Erlent

Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda

Andri Eysteinsson skrifar
Níu létiust í árásinni í nótt.
Níu létiust í árásinni í nótt. AP/John Minchillo
„Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. Viðbrögð stjórnvalda og ráðamanna í landinu hafa verið á sömu leið og þekkst hefur í fyrri skotárásum sem hafa verið framdar í landinu. Ráðamenn segjast hugsa til fórnarlamba og aðstandanda og biðja fyrir þeim. CNN greinir frá.

Öldungadeildarþingmaðurinn Brown segir í yfirlýsingu að hann finni fyrir reiði vegna þess að stjórnvöld í Ohio og í Bandaríkjunum öllum, neiti að koma á betri skotvopnalöggjöf sem tryggi öryggi borgaranna.

Vitni á vettvangi árásarinnar segir að mikil ringulreið hafi ríkt á svæðinu í þann stutta tíma sem árásin tók. Vitnið, Anthony Reynolds, segir að hann og félagar hans hafi verið að yfirgefa knæpu á svæðinu þegar hann sá byssumanninn klæddan í alsvartan klæðnað og með stórt skotvopn í hönd, skjóta á mannfjöldann. Níu manns létust og fjöldi annarra slösuðust af völdum mannsins áður en hann var skotinn til bana af lögreglu.

Nokkrum klukkutímum áður höfðu 20 látist í skotárás í borginni El Paso í Texas, þar hafði ungur maður sem hafði lýst yfir óbeit á spænskættuðum skotið á fólk inn í verslun Walmart í El Paso.


Tengdar fréttir

Níu látnir eftir aðra skotárásina á 13 tímum

Níu eru látnir og 16 særðust í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki í nótt. Lögreglan í Dayton segir að auk hinna níu fórnarlamba sé árásarmaðurinn látinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×