Innlent

Einungis notast við kafara við leit í Þingvallavatni

Birgir Olgeirsson skrifar
Kafarar Landhelgisgæslunnar fyrir brottför í dag.
Kafarar Landhelgisgæslunnar fyrir brottför í dag. Mynd/Landhelgisgæslan
Áfram verður leitað að belgíska ferðamanninum í Þingvallavatni í dag. Kafarar frá sérsveit Ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunni, slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Slysavarnafélaginu Landsbjörg munu vera við leit í vatninu í dag. Eingöngu verður leitað með köfurum.

Rannsókn málsins hefur leitt til þess að leitarsvæðið hefur verið þrengt og er nú horft sérstaklega til suðurhluta vatnsins.

Þrír kafarar frá séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar taka þátt í leitinni.

Gengið er út frá því að hinn 41 árs Björn Debecker, tveggja barna faðir frá Leuven í Belgíu og menntaður verkfræðingur, hafi fallið útbyrðis þegar hann sigldi á kajak út á Þingvallavatn um helgina. Bátur og bakpoki í eigu Debeckers fundust í vatninu á laugardag.

Munu leitarmenn einbeita sér að suðurenda Þingvallavatns, þar sem Villingavatn er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×