Morð á lögreglumanni vekur óhug í Bretlandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. ágúst 2019 20:56 Andrew Harper og eiginkona hans til fjögurra vikna, Lissie, í brúðkaupi þeirra í júlí síðastliðnum. Mynd/Mark Lord Umfangsmikilli lögreglurannsókn hefur verið hrint af stað eftir að breskur lögreglumaður var myrtur í Berkskíri á Englandi í gær. Þrettán ára piltur er á meðal tíu karlmanna sem handteknir hafa verið vegna málsins. Andrew Harper, sem starfaði hjá lögreglunni í Thames Valley, var að sinna útkalli vegna ráns þegar bíl var ekið á hann. Harper, sem var 28 ára, er sagður hafa dregist með bílnum eftir götunni. Málið er rannsakað sem morð. Þá hafa breskir fjölmiðlar greint frá því að Harper hafi gengið í hjónaband fyrir mánuði. Honum hefur verið lýst sem vinsælum og viðmótsþýðum manni, sem starfað hafði hjá lögreglunni síðan árið 2010. Málið hefur vakið mikinn óhug í Bretlandi, einkum í ljósi árása á lögreglumenn þar í landi síðustu misseri. Maður vopnaður sveðju réðst á lögreglumann í London í síðustu viku og annar lögreglumaður liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að grunaður bílaþjófur ók á hann í Birmingham. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands er á meðal þeirra sem vottað hafa aðstandendum Harpers samúð sína. Þá lýsti hann yfir áhyggjum af stöðu mála.It is the most powerful reminder that police officers up and down the country put themselves at risk every single day to keep us safe.They have my absolute support. (2/2)— Boris Johnson (@BorisJohnson) August 16, 2019 Tíu karlmenn á aldrinum 13 til 30 ára voru handteknir vegna gruns um morð innan við klukkutíma eftir að ekið var á Harper. Lík Harpers var krufið í dag og rannsókn málsins heldur áfram. Bretland England Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Umfangsmikilli lögreglurannsókn hefur verið hrint af stað eftir að breskur lögreglumaður var myrtur í Berkskíri á Englandi í gær. Þrettán ára piltur er á meðal tíu karlmanna sem handteknir hafa verið vegna málsins. Andrew Harper, sem starfaði hjá lögreglunni í Thames Valley, var að sinna útkalli vegna ráns þegar bíl var ekið á hann. Harper, sem var 28 ára, er sagður hafa dregist með bílnum eftir götunni. Málið er rannsakað sem morð. Þá hafa breskir fjölmiðlar greint frá því að Harper hafi gengið í hjónaband fyrir mánuði. Honum hefur verið lýst sem vinsælum og viðmótsþýðum manni, sem starfað hafði hjá lögreglunni síðan árið 2010. Málið hefur vakið mikinn óhug í Bretlandi, einkum í ljósi árása á lögreglumenn þar í landi síðustu misseri. Maður vopnaður sveðju réðst á lögreglumann í London í síðustu viku og annar lögreglumaður liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að grunaður bílaþjófur ók á hann í Birmingham. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands er á meðal þeirra sem vottað hafa aðstandendum Harpers samúð sína. Þá lýsti hann yfir áhyggjum af stöðu mála.It is the most powerful reminder that police officers up and down the country put themselves at risk every single day to keep us safe.They have my absolute support. (2/2)— Boris Johnson (@BorisJohnson) August 16, 2019 Tíu karlmenn á aldrinum 13 til 30 ára voru handteknir vegna gruns um morð innan við klukkutíma eftir að ekið var á Harper. Lík Harpers var krufið í dag og rannsókn málsins heldur áfram.
Bretland England Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira