Innlent

Bandaríski ferðamaðurinn látinn

Birgir Olgeirsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út. Vísir/Vilhelm
Bandarískur ferðamaður á áttræðisaldri, sem fluttur var meðvitundarlaus á sjúkrahús eftir að hafa fallið í Úlfljótsvatn í gær, þar sem hann var við veiðar, er látinn. Slysið er til rannsóknar hjá rannsóknardeild Lögreglunnar á Suðurlandi og ekki að vænta frekari upplýsinga um það meðan sú rannsókn stendur.

Björgunarsveitir í Árnessýslu og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út á sjötta tímanum í gær vegna erlends veiðimanns í Úlfljótsvatni. Hafði maðurinn misst fótfestu og fallið í vatnið skammt frá Steingrímsstöð.

Að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar voru björgunarsveitir fljótlega afturkallaðar en þyrla Landhelgisgæslunnar fór á vettvang og flutti manninn til Reykjavíkur á sjúkrahús.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×