Segir rangt að fólk með ADHD sé útilokað frá lögreglunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. ágúst 2019 20:30 Ólafur Örn Bragason segir það ekki rétt að verið sé að herða reglur um inngöngu fólks með ADHD í lögregluna. Vísir/Andri Marinó Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, segir reglur um einstaklinga með ADHD innan lögreglunnar ekki hafa verið hertar. „Það er ekki rétt, þau viðmið voru áður að það væri útilokandi þáttur en við uppfærðum þau viðmið 15. júlí síðastliðinn. Nú er talað um það að þetta geti verið útilokandi þáttur eftir mat en er ekki útilokandi þáttur lengur.“ ADHD-samtökin hafa mótmælt því harðlega að inntökuskilyrðum í lögreglunám hafi verið breytt. Samtökin fullyrða að þetta sé í fyrsta sinn sem þrengt sé verulega að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD hér á landi. Ólafur ræddi þetta í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Ólafur segir að miðað við þau viðmið sem birt voru fyrr sé búið að slaka á viðmiðunum. Hann segir ADHD ekki hafa haft samband við lögreglu vegna málsins og hann hafi gjarnan viljað rætt við þau áður en kvörtun hafi borist. Þá hafi ADHD samtökin borið viðmiðin saman við norska herinn og segir Ólafur það ekki standast þar sem ekki sé her hér á landi. „Við viljum ekki bera okkur saman við her. Við berum okkur hins vegar saman við viðmið annarra lögregluháskóla á Norðurlöndunum.“ Það séu sérfræðilæknar sem setji þessi viðmið, ekki starfsfólk mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar. Sérfræðilæknarnir setji kröfurnar í samræmi við kröfur annarra lögregluháskóla á Norðurlöndunum og þá sérstaklega í Noregi.Íslensku kröfurnar séu skapaðar í mynd krafa sem séu í gildi í norska lögregluháskólanum á þessu starfsári.Hvað er það við ADHD sem fer ekki saman við störf lögreglunnar?„Vissulega er horft til lögreglustarfsins sem slíks við þetta mat og þau fjölbreyttu hlutverk sem lögreglan þarf að sinna og meðal annars hefur verið að horfa til forgangsaksturs í umferðinni og til meðferðar skotvopna og annarra krefjandi aðstæðna sem lögreglumenn þurfa að [takast á við].“ „Ef umsækjendur, alveg sama hvaða lyf það eru, við erum ekkert sérstaklega að horfa á ADHD í því tilfelli, en ef að viðkomandi er að nota lyf sem skerða hæfni viðkomandi til aksturs þá hefur það áhrif, vissulega.“ Áður en núverandi reglur tóku gildi voru einstaklingar með ADHD alveg útilokaðir frá lögreglunni en nú er búið að slaka á reglunum og eiga einstaklingar með ADHD möguleika á að komast inn í lögregluna. Gögn um umsækjendur í lögreglunám í haust munu fara beint til trúnaðarlækna þar sem allir umsækjendur verða metnir. Þegar því verður lokið mun mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar fá mat um það hvort umsækjandi standist kröfur eða ekki. Upplýsingar um það hvers vegna umsókn sé synjað verða ekki sýnilegar öðrum en trúnaðarlæknum. Lögreglan Reykjavík síðdegis Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, segir reglur um einstaklinga með ADHD innan lögreglunnar ekki hafa verið hertar. „Það er ekki rétt, þau viðmið voru áður að það væri útilokandi þáttur en við uppfærðum þau viðmið 15. júlí síðastliðinn. Nú er talað um það að þetta geti verið útilokandi þáttur eftir mat en er ekki útilokandi þáttur lengur.“ ADHD-samtökin hafa mótmælt því harðlega að inntökuskilyrðum í lögreglunám hafi verið breytt. Samtökin fullyrða að þetta sé í fyrsta sinn sem þrengt sé verulega að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD hér á landi. Ólafur ræddi þetta í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Ólafur segir að miðað við þau viðmið sem birt voru fyrr sé búið að slaka á viðmiðunum. Hann segir ADHD ekki hafa haft samband við lögreglu vegna málsins og hann hafi gjarnan viljað rætt við þau áður en kvörtun hafi borist. Þá hafi ADHD samtökin borið viðmiðin saman við norska herinn og segir Ólafur það ekki standast þar sem ekki sé her hér á landi. „Við viljum ekki bera okkur saman við her. Við berum okkur hins vegar saman við viðmið annarra lögregluháskóla á Norðurlöndunum.“ Það séu sérfræðilæknar sem setji þessi viðmið, ekki starfsfólk mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar. Sérfræðilæknarnir setji kröfurnar í samræmi við kröfur annarra lögregluháskóla á Norðurlöndunum og þá sérstaklega í Noregi.Íslensku kröfurnar séu skapaðar í mynd krafa sem séu í gildi í norska lögregluháskólanum á þessu starfsári.Hvað er það við ADHD sem fer ekki saman við störf lögreglunnar?„Vissulega er horft til lögreglustarfsins sem slíks við þetta mat og þau fjölbreyttu hlutverk sem lögreglan þarf að sinna og meðal annars hefur verið að horfa til forgangsaksturs í umferðinni og til meðferðar skotvopna og annarra krefjandi aðstæðna sem lögreglumenn þurfa að [takast á við].“ „Ef umsækjendur, alveg sama hvaða lyf það eru, við erum ekkert sérstaklega að horfa á ADHD í því tilfelli, en ef að viðkomandi er að nota lyf sem skerða hæfni viðkomandi til aksturs þá hefur það áhrif, vissulega.“ Áður en núverandi reglur tóku gildi voru einstaklingar með ADHD alveg útilokaðir frá lögreglunni en nú er búið að slaka á reglunum og eiga einstaklingar með ADHD möguleika á að komast inn í lögregluna. Gögn um umsækjendur í lögreglunám í haust munu fara beint til trúnaðarlækna þar sem allir umsækjendur verða metnir. Þegar því verður lokið mun mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar fá mat um það hvort umsækjandi standist kröfur eða ekki. Upplýsingar um það hvers vegna umsókn sé synjað verða ekki sýnilegar öðrum en trúnaðarlæknum.
Lögreglan Reykjavík síðdegis Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent