Erlent

Enn kviknar skógareldur á Kanarí

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Um töluverðan eld er að ræða.
Um töluverðan eld er að ræða. Mynd/Yfirvöld í Tejeda
Álag hefur aukist á slökkviliðsmenn á Kanarí-eyjum eftir að þriðji skógareldurinn á rúmri viku á kviknaði á annarri fjölmennustu eyju Kanarí, Gran Canaria. Talið er að eldurin hafi kviknað af mannavöldum.

El Mundo á Spáni greinir frá en í frétt blaðsins kemur fram að tilkynnt hafi verið um skógareldinn síðdegis í dag. Strax varð ljóst að eldurinn gæti orðið umfangsmikill og ef marka má myndir og myndbönd frá vettvangi er ljóst að um töluverðan eld er að ræða.

Mikill hiti hefur verið á eyjunni undanfarið og skóglendi þurrt en slökkviliðsmenn hafa glímt við skógarelda á tveimur stöðum á eyjunni undanfarna daga. Um þúsund manns hafa neyðst til að flýja heimili sín á Gran Canaria vegna eldanna, þar á meðal Elín Ágústsdóttir Finnbogadóttir sem þurfti að yfirgefa sumarbústað sinn um miðja nótt í vikunni, líkt og hún lýsti í viðtali við Vísi.

Í frétt El Mundo segir að líklega séu skógareldarnir af mannavöldum, hvort sem það hafi verið fyrir slysni eða viljandi. Sjö þyrlur eru nú notaðar við slökkvistörf en slökkviliðsmenn eru enn að glíma við skógareldana sem fyrir voru. Miðað við vindátt er taliuð að hinn nýi skógareldur muni stefna í átt að svæði sem þegar hefur brunnið í hinum skógareldunum, en verði breyting á vindátt geti stefnan breyst snögglega.

Reyk frá eldunum leggur nú í átt að þéttbýlunum El Rincón og Tejeda en búið er að kalla út aukin mannskap og tækjabúnað vegna hins nýja elds.


Tengdar fréttir

Mágkonan barði allt að utan til að vara við eldunum

Íslensk kona sem búsett er á eyjunni Gran Canaria á Kanaríeyjum, þar sem miklir gróðureldar hafa geisað síðustu daga, neyddist til að yfirgefa sumarbústað sinn og eiginmanns síns í nótt vegna eldanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×