Trump vill löggjöf sem kveður á um dauðarefsingu fyrir fjöldamorð og hatursglæpi Sylvía Hall skrifar 5. ágúst 2019 14:55 Frá blaðamannafundinum í dag. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segir mikilvægt að Bandaríkin taki afstöðu gegn hvítum þjóðernissinnum í kjölfar tveggja skotárása sem urðu um helgina. Báðir árásarmennirnir voru ungir, hvítir karlmenn og hafði annar þeirra sent frá sér stefnuyfirlýsingu þar sem hann fjallaði um „innrás“ fólks frá rómönsku Ameríku og vildi „verja Bandaríkin“. Trump sagði á blaðamannafundi í dag að það þyrfti að bregðast fyrr við ef einstaklingar þættu líklegir til þess að fremja slík voðaverk. Hann sagðist meðal annars ætla í samstarf með samfélagsmiðlum til þess að koma auga á líklega árásarmenn og stöðva þá af áður en þeir létu til skarar skríða. „Á þeim tveimur áratugum sem hafa liðið frá árásinni í Columbine hefur okkar þjóð fylgst með hverri skotárásinni á fætur annarri með auknum ótta, aftur og aftur, áratug eftir áratug. Við getum ekki leyft okkur að líða eins og við séum vanmáttug. Við getum, og við munum, stöðva illa farald. Við verðum að heiðra minningu þeirra sem við höfum misst með því standa saman sem eitt,“ sagði Trump í ræðu sinni. Hann sagði sárin aldrei gróa ef þjóðin væri sundruð. Hann sagði mikilvægt að þjóðin myndi hætta að upphefja ofbeldi og nefndi þar sérstaklega tölvuleiki. Það væri of auðvelt fyrir ungt fólk í dag að komast í tæri við umhverfi þar sem ofbeldi væri allsráðandi. Þá þyrfti að bæta eftirlit með andlega veikum til þess að bregðast við í tæka tíð og veita nauðsynlega hjálp. Vill sjá dauðarefsingu „hratt og örugglega“ Trump hefur áður sagt að ekkert geti réttlætt dráp á saklausu fólki eftir skotárásina í Texas um helgina. Á blaðamannafundinum í dag sagðist hann ætla að leita til dómsmálaráðuneytisins og fara fram á að þeir sem fremji slík voðaverk eigi yfir höfði sér dauðarefsingu. „Ég vil leggja til löggjöf sem tryggir að þeir sem fremja hatursglæpi og fjöldamorð eigi yfir höfði sér dauðarefsingu og að þessi refsing verði framkvæmd hratt og örugglega án þess að það líði ár og endalausar tafir verði á.“ Hann sagði afrek sín á sviði skotvopnalöggjafar vera stór í forsetatíð sinni en það þyrfti að gera betur. Þjóðin þyrfti að finna hugrekki til þess að svara hatri með einingu og ást og sagðist ekki vera í neinum vafa um það að þjóðin myndi „sigra“. „Valið er okkar og aðeins okkar, það er ekki undir andlega veikum skrímslum komið heldur okkur. Ef okkur tekst að samþykkja lög, eftir öll þessi ár, munum við tryggja að þeir sem hafa orðið fyrir árásum dóu ekki til einskis,“ sagði forsetinn áður en hann bað guð um að geyma fórnarlömb skotárása og ástvini þeirra. Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30 Varð fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að bjarga ungabarni sínu Jordan Anchondo og eiginmaður hennar Andre voru að versla skólaföng í Walmart þegar maður hóf skothríð í versluninni í El Paso í Texasríki í gær. 4. ágúst 2019 23:43 Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir mikilvægt að Bandaríkin taki afstöðu gegn hvítum þjóðernissinnum í kjölfar tveggja skotárása sem urðu um helgina. Báðir árásarmennirnir voru ungir, hvítir karlmenn og hafði annar þeirra sent frá sér stefnuyfirlýsingu þar sem hann fjallaði um „innrás“ fólks frá rómönsku Ameríku og vildi „verja Bandaríkin“. Trump sagði á blaðamannafundi í dag að það þyrfti að bregðast fyrr við ef einstaklingar þættu líklegir til þess að fremja slík voðaverk. Hann sagðist meðal annars ætla í samstarf með samfélagsmiðlum til þess að koma auga á líklega árásarmenn og stöðva þá af áður en þeir létu til skarar skríða. „Á þeim tveimur áratugum sem hafa liðið frá árásinni í Columbine hefur okkar þjóð fylgst með hverri skotárásinni á fætur annarri með auknum ótta, aftur og aftur, áratug eftir áratug. Við getum ekki leyft okkur að líða eins og við séum vanmáttug. Við getum, og við munum, stöðva illa farald. Við verðum að heiðra minningu þeirra sem við höfum misst með því standa saman sem eitt,“ sagði Trump í ræðu sinni. Hann sagði sárin aldrei gróa ef þjóðin væri sundruð. Hann sagði mikilvægt að þjóðin myndi hætta að upphefja ofbeldi og nefndi þar sérstaklega tölvuleiki. Það væri of auðvelt fyrir ungt fólk í dag að komast í tæri við umhverfi þar sem ofbeldi væri allsráðandi. Þá þyrfti að bæta eftirlit með andlega veikum til þess að bregðast við í tæka tíð og veita nauðsynlega hjálp. Vill sjá dauðarefsingu „hratt og örugglega“ Trump hefur áður sagt að ekkert geti réttlætt dráp á saklausu fólki eftir skotárásina í Texas um helgina. Á blaðamannafundinum í dag sagðist hann ætla að leita til dómsmálaráðuneytisins og fara fram á að þeir sem fremji slík voðaverk eigi yfir höfði sér dauðarefsingu. „Ég vil leggja til löggjöf sem tryggir að þeir sem fremja hatursglæpi og fjöldamorð eigi yfir höfði sér dauðarefsingu og að þessi refsing verði framkvæmd hratt og örugglega án þess að það líði ár og endalausar tafir verði á.“ Hann sagði afrek sín á sviði skotvopnalöggjafar vera stór í forsetatíð sinni en það þyrfti að gera betur. Þjóðin þyrfti að finna hugrekki til þess að svara hatri með einingu og ást og sagðist ekki vera í neinum vafa um það að þjóðin myndi „sigra“. „Valið er okkar og aðeins okkar, það er ekki undir andlega veikum skrímslum komið heldur okkur. Ef okkur tekst að samþykkja lög, eftir öll þessi ár, munum við tryggja að þeir sem hafa orðið fyrir árásum dóu ekki til einskis,“ sagði forsetinn áður en hann bað guð um að geyma fórnarlömb skotárása og ástvini þeirra.
Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30 Varð fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að bjarga ungabarni sínu Jordan Anchondo og eiginmaður hennar Andre voru að versla skólaföng í Walmart þegar maður hóf skothríð í versluninni í El Paso í Texasríki í gær. 4. ágúst 2019 23:43 Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30
Varð fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að bjarga ungabarni sínu Jordan Anchondo og eiginmaður hennar Andre voru að versla skólaföng í Walmart þegar maður hóf skothríð í versluninni í El Paso í Texasríki í gær. 4. ágúst 2019 23:43
Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent