Telur að frumvarp til lyfjalaga geri lítið úr lyfjafræðingum Sveinn Arnarsson skrifar 19. ágúst 2019 08:00 Ný lyfjalög eiga að leysa af hólmi lög frá 1994 sem eru að mati sérfræðinga barn síns tíma. Fréttablaðið/Anton Brink Fyrrverandi deildarstjóri hjá Lyfjastofnunsegir frumvarp heilbrigðisráðherra um ný lyfjalög hroðvirknislega unnið. Höfundar hafi ekki djúpa þekkingu á lyfjamálum. Frumvarpið verður líklegast lagt fram í vetur.Frumvarp heilbrigðisráðherra til nýrra lyfjalaga er hroðvirknislega unnið og mislukkað tækifæri til að endurskrifa lög sem úr sér eru gengin. Þetta er mat fyrrverandi deildarstjóra hjá Lyfjastofnun sem hefur áratuga reynslu af vinnu við fagið, bæði á Landakoti og hjá Lyfjastofnun.Til stendur að leggja fram frumvarp á næsta þingi þar sem lyfjalög eru endurskoðuð. Eldri lögin eru að sögn orðin úr sér gengin og ný tækni og þekking hafa gjörbreytt umhverfi lyfjamála.Mímir Arnórsson starfaði lengi hjá Lyfjastofnun og finnur margt að frumvarpi ráðherra.Mímir Arnórsson.„Til að byrja með þá stendur í fyrstu grein að lyfjadreifing sé órjúfanlegur hluti heilbrigðisþjónustu. Það eru einmitt til lög um heilbrigðisþjónustu og maður skyldi þá ætla að lög um heilbrigðisþjónustu myndu minnast á lyfjadreifingu. Hins vegar er ekki minnst á það í þeim lögum,“ segir Mímir. Einnig segir Mímir að í frumvarpi ráðherra séu fjölmörg hugtök sem ekki séu útskýrð nánar og ekki liggi í augum uppi hvað þýða. „Því verður erfitt að fara eftir þessum lögum,“ segir hann. Frumvarpið hefur sjálft verið í vinnslu í stjórnkerfinu í fjögur ár og á að koma í stað eldri lyfjalaga frá árinu 1994. Mímir segir mikilvægt að nýtt frumvarp verði að veruleika en telur þessa tilraun misheppnaða. „Lyfjalögin frá árinu 1994 eru orðin gömul og mjög erfitt fyrir lyfjafræðinga og þá sem starfa eftir þeim að fylgja lögunum. Svo þegar tækifæri gefst til að endursemja þetta allt saman þá er það gert hroðvirknislega, og ég tala nú ekki um málfarslega,“ segir Mímir. Í athugasemd við frumvarpið segir Mímir lítið gert úr lyfjafræðingum. „Enn fremur er ekki tryggt að lyfjafræðingur veiti Lyfjastofnun forstöðu eða stofnunin hafi lyfjafræðing í þjónustu sinni líkt og tryggt er að læknir sinni Embætti landlæknis eða dýralæknir sé staðgengill forstjóri Matvælastofnunar. Með frumvarpinu er gert lítið úr lyfjafræðingum og þar með framlagi heillar deildar innan Háskóla Íslands. Frumvarpið er hroðvirknislega unnið og höfunda þess skortir yfirsýn og djúpa innsýn í lyfjamál,“ segir í athugasemd Mímis Arnórssonar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Fyrrverandi deildarstjóri hjá Lyfjastofnunsegir frumvarp heilbrigðisráðherra um ný lyfjalög hroðvirknislega unnið. Höfundar hafi ekki djúpa þekkingu á lyfjamálum. Frumvarpið verður líklegast lagt fram í vetur.Frumvarp heilbrigðisráðherra til nýrra lyfjalaga er hroðvirknislega unnið og mislukkað tækifæri til að endurskrifa lög sem úr sér eru gengin. Þetta er mat fyrrverandi deildarstjóra hjá Lyfjastofnun sem hefur áratuga reynslu af vinnu við fagið, bæði á Landakoti og hjá Lyfjastofnun.Til stendur að leggja fram frumvarp á næsta þingi þar sem lyfjalög eru endurskoðuð. Eldri lögin eru að sögn orðin úr sér gengin og ný tækni og þekking hafa gjörbreytt umhverfi lyfjamála.Mímir Arnórsson starfaði lengi hjá Lyfjastofnun og finnur margt að frumvarpi ráðherra.Mímir Arnórsson.„Til að byrja með þá stendur í fyrstu grein að lyfjadreifing sé órjúfanlegur hluti heilbrigðisþjónustu. Það eru einmitt til lög um heilbrigðisþjónustu og maður skyldi þá ætla að lög um heilbrigðisþjónustu myndu minnast á lyfjadreifingu. Hins vegar er ekki minnst á það í þeim lögum,“ segir Mímir. Einnig segir Mímir að í frumvarpi ráðherra séu fjölmörg hugtök sem ekki séu útskýrð nánar og ekki liggi í augum uppi hvað þýða. „Því verður erfitt að fara eftir þessum lögum,“ segir hann. Frumvarpið hefur sjálft verið í vinnslu í stjórnkerfinu í fjögur ár og á að koma í stað eldri lyfjalaga frá árinu 1994. Mímir segir mikilvægt að nýtt frumvarp verði að veruleika en telur þessa tilraun misheppnaða. „Lyfjalögin frá árinu 1994 eru orðin gömul og mjög erfitt fyrir lyfjafræðinga og þá sem starfa eftir þeim að fylgja lögunum. Svo þegar tækifæri gefst til að endursemja þetta allt saman þá er það gert hroðvirknislega, og ég tala nú ekki um málfarslega,“ segir Mímir. Í athugasemd við frumvarpið segir Mímir lítið gert úr lyfjafræðingum. „Enn fremur er ekki tryggt að lyfjafræðingur veiti Lyfjastofnun forstöðu eða stofnunin hafi lyfjafræðing í þjónustu sinni líkt og tryggt er að læknir sinni Embætti landlæknis eða dýralæknir sé staðgengill forstjóri Matvælastofnunar. Með frumvarpinu er gert lítið úr lyfjafræðingum og þar með framlagi heillar deildar innan Háskóla Íslands. Frumvarpið er hroðvirknislega unnið og höfunda þess skortir yfirsýn og djúpa innsýn í lyfjamál,“ segir í athugasemd Mímis Arnórssonar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira