. ágúst 2019 13:30 Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03 Rangur hæðarpunktur tefur á Hverfisgötunni Endurnýjun á Hverfisgötu tefst, meðal annars vegna þess að verktakanum gekk illa að fá starfsmenn um verslunarmannahelgina og að rífa þarf upp nýlagða frárennslislögn þar sem Safnahúsið gaf upp rangan hæðarpunkt á brunni. 15. ágúst 2019 06:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. Hann gagnrýnir skipulagsyfirvöld í borginni en hann hafi fengið tilkynningu um framkvæmdirnar aðeins fimm dögum áður en þær hófust. Reykjavíkurborg geri ekki minnstu tilraun til að sjá stöðuna frá hlið þeirra sem eru í rekstri í borginni. „Það er alveg sama hvað við grátum, hótum eða biðjum. Það er aldrei hægt að breyta neinu,“ segir Ásmundur Helgason sem ræddi stöðu mála í Morgunútvarpinu í morgun.Nú liggur fyrir að framkvæmdum seinkar meðal annars vegna mistaka og þess að verktakarnir áttu í vandræðum með að fá starfsfólk í kringum Verslunarmannahelgina. Skýring sem Ásmundur hlær að. „Það var opið hjá mér alla Verslunarmannahelgina. Við fengum póst um þetta í síðustu viku, að verktakanum hefði gengið svo illa að manna. Það vann enginn fimmtudag, föstudag, mánudag, þriðjudag,“ segir Ásmundur og skilur hvorki upp né niður.Ásmundur Helgason, eigandi Gráa kattarins.Fréttablaðið/Sigtryggur AriVorkennir nágrönnunum Ásmundur segist auðvitað ekki vera hress með stöðu mála. Þá væri hann eitthvað skrýtinn. „Maður áttar sig á því að það þarf að gera svona hluti en þá skiptir máli hvernig þeir eru gerðir. Á hvaða tíma og hversu langan tíma það tekur,“ segir Ásmundur sem tók við rekstri kaffihússins fyrir tveimur árum ásamt konu sinni Elínu Ragnarsdóttur. Tímasetningin sé ámælisverð og hve langan tíma þetta taki. Til viðbótar séu mörg atriði. „Mér finnst illa staðið að þessu. Það var hamar að hamra í klettinn í fimm til sex vikur alveg stanslaust frá níu til sex, allan daginn. Maður verður geðveikur af þessu,“ segir Ásmundur. Slík óhljóð komi enn verr við aðra. „Ég vorkenni í raun og veru hótelum og gistiheimilum á þessum hluta götunnar meira en sjálfum mér. Það er lítið gistihús í götunni sem er allt í einu hætt að fá eingöngu fimm stjörnu meðmæli,“ segir Ásmundur. Þrjár til fjórar stjörnur dúkki nú upp því fólk kvarti yfir framkvæmdum og látum.Gamlar lagnir og illa kortlagðar valda töfum.Fréttablaðið/Sigtryggur AriEnginn vissi neitt Greint var frá fyrirhuguðum framkvæmdum í fjölmiðlum í byrjun apríl sem kom Ásmundi í opna skjöldu. Grafa ætti upp neðri hluta Hverfisgötunnar. „Ég hringdi í borgina, aðalnúmerið og fékk samband við manneskju sem vissi ekkert um þetta,“ segir Ásmundur. Eftir tíu til fimmtán mínútna samtal var símtalið gefið áfram á annan sem ræddi málin í annan eins tíma. „Hann hafði aldrei heyrt minnst á þetta, aldrei!“ segir Ásmundur. Viðkomandi benti Ásmundi á að hafa samband við Sigurborgu Haraldsdóttur, formann skipulagsráðs. „Ég sendi póst á Sigurborgu 13. apríl. Hún svaraði ekki og hefur aldrei svarað.“Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs.Fréttablaðið/Anton BrinkEnn engar upplýsingar um lokunina Ásmundur rifjar upp að 20. maí, á mánudegi, hafi framkvæmdir hafist. Í vikunni á undan hafi þeim fyrst borist tilkynning frá borginnni um fyrirhugaðar framkvæmdir. „Síðan les ég það í viðtölum við hana núna, án þess að ég ætli að leggja hana í einelti en hún er í forsvari fyrir þetta, að þetta væri búið að vera í undirbúningi í allan vetur. Hafi verið boðið út í janúar. Það eru hvergi upplýsingar um þetta. Enn þann dag í dag ef þið farið inn á lokanir á vefsíðu Reykjavíkurborgar er ekkert minnst á Hverfisgötuna. Lokanir á Óðinsgötu og annars staðar, en ekki þarna.