Nýr sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar staðfestur Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2019 15:34 Fjölskylda Kelly Craft er stórtæk í kolaiðnaðinum. AP/Alex Brandon Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti skipan Kelly Craft, fyrrverandi sendiherra í Kanada, sem sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar í gær. Staðan hafði verið laus í sjö mánuði, allt frá því að Nikki Haley sagði af sér í lok síðasta árs. Fimm mánuðir eru liðnir frá því að Donald Trump forseti tilnefndi Craft. Skipan hennar var staðfest nánast eftir flokkslínum. Aðeins fimm demókratar greiddu atkvæði með skipan Craft, aðrir töldu hana skorta reynslu til að gegna embættinu. Jonathan Cohen, varamaður Haley, hefur gegnt embættinu tímabundið frá því að Haley lét af því. Craft er 57 ára gömul og var fjáraflari fyrir frambjóðendur repúblikana. Hún og eiginmaður hennar, kolafurstinn Joseph W. Craft III, gáfu meira en tvær milljónir dollara í kosningasjóði Trump. Þá er hún sögð náin Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, en þau eru bæði frá Kentucky. Hún var gerð sendiherra í Kanada árið 2017 eftir að Trump tók við embætti. New York Times segir að hún hafi að mestu haldið sig til hlés. Athygli vakti þó þegar hún sagðist virða „báðar hliðar vísindanna“ um loftslagsbreytingar þrátt fyrir samhljóða álit vísindamanna sé að menn valdi þeim. Í yfirheyrslum í þinginu vegna tilnefningar hennar viðurkenndi Craft þó að menn ættu þátt í loftslagsbreytingum og að hún tæki þær alvarlega. Þá hefur hún vikið frá skoðunum Trump forseta í málefnum Sádi-Arabíu. Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Leikaraverkfalli aflýst Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Erlent Fleiri fréttir Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti skipan Kelly Craft, fyrrverandi sendiherra í Kanada, sem sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar í gær. Staðan hafði verið laus í sjö mánuði, allt frá því að Nikki Haley sagði af sér í lok síðasta árs. Fimm mánuðir eru liðnir frá því að Donald Trump forseti tilnefndi Craft. Skipan hennar var staðfest nánast eftir flokkslínum. Aðeins fimm demókratar greiddu atkvæði með skipan Craft, aðrir töldu hana skorta reynslu til að gegna embættinu. Jonathan Cohen, varamaður Haley, hefur gegnt embættinu tímabundið frá því að Haley lét af því. Craft er 57 ára gömul og var fjáraflari fyrir frambjóðendur repúblikana. Hún og eiginmaður hennar, kolafurstinn Joseph W. Craft III, gáfu meira en tvær milljónir dollara í kosningasjóði Trump. Þá er hún sögð náin Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, en þau eru bæði frá Kentucky. Hún var gerð sendiherra í Kanada árið 2017 eftir að Trump tók við embætti. New York Times segir að hún hafi að mestu haldið sig til hlés. Athygli vakti þó þegar hún sagðist virða „báðar hliðar vísindanna“ um loftslagsbreytingar þrátt fyrir samhljóða álit vísindamanna sé að menn valdi þeim. Í yfirheyrslum í þinginu vegna tilnefningar hennar viðurkenndi Craft þó að menn ættu þátt í loftslagsbreytingum og að hún tæki þær alvarlega. Þá hefur hún vikið frá skoðunum Trump forseta í málefnum Sádi-Arabíu.
Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Leikaraverkfalli aflýst Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Erlent Fleiri fréttir Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Sjá meira