“ Gestir hafi verið töluvert færri í sumar en sumarið á undan. „Kötturinn hefur níu líf þannig að við náum að lifa þetta af,“ segir Ásmundur en það gildi ekki um alla starfsemi á svæðinu. Fram hefur komið að þrír veitingastaðir í eigu sömu aðila á Hverfisgötu 12, þar á meðal Dill, hafi þurft að loka. Ekki sé hægt að fullyrða að framkvæmdirnar hafi verið banahögg staðanna. „En þetta hefur 100 prósent ekki hjálpað til. Kannski verið kornið sem fyllti mælinn.“Hinsegin dagar ná hápunkti á laugardaginn með Gleðigöngunni.Vísir/VilhelmFjórar vikur að setja upp skilti Ásmundur segir samskiptin við borgina hafa skánað undanfarið. Rekstraraðilar séu farnir að fá vikulega upplýsingapósta. Það sé þó tiltölulega nýbyrjað. „Fjórum vikum eftir að framkvæmdir byrjuðu, í lok júní, hefur kynningardeild borgarinnar samband og segir: „Við þurfum að setja upp skilti til að segja fólki hvernig það á að komast að veitingahúsinu ykkar.“ Það tók fjórar vikur að koma upp skiltum. Átta vikum, tveimur mánuðum eftir að þetta var byrjað, þegar framkvæmdatíminn var hálfnaður, þá komu upp skilti. Ágætis skilti, en lógóin reyndar þriggja sentimetra stór, til að segja í hvaða átt þú áttir að labba,“ segir Ásmundur. Skýringin um seinkun vegna skorts á vinnuafli í kringum Verslunarmannahelgina sé svo hlægileg. Ásmundur segist hafa spurt borgina að því hvort ekki væri hægt að ráðast í svona framkvæmdir utan sumartímans, til dæmis að hausti eða vori. „Ekki yfir hábjargræðistímann þegar allir veitingastaðir taka inn stóran hluta af sínum tekjum. Þetta er háannatími hjá okkur. Svarið var að það væri svo kalt í jörðu. Það væri ekki hægt að sinna einhverjum tengingum. Það tók þá samt tvo mánuði að komast ofan í jörðina. Það hefði verið hægt að nýta mars og apríl í það. Það er ekki frost í jörðu í maí held ég.“Ekki til umræðu að loka fyrir vatnið að kvöldi til Heyra mátti á Ásmundi að hann væri orðinn þreyttur á samskiptunum við borgina. Það gildi um fleiri aðila á Hverfisgötunni. „Það er alltaf afstaða tekin með verkinu í staðinn fyrir að reyna að sjá þetta líka frá okkar sjónarhorni. Það er engin tilraun gerð til þess. Það er enginn skilningur á því að einhverjar litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af einhverjum verkefnum við götuna.“ Hann hafi spurst fyrir um skaðabætur vegna þessa en það sé ekki möguleiki. „Svo lokuðu þeir vatninu með þriggja daga fyrirvara. Þá var ekkert að gera. Þá þurfti ég bara að hafa lokað,“ nefnir Ásmundur sem dæmi um samskipti við borgina. „Það var ekki séns að ræða það að gera það að kvöldi til. Skipið var lagt af stað og þú snýrð ekkert þessu flugmóðuskipi sem er það að taka vatn af því hér þarf fólk að koma frá Veitum og hinum og þessum að málinu.“
Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Tengdar fréttir Erfiður vetur sem varð að martröð Einn eigenda Dill segist nú vera að skoða framhaldið eftir að ákvörðun var tekin um að loka þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti. 8. ágúst 2019 13:30 Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03 Rangur hæðarpunktur tefur á Hverfisgötunni Endurnýjun á Hverfisgötu tefst, meðal annars vegna þess að verktakanum gekk illa að fá starfsmenn um verslunarmannahelgina og að rífa þarf upp nýlagða frárennslislögn þar sem Safnahúsið gaf upp rangan hæðarpunkt á brunni. 15. ágúst 2019 06:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Erfiður vetur sem varð að martröð Einn eigenda Dill segist nú vera að skoða framhaldið eftir að ákvörðun var tekin um að loka þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti. 8. ágúst 2019 13:30
Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03
Rangur hæðarpunktur tefur á Hverfisgötunni Endurnýjun á Hverfisgötu tefst, meðal annars vegna þess að verktakanum gekk illa að fá starfsmenn um verslunarmannahelgina og að rífa þarf upp nýlagða frárennslislögn þar sem Safnahúsið gaf upp rangan hæðarpunkt á brunni. 15. ágúst 2019 06:00